Mikilvægt að átta sig á snjóflóðahættu Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 17. febrúar 2022 21:42 Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu segir að aðstæður geti verið varasamar. Vísir/Egill Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega. „Nú er Veðurstofan búin að gefa út viðvörun á sínum vef þar sem á suðvesturhorninu er talsverð snjóflóðahætta í raun og veru. Það skapast náttúrulega bara af þeim umhleypingum sem hafa verið hér undanfarið þar sem að það eru veik lög undir talsvert miklu magni af snjó,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann bætir við að snjór geti auðveldlega safnast saman og skriðið af stað án mikils fyrirvara. Það sem snjó sé að finna og land halli upp á við sé eðli málsins samkvæmt alltaf möguleiki á snjóflóðum. Veðurstofan auk vefsíðunnar Safetravel.is vöruðu við snjóflóðahættu fyrr í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Á vef Veðurstofunnar segir að veikleikar hafi verið í snjónum í landshlutanum í síðustu viku og gera þurfi ráð fyrir að þeir séu enn til staðar. Guðbrandur Örn segir mikilvægt að göngufólk fylgist sérstaklega vel með. Fólk sé líklega öruggara á hefðbundnum gönguleiðum en það þurfi þó ekki endilega að vera. „Það er í rauninni líka mikilvægt að vita hvað snjóflóðahætta þýðir í raun og veru. Og verða sér út um þann búnað sem þarf til þess að verja sig ef maður ætlar að fara svona utan þessara hefðbundnu gönguleiða. Við erum með tvö nýleg dæmi þar sem að fólk hefur farist í snjóflóðum í Esjunni og svo eru eldri dæmi um það að fólk hafi farist hérna uppi í Þverfellshorni og hefur lent í snjóflóði og látist,“ segir Guðbrandur Örn. Veður Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Nú er Veðurstofan búin að gefa út viðvörun á sínum vef þar sem á suðvesturhorninu er talsverð snjóflóðahætta í raun og veru. Það skapast náttúrulega bara af þeim umhleypingum sem hafa verið hér undanfarið þar sem að það eru veik lög undir talsvert miklu magni af snjó,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann bætir við að snjór geti auðveldlega safnast saman og skriðið af stað án mikils fyrirvara. Það sem snjó sé að finna og land halli upp á við sé eðli málsins samkvæmt alltaf möguleiki á snjóflóðum. Veðurstofan auk vefsíðunnar Safetravel.is vöruðu við snjóflóðahættu fyrr í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Á vef Veðurstofunnar segir að veikleikar hafi verið í snjónum í landshlutanum í síðustu viku og gera þurfi ráð fyrir að þeir séu enn til staðar. Guðbrandur Örn segir mikilvægt að göngufólk fylgist sérstaklega vel með. Fólk sé líklega öruggara á hefðbundnum gönguleiðum en það þurfi þó ekki endilega að vera. „Það er í rauninni líka mikilvægt að vita hvað snjóflóðahætta þýðir í raun og veru. Og verða sér út um þann búnað sem þarf til þess að verja sig ef maður ætlar að fara svona utan þessara hefðbundnu gönguleiða. Við erum með tvö nýleg dæmi þar sem að fólk hefur farist í snjóflóðum í Esjunni og svo eru eldri dæmi um það að fólk hafi farist hérna uppi í Þverfellshorni og hefur lent í snjóflóði og látist,“ segir Guðbrandur Örn.
Veður Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36