Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:01 Eitt af því sem getur magnað upp kvíðatilfinningu hjá okkur eru fréttir. Til dæmis eins og nú þegar stríðsfréttir dynja yfir okkur. Ef við erum oft kvíðin, getum við endað með að kvíða fyrir að verða kvíðin. Sem truflar okkur í einkalífi og starfi. Við eigum til dæmis erfiðara með einbeitingu, afköst, skipulag og samskipti. Vísir/Getty Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. Stríðsfréttir eins og nú dynja yfir eru dæmi um eitthvað sem við getum orðið kvíðin yfir. Er að brjótast út stríð í Evrópu? Í vinnunni kíkjum við á fréttir mun oftar yfir daginn og þótt við gerum það ekki, eru allar líkur á að einhver sem við tölum við í vinnunni, fari að tala um ástandið í Úkraníu. Að reyna að stressast ekki eða fá áhyggjur, getur verið áskorun út af fyrir sig. Sem tekur frá okkur orku. Ekki síst á þessum tíma þar sem við erum rétt að sjá til sólar eftir tveggja ára viðvarandi streitutímabil vegna kórónuveiru og sóttvarna. Þar sem margir hafa farið í gegnum róttækar breytingar. Til dæmis misst starfið sitt og byrjað á nýjum vinnustað. Jafnvel á allt öðrum vettvangi en áður. Allt ofangreint getur leitt til þess að kvíðahnúturinn í maganum verður að eins og vana. Já, við erum hreinlega farin að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin. Og það að vera kvíðin er eitthvað sem gerir okkur erfiðara fyrir í öllu. Við náum til dæmis ekki sömu einbeitingunni í vinnunni né sömu afköstunum og við annars gætum náð. Við erum ekki eins góð í samskiptum og við gætum almennt verið. Verkefnalistarnir okkar eru þar með líklegri til að virðast þyngri og jafnvel óyfirstíganlegri. Við verðum síður góð í að skipuleggja okkur vel eða forgangsraða rétt. Kvíði getur þannig verið eins og snjóbolti sem rúllar... En hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. Að leita hjálpar eða tala við vin/vinnufélaga Við getum verið stödd á mismunandi stað þegar að við erum kvíðin en aðalmálið er að ef þér finnst þú ekki ráða við aðstæður eða treystir þér ekki til að sporna við kvíða, er gott fyrsta skref að ræða við lækni eða sálfræðing. Því það að vera alltaf kvíðin eða jafnvel að kvíða fyrir því að verða kvíðin, er líðan sem gerir okkur erfitt fyrir í einkalífi og starfi. Ef við treystum okkur til að takast á við kvíðann, getur samt verið gott að ræða við vin. Þessi vinur getur verið maki, vinur/vinkona eða samstarfsfélagi. Mörgum kemur það á óvart hversu margir samsvara sig við að upplifa kvíða þegar fólk fer að tala saman. Öndunaræfingar eða hugleiðsla Hugleiðsla er mjög róandi fyrirbæri og á Youtube er hægt að finna ógrynni af hugleiðslum sem hjálpa fólki við að ná innri ró. Margar hugleiðslur eru hins vegar á ensku og henta því ekki öllum. Eins upplifir fólk oft að því vanti tækni til að hjálpa sér án þess að það taki of langan tíma. Eins og til dæmis í vinnunni. Þá er gott að grípa í öndunaræfingar. Að einbeita sér að önduninni í nokkrar mínútur er mjög einfalt og róandi. Á vinnustaðnum getum við jafnvel gert þetta inni á salerni þar sem enginn sér. En vittu til: Þetta hjálpar. Að sofa nóg og sofa vel Að sofa í sjö til átta klukkustundir á nóttu getur gert gæfumuninn. Allt verður einhvern veginn auðveldara viðfangs, bæði í einkalífi og starfi. Á netinu er hægt að finna fullt af góðum ráðum um það, hvernig við getum bætt svefninn okkar. Eins er hægt að leita til svefnráðgjafa eða ræða um svefninn við lækni ef þú telur þig þurfa hjálp til að ná tökum á góðum svefni. Hreyfing á þínum mælikvarða Það eru ekkert allir fyrir það að stunda líkamsrækt eða íþróttir. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að finna út úr því, hvernig við aukum á hreyfingu. Allt telur. Það að standa oftar upp í vinnunni. Ganga rösklega í heimilisverkin og líta á það að vaska upp og setja í þvottavél sem hluta af hreyfingu. Að fara í göngutúr. Að leggja bílnum lengra frá búðinni eða vinnustaðnum. Hver og einn getur reynt að auka við hreyfingu miðað við það mynstur sem er hjá hverjum og einum. Og oft leiðir þetta til þess að áhuginn á því að auka enn meira við hreyfingu eykst. Matarræði og vatn Hér gilda engin boð né bönn en rannsóknir hafa sýnt að góð næring og jafn blóðsykur yfir daginn, dregur úr líkunum á því að við séum kvíðin. Gott er að taka lítil skref því þau geta gert kraftaverk. Ef þú til dæmis setur þér það markmið að drekka 1,5-2 lítra af vatni á dag getur þetta eitt og sér dregið úr kvíða því hugurinn verður upptekin af því að sinna þessu markmiði og fyrir vikið víkur oft kvíði yfir einhverju öðru, til dæmis fréttum. Ýmiss önnur slökun Það eru alls kyns slökunarmöguleikar sem hægt er að horfa til. Heitt bað eða góð sturta. Lestur góðrar bókar. Nudd. Jóga. Koffínlaust grænt te. Í vinnunni er mikilvægt að passa að taka sér hvíldarpásur yfir daginn. Borða með vinnufélögum og tala um eitthvað annað en fréttir eða vinnuna. Við afköstum meira í vinnunni ef við tökum okkur hlé á milli verkefna og leyfum huganum að hvílast í smá stund. Þá getur ýmislegt á andlegum nótum hjálpað mikið. Að trúa á eitthvað getur því hjálpað, óháð því hvort fólk leitar þá í trúarbrögð og bænir eða jákvæða orku og alheiminn. Því öll mál leysast á endanum og engin vandamál eða staða er endanleg. Allt sem getur hjálpað okkur til að sporna við kvíða er því vel þess virði að huga að. Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stríðsfréttir eins og nú dynja yfir eru dæmi um eitthvað sem við getum orðið kvíðin yfir. Er að brjótast út stríð í Evrópu? Í vinnunni kíkjum við á fréttir mun oftar yfir daginn og þótt við gerum það ekki, eru allar líkur á að einhver sem við tölum við í vinnunni, fari að tala um ástandið í Úkraníu. Að reyna að stressast ekki eða fá áhyggjur, getur verið áskorun út af fyrir sig. Sem tekur frá okkur orku. Ekki síst á þessum tíma þar sem við erum rétt að sjá til sólar eftir tveggja ára viðvarandi streitutímabil vegna kórónuveiru og sóttvarna. Þar sem margir hafa farið í gegnum róttækar breytingar. Til dæmis misst starfið sitt og byrjað á nýjum vinnustað. Jafnvel á allt öðrum vettvangi en áður. Allt ofangreint getur leitt til þess að kvíðahnúturinn í maganum verður að eins og vana. Já, við erum hreinlega farin að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin. Og það að vera kvíðin er eitthvað sem gerir okkur erfiðara fyrir í öllu. Við náum til dæmis ekki sömu einbeitingunni í vinnunni né sömu afköstunum og við annars gætum náð. Við erum ekki eins góð í samskiptum og við gætum almennt verið. Verkefnalistarnir okkar eru þar með líklegri til að virðast þyngri og jafnvel óyfirstíganlegri. Við verðum síður góð í að skipuleggja okkur vel eða forgangsraða rétt. Kvíði getur þannig verið eins og snjóbolti sem rúllar... En hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. Að leita hjálpar eða tala við vin/vinnufélaga Við getum verið stödd á mismunandi stað þegar að við erum kvíðin en aðalmálið er að ef þér finnst þú ekki ráða við aðstæður eða treystir þér ekki til að sporna við kvíða, er gott fyrsta skref að ræða við lækni eða sálfræðing. Því það að vera alltaf kvíðin eða jafnvel að kvíða fyrir því að verða kvíðin, er líðan sem gerir okkur erfitt fyrir í einkalífi og starfi. Ef við treystum okkur til að takast á við kvíðann, getur samt verið gott að ræða við vin. Þessi vinur getur verið maki, vinur/vinkona eða samstarfsfélagi. Mörgum kemur það á óvart hversu margir samsvara sig við að upplifa kvíða þegar fólk fer að tala saman. Öndunaræfingar eða hugleiðsla Hugleiðsla er mjög róandi fyrirbæri og á Youtube er hægt að finna ógrynni af hugleiðslum sem hjálpa fólki við að ná innri ró. Margar hugleiðslur eru hins vegar á ensku og henta því ekki öllum. Eins upplifir fólk oft að því vanti tækni til að hjálpa sér án þess að það taki of langan tíma. Eins og til dæmis í vinnunni. Þá er gott að grípa í öndunaræfingar. Að einbeita sér að önduninni í nokkrar mínútur er mjög einfalt og róandi. Á vinnustaðnum getum við jafnvel gert þetta inni á salerni þar sem enginn sér. En vittu til: Þetta hjálpar. Að sofa nóg og sofa vel Að sofa í sjö til átta klukkustundir á nóttu getur gert gæfumuninn. Allt verður einhvern veginn auðveldara viðfangs, bæði í einkalífi og starfi. Á netinu er hægt að finna fullt af góðum ráðum um það, hvernig við getum bætt svefninn okkar. Eins er hægt að leita til svefnráðgjafa eða ræða um svefninn við lækni ef þú telur þig þurfa hjálp til að ná tökum á góðum svefni. Hreyfing á þínum mælikvarða Það eru ekkert allir fyrir það að stunda líkamsrækt eða íþróttir. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að finna út úr því, hvernig við aukum á hreyfingu. Allt telur. Það að standa oftar upp í vinnunni. Ganga rösklega í heimilisverkin og líta á það að vaska upp og setja í þvottavél sem hluta af hreyfingu. Að fara í göngutúr. Að leggja bílnum lengra frá búðinni eða vinnustaðnum. Hver og einn getur reynt að auka við hreyfingu miðað við það mynstur sem er hjá hverjum og einum. Og oft leiðir þetta til þess að áhuginn á því að auka enn meira við hreyfingu eykst. Matarræði og vatn Hér gilda engin boð né bönn en rannsóknir hafa sýnt að góð næring og jafn blóðsykur yfir daginn, dregur úr líkunum á því að við séum kvíðin. Gott er að taka lítil skref því þau geta gert kraftaverk. Ef þú til dæmis setur þér það markmið að drekka 1,5-2 lítra af vatni á dag getur þetta eitt og sér dregið úr kvíða því hugurinn verður upptekin af því að sinna þessu markmiði og fyrir vikið víkur oft kvíði yfir einhverju öðru, til dæmis fréttum. Ýmiss önnur slökun Það eru alls kyns slökunarmöguleikar sem hægt er að horfa til. Heitt bað eða góð sturta. Lestur góðrar bókar. Nudd. Jóga. Koffínlaust grænt te. Í vinnunni er mikilvægt að passa að taka sér hvíldarpásur yfir daginn. Borða með vinnufélögum og tala um eitthvað annað en fréttir eða vinnuna. Við afköstum meira í vinnunni ef við tökum okkur hlé á milli verkefna og leyfum huganum að hvílast í smá stund. Þá getur ýmislegt á andlegum nótum hjálpað mikið. Að trúa á eitthvað getur því hjálpað, óháð því hvort fólk leitar þá í trúarbrögð og bænir eða jákvæða orku og alheiminn. Því öll mál leysast á endanum og engin vandamál eða staða er endanleg. Allt sem getur hjálpað okkur til að sporna við kvíða er því vel þess virði að huga að.
Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01
Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01