Tuchel: Þurftum að þjást en gáfum aldrei færi á okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Thomas Tuchel segir að sigur sinna manna í kvöld hafi verið verðskuldaður. EPA-EFE/VICKIE FLORES Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var eðlilega ánægður með sigur sinna mann gegn Lille í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að þrátt fyrir erfiðan leik hafi sigurinn verið verðskuldaður. „Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
„Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira