Viðskipti innlent

Elín Pálmadóttir nýr sviðsstjóri hjá PwC

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Elín Pálmadóttir er nýr sviðsstjóri bókhalds og launa hjá PwC.
Elín Pálmadóttir er nýr sviðsstjóri bókhalds og launa hjá PwC.

Elín Pálmadóttir hefur tekið við sem sviðstjóri bókhalds og launa hjá PwC en sviðið aðstoðar fyrirtæki og rekstraraðila með bókhald, laun, ársreikninga og framtalsskil.

Elín hefur starfað hjá PwC frá árinu 2015 á endurskoðunarsviði. Á þeim tíma hefur hún leitt stór endurskoðunar- og reikningsskilaverkefni og er í hópi helstu sérfræðinga hjá félaginu.

Í tilkynningu um ráðninguna er vísað til þess að Elín hafi starfað við bókhald hjá Hagkaupum árið 2003 en hún var þá aðeins 15 ára gömul og sinni vinnunni samhliða skóla. Frá 2008 til 2011 starfaði hún á endurskoðunarstofunni Gæðaendurskoðun ehf. Og síðar á bókhaldsstofunni Bókhald og kennsla ehf.

Árið 2016 útskrifaðist hún með meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og árið 2019 hlaut hún löggildingu til endurskoðunarstarfa.

Þá hefur hún setið sem varamaður í prófnefnd og sem fulltrúi í aga-, laga- og samskiptanefnd viðurkenndra bókara undanfarin ár. Hún hlaut viðurkenningu bókara frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×