Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 07:44 Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóðina í nótt. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína klukkan þrjú að íslenskum tíma þar sem hann sagðist hafa samþykkt hernaðaraðgerð í aðskilnaðarhéruðunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu. Pútín sagði að það væri óhjákvæmilegt að til átaka kæmi milli rússneskra og úkraínskra hersveita. Hann sagði einnig að Rússar ætli sér ekki að hernema úkraínskt landsvæði. Pútín sagði í ávarpi sínu að markmið Rússa með aðgerðunum væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann segir grassera í landinu. Rússar gætu ekki lengur sætt sig við það sem hann lýsir sem hótunum af hendi Úkraínumanna. Hvatti hann jafnframt úkraínska hermenn til að leggja niður vopn og að Úkraínustjórn bæri ábyrgð á öllum þeim blóðsúthellingum sem kynnu að verða. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað því að verið sé að ráðast á úkraínskar borgir heldur sé spjótum beint að innviðum úkraínska hersins, varnarkerfum og flugher landsins. Hátæknivopnum, mjög nákvæmum, séu notuð til þess, að því er segir í rússneska fjölmiðlinum RIA. Í ávarpi sínu varaði rússneski forsetinn jafnframt við því að önnur ríki færu að skipta sér af deilunni. Rússar myndu þannig bregðast við undir eins færi einhver þriðji aðili að skipta sér af.
Pútín sagði að það væri óhjákvæmilegt að til átaka kæmi milli rússneskra og úkraínskra hersveita. Hann sagði einnig að Rússar ætli sér ekki að hernema úkraínskt landsvæði. Pútín sagði í ávarpi sínu að markmið Rússa með aðgerðunum væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann segir grassera í landinu. Rússar gætu ekki lengur sætt sig við það sem hann lýsir sem hótunum af hendi Úkraínumanna. Hvatti hann jafnframt úkraínska hermenn til að leggja niður vopn og að Úkraínustjórn bæri ábyrgð á öllum þeim blóðsúthellingum sem kynnu að verða. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað því að verið sé að ráðast á úkraínskar borgir heldur sé spjótum beint að innviðum úkraínska hersins, varnarkerfum og flugher landsins. Hátæknivopnum, mjög nákvæmum, séu notuð til þess, að því er segir í rússneska fjölmiðlinum RIA. Í ávarpi sínu varaði rússneski forsetinn jafnframt við því að önnur ríki færu að skipta sér af deilunni. Rússar myndu þannig bregðast við undir eins færi einhver þriðji aðili að skipta sér af.
Rússland Átök í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23