Tárvot þrumuræða úkraínskrar blaðakonu vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2022 21:37 Boris Johnson gat lítið annað gert en að hlusta. Richard Pohle-Pool/Getty Images Daria Kaleniuk, úkraínskur blaðamaður, grátbað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um aukna aðstoð til að berjast gegn innrás Rússa í Úkraínu á blaðamannafundi í dag. Myndband af þrumuræðu hennar hefur vakið heimsathygli. Johnson hélt blaðamannafund í Póllandi í dag en þangað hafði Kaleniuk flúið frá Úkraínu vegna innrásar Rússa. Á blaðamannafundinum hélt hún tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún grátbað Johnson um að sjá til þess að vestræn ríki gerðu meira en þau væru þegar að gera til að stemma stigu við yfirgangi Rússa. „Þú kemur til Póllands, þú kemur ekki til Kiev, forsætisráðherra. Þú kemur ekki til Lviv,“ sagði Kaleniuk í kraftmikilli ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Gagnrýndi hún Johnson og aðra leiðtoga fyrir að styðja Úkraínu óbeint, í stað þess að stíga niður með meiri krafti gegn Rússum. „Það er vegna þessar þú ert hræddur. Vegna þess að NATO vill ekki verjast. Vegna þess að NATO óttast þriðju heimsstyrjöldina. En hún er þegar hafin,“ sagði Kaleniuk. Gagnrýndi hún Johnson harðlega fyrir að taka ekki harðar á rússneskum auðkýfingum í Bretlandi. „Þú talar um meiri efnahagsþvinganir en af hverju er ekkert gert gegn Roman Abramovich. Hann er í London. Börnin hans eru ekki í sprengjuskýlum. Börnin hans eru í London. Börnin hans Pútín eru í Hollandi. Í Þýskalandi. Í höllum.“ „Fjölskyldan mín, samstarfsfélagar mínir segja við mig að þeir séu grátandi, þeir vita ekki hvert þeir eiga að fara. Það er það sem er að gerast, forsætisráðherra,“ sagði Kaleniuk með tárin í augunum sem krafðist þess að flugbanni yrði komið á yfir Úkraínu svo Rússar gætu ekki gert loftárásir. Johnson þakkaði Kaleniuk fyrir að hafa komið á blaðamannafundinn. Hann gat þó lítið gert til þess að koma til móts við hana. Hann var þó hreinskilinn með það að Bretland gæti ekki gert mikið meira en það væri þegar að gera. „Því miður yrði áhrifin af flugbanni þau að þá yrði Bretland að taka þátt í því að skjóta niður rússneskar flugvélar. Við myndum enda í beinum átökum við Rússa. Það er ekki eitthvað sem við getum gert eða við sjáum fyrir okkur að gera,“ sagði Johnson og bætti við afleiðingar af slíku flugbanni gætu orðið geigvænlegar. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Johnson hélt blaðamannafund í Póllandi í dag en þangað hafði Kaleniuk flúið frá Úkraínu vegna innrásar Rússa. Á blaðamannafundinum hélt hún tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún grátbað Johnson um að sjá til þess að vestræn ríki gerðu meira en þau væru þegar að gera til að stemma stigu við yfirgangi Rússa. „Þú kemur til Póllands, þú kemur ekki til Kiev, forsætisráðherra. Þú kemur ekki til Lviv,“ sagði Kaleniuk í kraftmikilli ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Gagnrýndi hún Johnson og aðra leiðtoga fyrir að styðja Úkraínu óbeint, í stað þess að stíga niður með meiri krafti gegn Rússum. „Það er vegna þessar þú ert hræddur. Vegna þess að NATO vill ekki verjast. Vegna þess að NATO óttast þriðju heimsstyrjöldina. En hún er þegar hafin,“ sagði Kaleniuk. Gagnrýndi hún Johnson harðlega fyrir að taka ekki harðar á rússneskum auðkýfingum í Bretlandi. „Þú talar um meiri efnahagsþvinganir en af hverju er ekkert gert gegn Roman Abramovich. Hann er í London. Börnin hans eru ekki í sprengjuskýlum. Börnin hans eru í London. Börnin hans Pútín eru í Hollandi. Í Þýskalandi. Í höllum.“ „Fjölskyldan mín, samstarfsfélagar mínir segja við mig að þeir séu grátandi, þeir vita ekki hvert þeir eiga að fara. Það er það sem er að gerast, forsætisráðherra,“ sagði Kaleniuk með tárin í augunum sem krafðist þess að flugbanni yrði komið á yfir Úkraínu svo Rússar gætu ekki gert loftárásir. Johnson þakkaði Kaleniuk fyrir að hafa komið á blaðamannafundinn. Hann gat þó lítið gert til þess að koma til móts við hana. Hann var þó hreinskilinn með það að Bretland gæti ekki gert mikið meira en það væri þegar að gera. „Því miður yrði áhrifin af flugbanni þau að þá yrði Bretland að taka þátt í því að skjóta niður rússneskar flugvélar. Við myndum enda í beinum átökum við Rússa. Það er ekki eitthvað sem við getum gert eða við sjáum fyrir okkur að gera,“ sagði Johnson og bætti við afleiðingar af slíku flugbanni gætu orðið geigvænlegar.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira