Að kveðja á síðasta vinnudeginum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 07:01 Óháð því hvernig starfslok bera upp, skiptir miklu máli að kveðja alltaf vinnustaðinn í góðu síðasta vinnudaginn og muna að fyrrum samstarfsfélagar eru oft fólk sem ýmist verða vinir þínir áfram eða þú mætir á nýjum vettvangi síðar á lífsleiðinni. Vísir/Getty Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum. Hversu formleg eigum við að vera þennan síðasta dag? Vita allir að ég er að hætta? Eða hvað tekur við? Aðalmálið í þessu er að kveðja í góðu. Sama hvernig starfslokunum bar að. Því maður veit aldrei hvaða tækifæri geta gefist síðar á lífsleiðinni, svo lengi sem maður heldur öllum dyrum áfram opnum. Eitt sem mörgum finnst gott að gera, er að senda stuttan tölvupóst á samstarfsfélaga. Bara stutta kveðju um að dagurinn í dag hafi verið síðasti dagurinn, þakka öllum fyrir samstarfið. Ef það er óvissa um framhaldið og atvinnuleit framundan, er sniðugt að reyna að koma því að til samstarfsfólks að nú taki sá tími við og hér gildir engin feimni. Því atvinnuleit gengur meðal annars út á að nýta tengslanetið sitt og það eru meiri líkur á að fólk geti bent á þig, eða bent þér á eitthvað, ef fólk veit að atvinnuleit er framundan. Mörgum finnst líka gott að fá einhverjar upplýsingar um það, eða geta haft puttana í því, að semja hvernig out of office tölvupósturinn mun hljóma, eftir að þú ert hætt/ur. Þetta er ágætis atriði að kanna þegar líður að kveðjustund. Að senda tölvupóst til samstarfsfélaga er ekki eitthvað sem hentar öllum. Og á sumum vinnustöðum er staðið fyrir einhverri kveðju síðasta vinnudaginn. Til dæmis smá kaffisamsæti. Ef það er einhver samverustund skipulögð eða jafnvel kveðjupartí, er gott að vera búin að fara aðeins yfir það í huganum hvað og hvernig þú vilt koma ákveðnum upplýsingum á framfæri. Og alltaf þannig, að ekki sé að heyra neina beiskju af þinni hálfu að vera að hætta og kveðja, þótt starfslok hafi komið til með uppsögn. Eitt gott ráð sem nýtist öllum er að vera búin að fara yfir það í huganum, hvaða stundir þér fannst skemmtilegastar eða hvaða minningar standa uppúr. Rifja þær upp með vinnufélögunum og hafa gaman af. Stundum er síðasti vinnudagurinn kominn til hreinlega vegna þess að þér líkaði ekki starfið eða vinnustaðurinn og sagðir upp. Þegar svo er, þarf samt að muna að eftir situr fólk á vinnustaðnum sem er ánægt og ætlar að vera þar áfram. Þess vegna skiptir miklu máli að forðast alla neikvæðni í tali. Loks skiptir máli að sýna áhuga á því að vera áfram í sambandi. Því þegar kemur að næsta starfi eða næsta kafla í lífinu, getur vel verið að þetta tengslanet muni nýtast þér vel. Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Að halda fókus á ráðstefnum og fundum Hvort sem viðburður er haldinn rafrænt eða ekki, kannast margir við að missa einbeitinguna á ráðstefnum, málþingum, námskeiðum eða fundum. 11. febrúar 2022 07:01 Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið „Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja. 10. febrúar 2022 07:01 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00 Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Hversu formleg eigum við að vera þennan síðasta dag? Vita allir að ég er að hætta? Eða hvað tekur við? Aðalmálið í þessu er að kveðja í góðu. Sama hvernig starfslokunum bar að. Því maður veit aldrei hvaða tækifæri geta gefist síðar á lífsleiðinni, svo lengi sem maður heldur öllum dyrum áfram opnum. Eitt sem mörgum finnst gott að gera, er að senda stuttan tölvupóst á samstarfsfélaga. Bara stutta kveðju um að dagurinn í dag hafi verið síðasti dagurinn, þakka öllum fyrir samstarfið. Ef það er óvissa um framhaldið og atvinnuleit framundan, er sniðugt að reyna að koma því að til samstarfsfólks að nú taki sá tími við og hér gildir engin feimni. Því atvinnuleit gengur meðal annars út á að nýta tengslanetið sitt og það eru meiri líkur á að fólk geti bent á þig, eða bent þér á eitthvað, ef fólk veit að atvinnuleit er framundan. Mörgum finnst líka gott að fá einhverjar upplýsingar um það, eða geta haft puttana í því, að semja hvernig out of office tölvupósturinn mun hljóma, eftir að þú ert hætt/ur. Þetta er ágætis atriði að kanna þegar líður að kveðjustund. Að senda tölvupóst til samstarfsfélaga er ekki eitthvað sem hentar öllum. Og á sumum vinnustöðum er staðið fyrir einhverri kveðju síðasta vinnudaginn. Til dæmis smá kaffisamsæti. Ef það er einhver samverustund skipulögð eða jafnvel kveðjupartí, er gott að vera búin að fara aðeins yfir það í huganum hvað og hvernig þú vilt koma ákveðnum upplýsingum á framfæri. Og alltaf þannig, að ekki sé að heyra neina beiskju af þinni hálfu að vera að hætta og kveðja, þótt starfslok hafi komið til með uppsögn. Eitt gott ráð sem nýtist öllum er að vera búin að fara yfir það í huganum, hvaða stundir þér fannst skemmtilegastar eða hvaða minningar standa uppúr. Rifja þær upp með vinnufélögunum og hafa gaman af. Stundum er síðasti vinnudagurinn kominn til hreinlega vegna þess að þér líkaði ekki starfið eða vinnustaðurinn og sagðir upp. Þegar svo er, þarf samt að muna að eftir situr fólk á vinnustaðnum sem er ánægt og ætlar að vera þar áfram. Þess vegna skiptir miklu máli að forðast alla neikvæðni í tali. Loks skiptir máli að sýna áhuga á því að vera áfram í sambandi. Því þegar kemur að næsta starfi eða næsta kafla í lífinu, getur vel verið að þetta tengslanet muni nýtast þér vel.
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Að halda fókus á ráðstefnum og fundum Hvort sem viðburður er haldinn rafrænt eða ekki, kannast margir við að missa einbeitinguna á ráðstefnum, málþingum, námskeiðum eða fundum. 11. febrúar 2022 07:01 Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið „Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja. 10. febrúar 2022 07:01 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00 Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00
Að halda fókus á ráðstefnum og fundum Hvort sem viðburður er haldinn rafrænt eða ekki, kannast margir við að missa einbeitinguna á ráðstefnum, málþingum, námskeiðum eða fundum. 11. febrúar 2022 07:01
Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið „Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja. 10. febrúar 2022 07:01
Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00
Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01