Innlent

Forseti Íslands fundaði með sendiherra Úkraínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forseti Íslands og sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi á Bessastöðum í dag.
Forseti Íslands og sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi á Bessastöðum í dag. Forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti Olgu Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, á Bessastöðum í dag. Þetta kemur fram á vefsíðu forsetans.

Sendiherrann, sem hefur aðsetur í Helsinki í Finnlandi, afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum

Rætt var um innrás Rússlands í Úkraínu, stöðu málu í landinu og framtíðarhorfur. Forseti lýsti afstöðu íslenskra stjórnvalda, djúpri samúð og samstöðu með Úkraínumönnum. 

Þá tók forseti fram að stjórnvöld fordæmdu árás Rússlands, brot landsins á alþjóðalögum og fullveldi Úkraínu. Forseti nefndi einnig að Íslendingar vildu koma íbúum Úkraínu til hjálpar eftir bestu getu og hefði ríkisstjórn Íslands þegar hafið aðgerðir í þá veru. 

Sendiherra þakkaði atbeina og hlýhug Íslendinga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×