„Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2022 19:00 Aðstandendur átaksins sem ætlað er að fækka nauðgunum á djamminu. Vísir/Berghildur Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. Árlega voru að meðaltali um tvö hundruð nauðganir tilkynntar til lögreglu á árunum 2017 til 2019. Árið 2020 fækkaði tilkynningum hins vegar um 43% en á þeim tíma voru samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hvað harðastar. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hófu í dag vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biður fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og láta vita ef það telji hættu á ofbeldi.Vísir/Egill Við viljum ekki að nauðganir séu partur af skemmtanalífinu, það er óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sigríður segir að veitingafólk hafi í auknum mæli skipt sér af gruni það að fólki hafi verið byrlað slævandi lyf á djamminu. „Veitingafólk hefur haft samband við okkur og leigubílstjóra vegna gruns um byrlanir og hefur jafnvel komið fólki upp á bráðadeild. Þá eru lögregluembætti um allt land sífellt að þróa viðbrögð sín komi upp grunur um byrlanir. Því í þeim tilfellum þarf að bregðast afar hratt við,“ segir Sigríður. Þau segja samstarfsaðila átaksins marga , meðal þeirra er Strætó en nú er leyfilegt að trufla bílstjóra á ferð ef fólk óttast ofbeldi gegn sér eða öðrum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarna ára við.Vísir/Egill Sigríður Björk segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarinna ára við. „Þessir glæpir sem eru tilkynntir til okkar virðast oft á tíðum vera tækifærisglæpir, einhvers konar lærð hegðun þannig að þá á að vera hægt að snúa því til baka,“ segir hún að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Kynferðisofbeldi Strætó Næturlíf Tengdar fréttir Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Árlega voru að meðaltali um tvö hundruð nauðganir tilkynntar til lögreglu á árunum 2017 til 2019. Árið 2020 fækkaði tilkynningum hins vegar um 43% en á þeim tíma voru samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hvað harðastar. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hófu í dag vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biður fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og láta vita ef það telji hættu á ofbeldi.Vísir/Egill Við viljum ekki að nauðganir séu partur af skemmtanalífinu, það er óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sigríður segir að veitingafólk hafi í auknum mæli skipt sér af gruni það að fólki hafi verið byrlað slævandi lyf á djamminu. „Veitingafólk hefur haft samband við okkur og leigubílstjóra vegna gruns um byrlanir og hefur jafnvel komið fólki upp á bráðadeild. Þá eru lögregluembætti um allt land sífellt að þróa viðbrögð sín komi upp grunur um byrlanir. Því í þeim tilfellum þarf að bregðast afar hratt við,“ segir Sigríður. Þau segja samstarfsaðila átaksins marga , meðal þeirra er Strætó en nú er leyfilegt að trufla bílstjóra á ferð ef fólk óttast ofbeldi gegn sér eða öðrum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarna ára við.Vísir/Egill Sigríður Björk segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarinna ára við. „Þessir glæpir sem eru tilkynntir til okkar virðast oft á tíðum vera tækifærisglæpir, einhvers konar lærð hegðun þannig að þá á að vera hægt að snúa því til baka,“ segir hún að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Kynferðisofbeldi Strætó Næturlíf Tengdar fréttir Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16