Fótbolti

Gerard Pique: Þessi sigur sýnir að Barcelona er að koma til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Pique fagnar sigir Barcelona í Napoli í gær. Liðið er komið í sextán liða úrslitin.
Gerard Pique fagnar sigir Barcelona í Napoli í gær. Liðið er komið í sextán liða úrslitin. AP/Alessandro Garofalo

Barcelona leikmaðurinn Gerard Pique var kokhraustur eftir liðið sló ítalska félagið Napoli út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Barelona vann leikinn 4-2 á útivelli og þar með 5-3 samanlagt. Gengi liðsins í Evrópu hefur ekki verið merkilegt síðustu árin og liðið komst ekki áfram upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni fyrir áramót.

Barcelona skoraði aðeins tvö mörk í sex leikjum í riðlakeppninni fyrir jól og þess vegna var þessi fjögurra marka veisla á útivelli á móti öflugu liði eins og Napoli skilaboð um að nú horfir til betri vegna hjá Börsungum.

„Við höfum ekki verið að standa okkur í Evrópukeppninni eins og Barcelona á að gera. Nú erum við hins vegar komnir aftur og búnir að finna okkar leik á að nýju. Þetta eru skilaboð til allra, fyrir okkur og fyrir fólk utan við félagið. Smá saman erum við á leiðinni til baka. Við erum á réttri leið,“ sagði Gerard Pique.

Pique segir að allir hafi þurft að taka á sig sökina fyrir slæmu tímana en það séu um leiðir margir þættir sem eru að skila þessari endurkomu.

„Margt hefur breyst. Ég myndi segja að nú væru grundvallaratriðin á hreinu. Það er grunnur hjá liðinu sem kemur með öryggi og þægindi,“ sagði Pique.

„Við styrktum okkur líka vel í janúar og bættum við vopnum í sóknina. Við vitum að við getum skorað mörk og erum samkeppnishæfir núna. Það hefur líka orðið breyting á bekknum og það var gott að fá Xavi inn. Það hefur mikið breyst og það sést á liðinu,“ sagði Pique.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×