Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 3. október 2024 22:07 Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns Gunnarssonar Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, að Ölfusárbrú væri allt of dýr í þeirri mynd sem hún er áformuð. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns um að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. „Ég held að það sé nú ekki raunin. Við erum alltaf að reyna að finna þær brúargerðir sem henta á hverjum stað. Í þessu tilfelli erum við með aðstæður þar sem þarf að taka á mismunahreyfingum jarðskjálfta, við viljum ekki auka flóðahættu á Selfossi, og þess vegna þurfum við að brúa farveginn í einu lagi,“ segir Guðmundur. Vísanir Jóns til brúa yfir Borgarfjörð og Þorskafjörð, þar sem um 50 metrar eru á milli stöpla standist því ekki. Á fyrri stigum hafi þó verið horft til tveggja bogabrúa frá sitthvorum bakkanum sem myndu mætast á Efri-Laugardælareyju. „Sá kostur var metinn dýrari á sínum tíma, fyrir tíu, fimmtán árum. Þessi kostur, sem er stagbrú, hún var valin til frekari hönnunum,“ segir Guðmundur. Þá sé ekki raunhæft að hætta við smíði brúarinnar, líkt og Jón leggur til. „Svona mannvirki þykir hagkvæmt fyrir þær haflengdir og aðstæður sem eru fyrir hendi, þannig að sú athugasemd á kannski ekki alveg rétt á sér.“ Framkvæmdir hafa dregist, þar sem illa gengur að mæta skilyrði Alþingis um að veggjöld standi undir kostnaði framkvæmdarinnar, sem er áætlaður um 14 milljarðar með öllu. „Stakt veggjald sem er um 500 krónur fyrir fólksbíla, það ætti að standa undir. Fyrir þá sem nota mikið er það kannski 250 til 300 krónur.“ Í áætlunum Vegagerðarinnar var gert ráð fyrir að verksamningur kæmist á í júlí. „Nú er það kannski hjá ráðuneytunum að klára málið,“ segir Guðmundur. Nýja Ölfusárbrúin er teiknuð 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli.Vegagerðin Biðin fer illa í íbúa Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, segir að biðin eftir brúnni fari ekki vel í sig eða íbúa sveitarfélagsins. „Þessar tafir undanfarin ár eru ekki góðar fyrir svæðið. Það er hagsmunamál fyrir okkur íbúa á þessu svæði, og í raun Sunnlendinga alla, að ný Ölfusárbrú rísi sem allra fyrst til þess að bæta bæði öryggi og umferðarflæði,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.Vísir/Sigurjón Hann segir að þeir sem hafi komið á Selfoss undanfarið ættu að kannast við miklar tafir í kringum gömlu brúnna. Hvernig leggjast þessar hugmyndir Jóns í þig um öðruvísi og ódýrari brú? „Ég er nú ekki brúarhönnuður, en ef það er hægt að byggja hagkvæmt, og hagkvæmara, þá myndum við auðvitað styðja það. Ég tala nú ekki um ef það er hægt að byggja þessa brú eða hvaða aðra framkvæmd hraðar og með hagkvæmari hætti. Við verðum líka að treysta fagfólkinu sem er að vinna að þessu, að það sé bæði verið að gera þetta vel og hagkvæmt.“ Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Vegtollar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, að Ölfusárbrú væri allt of dýr í þeirri mynd sem hún er áformuð. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns um að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. „Ég held að það sé nú ekki raunin. Við erum alltaf að reyna að finna þær brúargerðir sem henta á hverjum stað. Í þessu tilfelli erum við með aðstæður þar sem þarf að taka á mismunahreyfingum jarðskjálfta, við viljum ekki auka flóðahættu á Selfossi, og þess vegna þurfum við að brúa farveginn í einu lagi,“ segir Guðmundur. Vísanir Jóns til brúa yfir Borgarfjörð og Þorskafjörð, þar sem um 50 metrar eru á milli stöpla standist því ekki. Á fyrri stigum hafi þó verið horft til tveggja bogabrúa frá sitthvorum bakkanum sem myndu mætast á Efri-Laugardælareyju. „Sá kostur var metinn dýrari á sínum tíma, fyrir tíu, fimmtán árum. Þessi kostur, sem er stagbrú, hún var valin til frekari hönnunum,“ segir Guðmundur. Þá sé ekki raunhæft að hætta við smíði brúarinnar, líkt og Jón leggur til. „Svona mannvirki þykir hagkvæmt fyrir þær haflengdir og aðstæður sem eru fyrir hendi, þannig að sú athugasemd á kannski ekki alveg rétt á sér.“ Framkvæmdir hafa dregist, þar sem illa gengur að mæta skilyrði Alþingis um að veggjöld standi undir kostnaði framkvæmdarinnar, sem er áætlaður um 14 milljarðar með öllu. „Stakt veggjald sem er um 500 krónur fyrir fólksbíla, það ætti að standa undir. Fyrir þá sem nota mikið er það kannski 250 til 300 krónur.“ Í áætlunum Vegagerðarinnar var gert ráð fyrir að verksamningur kæmist á í júlí. „Nú er það kannski hjá ráðuneytunum að klára málið,“ segir Guðmundur. Nýja Ölfusárbrúin er teiknuð 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli.Vegagerðin Biðin fer illa í íbúa Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, segir að biðin eftir brúnni fari ekki vel í sig eða íbúa sveitarfélagsins. „Þessar tafir undanfarin ár eru ekki góðar fyrir svæðið. Það er hagsmunamál fyrir okkur íbúa á þessu svæði, og í raun Sunnlendinga alla, að ný Ölfusárbrú rísi sem allra fyrst til þess að bæta bæði öryggi og umferðarflæði,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.Vísir/Sigurjón Hann segir að þeir sem hafi komið á Selfoss undanfarið ættu að kannast við miklar tafir í kringum gömlu brúnna. Hvernig leggjast þessar hugmyndir Jóns í þig um öðruvísi og ódýrari brú? „Ég er nú ekki brúarhönnuður, en ef það er hægt að byggja hagkvæmt, og hagkvæmara, þá myndum við auðvitað styðja það. Ég tala nú ekki um ef það er hægt að byggja þessa brú eða hvaða aðra framkvæmd hraðar og með hagkvæmari hætti. Við verðum líka að treysta fagfólkinu sem er að vinna að þessu, að það sé bæði verið að gera þetta vel og hagkvæmt.“
Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Vegtollar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira