Zach Johnson verður fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 15:00 Zach Johnson hefur mikla reynslu og náði meðal annars að keppa á 69 risamótum í röð. AP/Matt York Zach Johnson fær það hlutverk að leiða lið Bandaríkjamanna á næsta Ryder-bikar í golfi en hann fer næst fram í Evrópu. Associated Press hefur heimildir fyrir því að Zach taki við starfinu af Steve Stricker en PGA ætlaði að tilkynna um næsta fyrirliða á blaðamannafundi á mánudaginn kemur. Ryder-bikarinn fer næst fram 29. september til 1. október 2023 hjá Marco Simone golfklúbbnum á Ítalíu. Zach Johnson will be at the helm when the U.S. heads to Italy for the 2023 Ryder Cup. https://t.co/qHnPbtGayK— SI Golf (@SI_Golf) February 23, 2022 Steve Stricker stýrði bandaríska liðinu til 19-9 sigurs í síðasta Ryderbikar í fyrrahaust. Johnson fær það stóra verkefni að reyna að vinna bikarinn á evrópskri grundu en því hefur bandaríska landsliðið ekki náð í þrjátíu ár eða síðan liðið vann á Spáni árið 1993. Hann hefur reynslu af Ryderbikarnum sem bæði keppandi og aðstoðarfyrirliði. Johnson hefur keppt fimm sinnum með bandaríska landsliðinu í Ryderbikarnum. Hann var í tapliði í fögur fyrstu skiptin (2006, 2010, 2012 og 2014) en vann Ryderbikarinn með bandaríska liðinu árið 2016. Report: Zach Johnson to captain U.S. Ryder Cup team in Italy in 2023 https://t.co/vfdWkeTe4k— Golfweek (@golfweek) February 23, 2022 Zach hefur unnið tvö risamót á ferlinum, vann Mastersmótið árið 2007 og Opna breska meistaramótið árið 2015. Í júlí í fyrra þá varð Zach að hætta við keppni á Opna breska meistaramótinu vegna kórónuveirusmits en hann hafði þá keppt á 69 risamótum í röð. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Associated Press hefur heimildir fyrir því að Zach taki við starfinu af Steve Stricker en PGA ætlaði að tilkynna um næsta fyrirliða á blaðamannafundi á mánudaginn kemur. Ryder-bikarinn fer næst fram 29. september til 1. október 2023 hjá Marco Simone golfklúbbnum á Ítalíu. Zach Johnson will be at the helm when the U.S. heads to Italy for the 2023 Ryder Cup. https://t.co/qHnPbtGayK— SI Golf (@SI_Golf) February 23, 2022 Steve Stricker stýrði bandaríska liðinu til 19-9 sigurs í síðasta Ryderbikar í fyrrahaust. Johnson fær það stóra verkefni að reyna að vinna bikarinn á evrópskri grundu en því hefur bandaríska landsliðið ekki náð í þrjátíu ár eða síðan liðið vann á Spáni árið 1993. Hann hefur reynslu af Ryderbikarnum sem bæði keppandi og aðstoðarfyrirliði. Johnson hefur keppt fimm sinnum með bandaríska landsliðinu í Ryderbikarnum. Hann var í tapliði í fögur fyrstu skiptin (2006, 2010, 2012 og 2014) en vann Ryderbikarinn með bandaríska liðinu árið 2016. Report: Zach Johnson to captain U.S. Ryder Cup team in Italy in 2023 https://t.co/vfdWkeTe4k— Golfweek (@golfweek) February 23, 2022 Zach hefur unnið tvö risamót á ferlinum, vann Mastersmótið árið 2007 og Opna breska meistaramótið árið 2015. Í júlí í fyrra þá varð Zach að hætta við keppni á Opna breska meistaramótinu vegna kórónuveirusmits en hann hafði þá keppt á 69 risamótum í röð.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira