Það eru allir feimnir á fyrsta degi í nýrri vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:00 Það eru allir svolítið feimnir á fyrsta degi á nýjum vinnustað. Líka vinnufélagarnar sem þú hittir þar og finnst öryggið uppmálað: Það fólk var líka feimið þegar það mætti í fyrsta sinn. Og viti menn: Það er líka bara allt í lagi að finna fyrir svolítill feimni þennan dag, þótt ágætt sé reyndar að draga úr feimninni með nokkrum góðum ráðum. Vísir/Getty Það er eðlilegt að vera svolítið feimin þegar að við byrjum í nýju starfi. Þar sem allir aðrir virðast þekkjast vel á meðan við þekkjum engan. Nema kannski þann sem tók við okkur atvinnuviðtalið. Samt erum við oftast búin að búa okkur nokkuð vel undir starfið. Finnum til tilhlökkunar. Erum búin að ákveða í hverju við ætlum að mæta fyrsta daginn. Mætum snemma og vitum að okkar nánasta fólk bíður spennt eftir því að heyra í dagslok hvernig gekk. Að vera feiminn á fyrsta degi í nýrri vinnu er samt alveg eðlilegt. Og þótt þér finnist eins og allir aðrir í vinnunni séu öryggið uppmálað er staðreyndin sú að þetta sama fólk fann til feimni fyrst þegar það byrjaði á þessum vinnustað. Sama hversu sjálfsöruggt fólk virðist vera. Feimni á fyrsta degi í vinnunni snýst því ekkert um að vera líðan sem við eigum ekki að upplifa. Heldur frekar hvernig við berum okkur þennan dag, þegar við erum hreinlega feimin. Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað. 1. Undirbúningurinn daginn áður Við getum orðið feimin á mismunandi hátt og af mismunandi ástæðum. Sumir verða til dæmis alltaf feimnir í fjölmenni, sumir roðna, sumir eiga erfiðara með að tala hátt og skýrt, sumir upplifa fyrst og fremst óöryggi. En við búum líka öll yfir styrkleikum þannig að áður en þú mætir fyrsta vinnudaginn er ágætt að vera búin að hugsa það svolítið fyrirfram, hver þín birtingarmynd af feimni er. Hugsaðu síðan um helstu styrkleikana þína og hvernig þú ætlar að nýta þá sérstaklega, til að draga úr feimnistilfinningunni þennan fyrsta dag. 2. Mæting á fyrsta degi Það er gott að mæta snemma þennan fyrsta dag, þótt ekki sé verið að tala um eitthvað óeðlilega snemma. En það að geta átt að minnsta kosti tíu mínútur á vinnustaðnum gerir okkur gott. Að koma okkur fyrir, læra á kaffivélina og segja góðan daginn við fyrstu vinnufélagana sem að við hittum. Þá er líka gott að vera helst búin að ákveða í hvaða fötum við ætlum að mæta fyrstu vinnuvikuna. Þetta á við um bæði konur og karla. Því það að klæðast fötum sem okkur líður vel í, hjálpar okkur að vera sjálfsöruggari. 3. Skrýtið en…. það er gott að spyrja Þegar við finnum fyrir feimni eigum við ekki beint auðvelt með að spyrja spurninga eða taka þátt í umræðum hóps eða á fundi. Hins vegar er það staðreynd að með því að spyrja spurninga, til dæmis að fá aðstoð eða leiðbeiningar í verkefni frá vinnufélaga, þá gerir þú tvennt: Færir fókusinn frá feimninni yfir á verkefni og myndar tengsl við samstarfsfélaga um leið. Þótt ekki sé nema að mana sig upp í eina til tvær spurningar yfir daginn. Eða kannski tvær spurningar fyrir hádegi og tvær spurningar eftir hádegi? Ein spurningin gæti til dæmis verið að spyrja vinnufélaga hvernig hádegisfyrirkomulaginu sé háttað. Hvort fólk sé vant að fara á sama tíma eða? 4. Ekki flýja þótt það sé freistandi Það er rosalega gott að taka strax af skarið og borða með vinnufélögum í hádeginu fyrsta daginn. Þó upplifa margir þetta sem erfitt skref, segjast þurfa að drífa sig