„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 14:01 Lyubomyra Petruk segir íbúa Úkraínu búa sig undir stríð. Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39