Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2022 23:10 Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf. Arnar Halldórsson Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá togarann Sirrý koma inn til löndunar í Bolungarvík. Þegar útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. fékk hann fyrir sex árum voru tuttugu ár liðin frá því togari var síðast gerður þaðan út. Fyrirtækið hefur samhliða byggt upp stærstu fiskvinnslu byggðarinnar. Starfsmenn í landi og á sjó eru um eitthundrað talsins. Jakob Valgeir Flosason kveðst kannast við að það að vera útgerðarmaður sé nánast orðið skammaryrði. Sjálfur var hann fréttaefni í uppgjörum þrotabúa í eftirmálum bankahrunsins. „Ég varð snar gjaldþrota bara.“ -Þannig að þú ert risinn aftur upp? „Ég reis aftur upp, já. Bankinn hleypti mér áfram,“ segir Jakob Valgeir. Sirrý ÍS, togari Jakobs Valgeirs ehf., siglir inn í Bolungarvíkurhöfn.Arnar Halldórsson Meginhluta síðustu aldar báru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar uppi atvinnulíf byggðarinnar. Nafni hans og barnabarn, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra, segir að fjölskyldan hafi þó aldrei litið á afa hans sem konung Bolungarvíkur. „Og hann leit ekki þannig á. Hann var bara einn hluti af þessu samfélagi. Og hann fann líka mjög fyrir þeirri ábyrgð sem honum var trúað fyrir, að honum fannst, með því að vera í forsvari fyrir þennan atvinnurekstur,“ segir Einar Kristinn. En finnur Jakob Valgeir til slíkrar ábyrgðar? „Já, já. Ég held að ég sé alveg að standa undir henni. Ég er allavega ekkert á förum.“ -Þannig að Bolvíkingar þurfa ekki að óttast að þú sért að fara í burtu með kvótann og skipin? „Nei. Það sé ég ekki fyrir mér. Ég ætla bara að halda áfram og vonandi að umhverfið geri manni það kleift, - að það verði þokkalegt umhverfi áfram,“ svarar Jakob Valgeir. Einar K. Guðfinnsson framan við Einarshús, þar sem afi hans og nafni bjó.Arnar Halldórsson Nærri þrjátíu ár eru frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Við getum vart ímyndað okkur annað en það hafi verið sárt fyrir Einar Kristin að sjá atvinnureksturinn sem afi hans byggði upp nánast hverfa. „Að sjálfsögðu.“ -Hvernig tilfinningar bærðust með þér? „Það voru auðvitað margvíslegar tilfinningar og ég ber þær ekkert á torg,“ svarar Einar. Þáttinn um Bolungarvík, þann fyrri af tveimur, má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Bolungarvík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá togarann Sirrý koma inn til löndunar í Bolungarvík. Þegar útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. fékk hann fyrir sex árum voru tuttugu ár liðin frá því togari var síðast gerður þaðan út. Fyrirtækið hefur samhliða byggt upp stærstu fiskvinnslu byggðarinnar. Starfsmenn í landi og á sjó eru um eitthundrað talsins. Jakob Valgeir Flosason kveðst kannast við að það að vera útgerðarmaður sé nánast orðið skammaryrði. Sjálfur var hann fréttaefni í uppgjörum þrotabúa í eftirmálum bankahrunsins. „Ég varð snar gjaldþrota bara.“ -Þannig að þú ert risinn aftur upp? „Ég reis aftur upp, já. Bankinn hleypti mér áfram,“ segir Jakob Valgeir. Sirrý ÍS, togari Jakobs Valgeirs ehf., siglir inn í Bolungarvíkurhöfn.Arnar Halldórsson Meginhluta síðustu aldar báru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar uppi atvinnulíf byggðarinnar. Nafni hans og barnabarn, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra, segir að fjölskyldan hafi þó aldrei litið á afa hans sem konung Bolungarvíkur. „Og hann leit ekki þannig á. Hann var bara einn hluti af þessu samfélagi. Og hann fann líka mjög fyrir þeirri ábyrgð sem honum var trúað fyrir, að honum fannst, með því að vera í forsvari fyrir þennan atvinnurekstur,“ segir Einar Kristinn. En finnur Jakob Valgeir til slíkrar ábyrgðar? „Já, já. Ég held að ég sé alveg að standa undir henni. Ég er allavega ekkert á förum.“ -Þannig að Bolvíkingar þurfa ekki að óttast að þú sért að fara í burtu með kvótann og skipin? „Nei. Það sé ég ekki fyrir mér. Ég ætla bara að halda áfram og vonandi að umhverfið geri manni það kleift, - að það verði þokkalegt umhverfi áfram,“ svarar Jakob Valgeir. Einar K. Guðfinnsson framan við Einarshús, þar sem afi hans og nafni bjó.Arnar Halldórsson Nærri þrjátíu ár eru frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Við getum vart ímyndað okkur annað en það hafi verið sárt fyrir Einar Kristin að sjá atvinnureksturinn sem afi hans byggði upp nánast hverfa. „Að sjálfsögðu.“ -Hvernig tilfinningar bærðust með þér? „Það voru auðvitað margvíslegar tilfinningar og ég ber þær ekkert á torg,“ svarar Einar. Þáttinn um Bolungarvík, þann fyrri af tveimur, má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Bolungarvík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22