eitthvað bara til þess eins að ná aðeins að slaka á magahnútinum svona eftir fyrsta morguninn. En það að borða með samstarfsfélögum í mötuneytinu, á kaffistofunni eða á nærliggjandi stað hjálpar svo mikið við að yfirstíga feimni. Því oftast er samstarfsfélögum mjög umhugað um að nýliða líði sem best og samræður leiðast því oft á þær brautir og fljótlega finnur þú einhverja fleti sem þú átt sameiginlega með einhverjum af þessum nýju samstarfsvinum. Gott er að hugsa um þetta, daginn áður en þú mætir til vinnu. Því þegar við erum búin að undirbúa okkur huglægt, erum við líklegri til að taka af skarið frekar en nánast að „flýja“ af vettvangi. 6. „Vertu þú sjálfur“ söng Helgi Björns Að vera feimin þennan fyrsta dag er bara allt í lagi. Og bara hluti af því hver við erum, að vera svolítið feimin þennan fyrsta dag. Það er því allt í lagi að slaka aðeins á og vera svolítið meðvituð um að vera bara við sjálf. Njóta þess að vera að byrja í nýrri vinnu, að hlakka til að segja frá þegar að við komum heim og hlakka til að mæta á morgun. Og áður en við vitum af, erum við orðin eins örugg í fasi og störfum og nýju vinnufélagarnir okkar virðast allir vera. Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að kveðja á síðasta vinnudeginum Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum. 24. febrúar 2022 07:01 Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00 „Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“ Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunar- og stjórnendaráðgjafi, segir strauma og stefnur í mannauðsmálum 2022 samanstanda af kunnuglegum atriðum, áherslum tengdum heimsfaraldri en líka ýmsu nýju. 14. janúar 2022 07:01 Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Nema kannski þann sem tók við okkur atvinnuviðtalið. Samt erum við oftast búin að búa okkur nokkuð vel undir starfið. Finnum til tilhlökkunar. Erum búin að ákveða í hverju við ætlum að mæta fyrsta daginn. Mætum snemma og vitum að okkar nánasta fólk bíður spennt eftir því að heyra í dagslok hvernig gekk. Að vera feiminn á fyrsta degi í nýrri vinnu er samt alveg eðlilegt. Og þótt þér finnist eins og allir aðrir í vinnunni séu öryggið uppmálað er staðreyndin sú að þetta sama fólk fann til feimni fyrst þegar það byrjaði á þessum vinnustað. Sama hversu sjálfsöruggt fólk virðist vera. Feimni á fyrsta degi í vinnunni snýst því ekkert um að vera líðan sem við eigum ekki að upplifa. Heldur frekar hvernig við berum okkur þennan dag, þegar við erum hreinlega feimin. Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað. 1. Undirbúningurinn daginn áður Við getum orðið feimin á mismunandi hátt og af mismunandi ástæðum. Sumir verða til dæmis alltaf feimnir í fjölmenni, sumir roðna, sumir eiga erfiðara með að tala hátt og skýrt, sumir upplifa fyrst og fremst óöryggi. En við búum líka öll yfir styrkleikum þannig að áður en þú mætir fyrsta vinnudaginn er ágætt að vera búin að hugsa það svolítið fyrirfram, hver þín birtingarmynd af feimni er. Hugsaðu síðan um helstu styrkleikana þína og hvernig þú ætlar að nýta þá sérstaklega, til að draga úr feimnistilfinningunni þennan fyrsta dag. 2. Mæting á fyrsta degi Það er gott að mæta snemma þennan fyrsta dag, þótt ekki sé verið að tala um eitthvað óeðlilega snemma. En það að geta átt að minnsta kosti tíu mínútur á vinnustaðnum gerir okkur gott. Að koma okkur fyrir, læra á kaffivélina og segja góðan daginn við fyrstu vinnufélagana sem að við hittum. Þá er líka gott að vera helst búin að ákveða í hvaða fötum við ætlum að mæta fyrstu vinnuvikuna. Þetta á við um bæði konur og karla. Því það að klæðast fötum sem okkur líður vel í, hjálpar okkur að vera sjálfsöruggari. 3. Skrýtið en…. það er gott að spyrja Þegar við finnum fyrir feimni eigum við ekki beint auðvelt með að spyrja spurninga eða taka þátt í umræðum hóps eða á fundi. Hins vegar er það staðreynd að með því að spyrja spurninga, til dæmis að fá aðstoð eða leiðbeiningar í verkefni frá vinnufélaga, þá gerir þú tvennt: Færir fókusinn frá feimninni yfir á verkefni og myndar tengsl við samstarfsfélaga um leið. Þótt ekki sé nema að mana sig upp í eina til tvær spurningar yfir daginn. Eða kannski tvær spurningar fyrir hádegi og tvær spurningar eftir hádegi? Ein spurningin gæti til dæmis verið að spyrja vinnufélaga hvernig hádegisfyrirkomulaginu sé háttað. Hvort fólk sé vant að fara á sama tíma eða? 4. Ekki flýja þótt það sé freistandi Það er rosalega gott að taka strax af skarið og borða með vinnufélögum í hádeginu fyrsta daginn. Þó upplifa margir þetta sem erfitt skref, segjast þurfa að drífa sig eitthvað bara til þess eins að ná aðeins að slaka á magahnútinum svona eftir fyrsta morguninn. En það að borða með samstarfsfélögum í mötuneytinu, á kaffistofunni eða á nærliggjandi stað hjálpar svo mikið við að yfirstíga feimni. Því oftast er samstarfsfélögum mjög umhugað um að nýliða líði sem best og samræður leiðast því oft á þær brautir og fljótlega finnur þú einhverja fleti sem þú átt sameiginlega með einhverjum af þessum nýju samstarfsvinum. Gott er að hugsa um þetta, daginn áður en þú mætir til vinnu. Því þegar við erum búin að undirbúa okkur huglægt, erum við líklegri til að taka af skarið frekar en nánast að „flýja“ af vettvangi. 6. „Vertu þú sjálfur“ söng Helgi Björns Að vera feimin þennan fyrsta dag er bara allt í lagi. Og bara hluti af því hver við erum, að vera svolítið feimin þennan fyrsta dag. Það er því allt í lagi að slaka aðeins á og vera svolítið meðvituð um að vera bara við sjálf. Njóta þess að vera að byrja í nýrri vinnu, að hlakka til að segja frá þegar að við komum heim og hlakka til að mæta á morgun. Og áður en við vitum af, erum við orðin eins örugg í fasi og störfum og nýju vinnufélagarnir okkar virðast allir vera.
Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að kveðja á síðasta vinnudeginum Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum. 24. febrúar 2022 07:01 Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00 „Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“ Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunar- og stjórnendaráðgjafi, segir strauma og stefnur í mannauðsmálum 2022 samanstanda af kunnuglegum atriðum, áherslum tengdum heimsfaraldri en líka ýmsu nýju. 14. janúar 2022 07:01 Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Að kveðja á síðasta vinnudeginum Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum. 24. febrúar 2022 07:01
Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01
Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00
„Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“ Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunar- og stjórnendaráðgjafi, segir strauma og stefnur í mannauðsmálum 2022 samanstanda af kunnuglegum atriðum, áherslum tengdum heimsfaraldri en líka ýmsu nýju. 14. janúar 2022 07:01
Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00