Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2022 04:34 Rússar beindu sjónum sínum snemma að Kherson en skammt frá stendur Kakhovka-stíflan. Svæðið var áður helsta vatnsuppspretta íbúa Krímskaga en úkraínsk stjórnvöld skrúfuðu fyrir kranann þegar Rússar innlimuðu Krím. epa/Maxar Technologies Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira