Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Óttast að Ís­lendingar þurfi að halla sér að Evrópu­sam­bandinu

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Tals­maður Pútíns hrósar Rubio fyrir um­mæli um leppastríð

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram.

Erlent
Fréttamynd

Hlut­verk og sjálfs­mynd Ís­lands á al­þjóða­vett­vangi

Í ljósi stríðsins í Úkraínu og ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að fjármagna vopnakaup henni til stuðnings er mikilvægt að skoða mögulegar afleiðingar slíkrar stefnu. Jafnframt vaknar spurningin: Er sjálfsmynd okkar Íslendinga ekki lengur sú að vera hlutlaus friðflytjandi þjóð á alþjóðavísu, eins og hún hefur verið í aldanna rás?

Skoðun
Fréttamynd

Banda­ríkja­menn setja vopnasendingar á bið

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Hvað vakir fyrir utan­ríkis­ráð­herra?

Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Á kross­götum í Úkraínu

Þegar náungans veggur brennur er þínum hætt, segir Hóras. Þessi sannindi rómverska skáldsins eiga ekkert síður við á okkar dögum en þegar þeim var varpað fram á fyrstu öld fyrir Krist.

Skoðun
Fréttamynd

Starmer segir tíma að­gerða til kominn

Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð Banda­ríkja­manna mót­mæltu í nafni Úkraínu

Mótmæli til stuðnings Úkraínu hafa farið fram víða um Bandaríkin í dag. Tilefnið er uppákoman í Hvíta húsinu í fyrradag þegar rifrildi braust út á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, varaforsetans JD Vance og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta.

Erlent
Fréttamynd

Vonast til að geta átt gott sam­band við Trump

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington.

Erlent
Fréttamynd

Áður ó­séð hegðun Banda­ríkja­manna gagn­vart vinaþjóðum

Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí mætti í við­tal hjá Fox: Í­trekaði þakk­læti sitt til Banda­ríkjanna

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin.

Erlent
Fréttamynd

„Við gefumst ekki upp á ykkur“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi Íslands við Úkraínu eftir að upp úr sauð á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Innlent
Fréttamynd

„Nötur­legt að horfa upp á þetta“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld.

Erlent
Fréttamynd

Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heims­styrj­öld

Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld.

Erlent