„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Snorri Másson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 22:00 Tvo daga í röð hefur ekki gengið að flytja íbúa frá hafnarborginni Mariupol. Hér sjást íbúar Irpin í úthverfi Kænugarðs yfirgefa borgina. Vísir/EPA Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira