Segja ásakanir fyrrverandi stjórnarmanns tilhæfulausar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:57 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Vilhelm Öryrkjabandalag Íslands segir að fyrrum stjórnarmaður í Hússjóði Öryrkjabandalagsins hafi farið fram með innistæðulausar ásakanir en umræddur stjórnarmaður hefur sakað stjórn ÖBÍ og formann bandalagsins um bolabrögð. Stjórnarmaðurinn segir alvarlegt spillingarmál hafi komið upp en sjóðurinn hefur stefnt ÖBÍ fyrir dómi vegna málsins. Öryrkjabandalag Íslands segir að fyrrum stjórnarmaður í Brynju - Hússjóði Öryrkjabandalagsins hafi farið fram með innistæðulausar ásakanir en umræddur stjórnarmaður hefur sakað stjórn ÖBÍ og formann bandalagsins um bolabrögð. „Öryrkjabandalag Íslands harmar að fyrrum stjórnarmaður í Brynju- hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafi ákveðið að fara fram með rakalausar og algerlega innistæðulausar ásakanir um sjóðinn og stjórn hans, sem og nafngreinda einstaklinga í stjórn ÖBÍ,“ segir í tilkynningu bandalagsins sem send var á fjölmiðla í dag. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Garðar Sverrisson, sem hefur setið í stjórn Hússjóðs Öryrkjabandalagsins um nokkurt skeið, hafi skrifað bréf til aðildarfélaga ÖBÍ um að upp hafi komið „alvarlegt spillingarmál.“ Að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins var Garðari tilkynnt af formanni ÖBÍ, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, að honum og tveimur öðrum stjórnarmönnum yrði skipt út fyrir nýja. ÖBÍ hefur verið stefnt fyrir dómi vegna málsins, af umboðslausri stjórn Hússjóðsins, þar sem krafist er að afturköllun umboðs þeirra þriggja verði ógilt. Þá er skorað á bandalagið að kjósa með lögmætum hætti í stjórnina að nýju. Greint var því á vef ÖBÍ fyrr í mánuðinum að stjórnarformaður sjóðsins skyldi víkja. Stjórnin í dag óumdeild Í yfirlýsingu um málið í dag segir að það hafi verið einróma ákvörðun stjórnar ÖBÍ að víkja Garðari úr stjórn Brynju þar sem hann hafði „hafði brotið gróflega gegn skyldum sínum og brugðist trausti ÖBÍ,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Stjórn Brynju- hússjóðs Öryrkjabandalagsins er í dag skipuð mjög hæfu fólki og er óumdeild. Rekstur sjóðsins er traustur og í góðum höndum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Bandalagið greindi frá því í tilkynningu fyrr í mánuðinum að fyrrverandi stjórnarformaður Brynju hafi verið látinn víkja þar sem hann virti að vettugi ákvarðanir bandalagsins um skipun nýrra stjórnarmanna. Þá hafði runnið út umboð tveggja aðalmanna og eins varamanns um áramótin. „Fráfarandi stjórnarformaður Brynju – hússjóðs ÖBÍ, hvers umboð var ekki runnið út, neitaði að una einróma kjöri nýrra stjórnarmeðlima og kom þannig í veg fyrir að stjórnin gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ segir í tilkynningu á vef bandalagsins frá 3. febrúar. Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands segir að fyrrum stjórnarmaður í Brynju - Hússjóði Öryrkjabandalagsins hafi farið fram með innistæðulausar ásakanir en umræddur stjórnarmaður hefur sakað stjórn ÖBÍ og formann bandalagsins um bolabrögð. „Öryrkjabandalag Íslands harmar að fyrrum stjórnarmaður í Brynju- hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafi ákveðið að fara fram með rakalausar og algerlega innistæðulausar ásakanir um sjóðinn og stjórn hans, sem og nafngreinda einstaklinga í stjórn ÖBÍ,“ segir í tilkynningu bandalagsins sem send var á fjölmiðla í dag. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Garðar Sverrisson, sem hefur setið í stjórn Hússjóðs Öryrkjabandalagsins um nokkurt skeið, hafi skrifað bréf til aðildarfélaga ÖBÍ um að upp hafi komið „alvarlegt spillingarmál.“ Að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins var Garðari tilkynnt af formanni ÖBÍ, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, að honum og tveimur öðrum stjórnarmönnum yrði skipt út fyrir nýja. ÖBÍ hefur verið stefnt fyrir dómi vegna málsins, af umboðslausri stjórn Hússjóðsins, þar sem krafist er að afturköllun umboðs þeirra þriggja verði ógilt. Þá er skorað á bandalagið að kjósa með lögmætum hætti í stjórnina að nýju. Greint var því á vef ÖBÍ fyrr í mánuðinum að stjórnarformaður sjóðsins skyldi víkja. Stjórnin í dag óumdeild Í yfirlýsingu um málið í dag segir að það hafi verið einróma ákvörðun stjórnar ÖBÍ að víkja Garðari úr stjórn Brynju þar sem hann hafði „hafði brotið gróflega gegn skyldum sínum og brugðist trausti ÖBÍ,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Stjórn Brynju- hússjóðs Öryrkjabandalagsins er í dag skipuð mjög hæfu fólki og er óumdeild. Rekstur sjóðsins er traustur og í góðum höndum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Bandalagið greindi frá því í tilkynningu fyrr í mánuðinum að fyrrverandi stjórnarformaður Brynju hafi verið látinn víkja þar sem hann virti að vettugi ákvarðanir bandalagsins um skipun nýrra stjórnarmanna. Þá hafði runnið út umboð tveggja aðalmanna og eins varamanns um áramótin. „Fráfarandi stjórnarformaður Brynju – hússjóðs ÖBÍ, hvers umboð var ekki runnið út, neitaði að una einróma kjöri nýrra stjórnarmeðlima og kom þannig í veg fyrir að stjórnin gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ segir í tilkynningu á vef bandalagsins frá 3. febrúar.
Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira