Þriggja mánaða fangelsi eftir tálbeituaðgerð: Taldi sig hafa verið að tala við fjórtán ára stúlku Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 20:44 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm sinn í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa verið í samskiptum við einstakling á vefsíðunni Einkamál, sem hann hélt að væri fjórtán ára stúlka. Maðurinn sendi meðal annars mynd af getnaðarlim sínum og fór á fund einstaklingsins, sem hann hélt að væri unga stúlkan. Málið má rekja til ábendingar sem lögreglan fékk um myndband sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum í lok ágústmánaðar árið 2018. Í upphafi myndbandsins mátti sjá samskipti tveggja aðila á vefsíðunni Einkamál þar sem ákærði taldi sig hafa verið að tala við fjórtán ára stúlku. Síðar í myndbandinu var upptaka af því þegar karlmaðurinn hugðist hitta stúlkuna, en þar beið hans karlmaður á þrítugsaldri sem tók samskiptin upp á myndband. Um var að ræða tálbeitu óbreytts borgara. Héraðsdómur Suðurlands felldi dóm í málinu í gær. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en Jóhannes Gísli Eggertsson er maðurinn sem stóð á bak við tálbeituna. Hann taldi opinberar myndbirtingar af meintum afbrotamönnum réttlætanlegar: „Maður veit ekki hversu mörg börn menn gætu sært og hversu mörg börn myndu jafnvel fyrirfara sér út af einum manni,“ sagði hann í Íslandi í dag í september árið 2018. Í samskiptunum sem fram fóru á vefsíðu Einkamáls hugðist ákærði bjóða stúlkunni í ísbíltúr. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekki vita hvað hún væri gömul, og sagðist ekki hafa haft annan ásetning en að bjóða henni upp á ís. Samskipti þeirra hafi ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Hafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku Við síðari skýrslutöku af ákærða hélt hann því fram að hann hefði talið að stúlkan væri að minnsta kosti átján ára gömul. Það væri enda aldurstakmarkið á stefnumótasíðunni og hann ætti að geta treyst því að fólk færi eftir skilmálum. Hann réði ekki „fantasíum annarra“ eða hvað þeir vildu segjast vera. Borgarinn sem stóð fyrir tálbeitunni kvaðst hafa stofnað reikning á vefsíðunni og strax í upphafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku. Hann hélt því meðal annars fram að ákærði hafi viðhaft kynferðislega orðræðu og sent mynd af getnaðarlim sínum. Fyrir dómi voru lögð fram gögn af samskiptum mannanna tveggja af vefsvæði Einkamáls en þar kemur fram að karlmaðurinn, sem stóð fyrir tálbeituaðgerðinni, hafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku. „Ehmm…. Ég verð að byrja á því að segja þér að ég er 14 ára :P haha truflar það þig nokkuð?“ Ákærði svaraði í kjölfarið: „Nei það gerir það ekki ertu með email sem eg m afa til að tina þer ekki þegar em kemst að þvi hvað þu ert gömul?“ Vildi bjóða henni upp á ís Síðar hafi ákærði viljað spjalla meira og hafi í kjölfarið spurt út í kynlíf. Hvort „stúlkan“ hafi séð getnaðarlim og sendi í kjölfarið mynd af getnaðarlim sínum. Síðar hafi hann stungið upp á því að þau hittist frekar; hann gæti boðið henni upp á ís. Þau mæltu sér mót í kjölfarið en „stúlkan“ svaraði: „samt pabbahelgi núna þannig að ég fer í […] í kvöld.. en pabbi vinnu alltaf frá 6 á kvöldin til 8 á morgnana þannig að ég er ein heima í kvöld :D“ Ákærði kvaðst fyrir dómi hafa haldið að viðmælandinn hafi verið að atast í sér með ummælunum. Fundur þeirra fer fram í kjölfarið á ónefndum stað þar sem umrædd myndbandsupptaka, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, var tekin upp. Ákærði hefur ávallt neitað sök í málinu og bar því við að hann hugðist hitta viðmælandann til að staðreyna aldur. Hann hefði ekki áhuga á því að hitta einstakling undir lögaldri. Sekur um tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum Í dómi héraðsdóms segir að þrátt fyrir að átján ára aldurstakmark sé inn á stefnumótasíðuna hafi öll samskipti borið með sér að ákærði hafi talið sig vera fjórtán ára stúlku. Það hafi átt stoð í framburði ákærða, enda hafi hann viljað staðreyna aldur viðmælandans. Því taldi dómari að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Þá breytti engu hvort blygðunarsemi raunverulegs móttakanda skilaboðanna, mannsins á þrítugsaldri, hafi verið særð enda ákærði látið sér í léttu rúmi liggja hvort um væri að ræða fjórtán ára stúlku. Við ákvörðun refsingar þótti því rétt að líta til þess að dráttur hafi verið á rannsókn málsins og ákærða ekki um það kennt. Þá hafi hann ekki hlotið refsingu áður og var refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, en ákærði þarf ekki að sitja inni haldi hann almennt skilorð. Honum ber enn fremur að greiða rúma 1,2 milljón í sakarkostnað auk annars eins í lögmannskostnað. Reykjavík Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Tálbeituaðgerð óbreytts borgara á borði lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna daga. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 6. september 2018 13:30 Verkefnið ekki bara samfélagslegt heldur persónulegt: „Nokkrum árum seinna kærði ég“ Jóhannes Gísli Eggertsson er 24 ára gamall. Hann kallar sig „Jóa lífið“ á Facebook og Snapchat, en heitir ýmsum nöfnum á einkamál.is og Skype, þar sem hann leiðir menn með annarlegar hvatir í gildru – undir því yfirskini að hann sé stúlka fædd árið 2004. 7. september 2018 10:30 Skrautlegur ferill umdeildrar tálbeitu Jóhannes Gísli hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna umdeildra tælingaraðferða sinna á samfélagsmiðlum. 7. september 2018 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Málið má rekja til ábendingar sem lögreglan fékk um myndband sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum í lok ágústmánaðar árið 2018. Í upphafi myndbandsins mátti sjá samskipti tveggja aðila á vefsíðunni Einkamál þar sem ákærði taldi sig hafa verið að tala við fjórtán ára stúlku. Síðar í myndbandinu var upptaka af því þegar karlmaðurinn hugðist hitta stúlkuna, en þar beið hans karlmaður á þrítugsaldri sem tók samskiptin upp á myndband. Um var að ræða tálbeitu óbreytts borgara. Héraðsdómur Suðurlands felldi dóm í málinu í gær. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en Jóhannes Gísli Eggertsson er maðurinn sem stóð á bak við tálbeituna. Hann taldi opinberar myndbirtingar af meintum afbrotamönnum réttlætanlegar: „Maður veit ekki hversu mörg börn menn gætu sært og hversu mörg börn myndu jafnvel fyrirfara sér út af einum manni,“ sagði hann í Íslandi í dag í september árið 2018. Í samskiptunum sem fram fóru á vefsíðu Einkamáls hugðist ákærði bjóða stúlkunni í ísbíltúr. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekki vita hvað hún væri gömul, og sagðist ekki hafa haft annan ásetning en að bjóða henni upp á ís. Samskipti þeirra hafi ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Hafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku Við síðari skýrslutöku af ákærða hélt hann því fram að hann hefði talið að stúlkan væri að minnsta kosti átján ára gömul. Það væri enda aldurstakmarkið á stefnumótasíðunni og hann ætti að geta treyst því að fólk færi eftir skilmálum. Hann réði ekki „fantasíum annarra“ eða hvað þeir vildu segjast vera. Borgarinn sem stóð fyrir tálbeitunni kvaðst hafa stofnað reikning á vefsíðunni og strax í upphafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku. Hann hélt því meðal annars fram að ákærði hafi viðhaft kynferðislega orðræðu og sent mynd af getnaðarlim sínum. Fyrir dómi voru lögð fram gögn af samskiptum mannanna tveggja af vefsvæði Einkamáls en þar kemur fram að karlmaðurinn, sem stóð fyrir tálbeituaðgerðinni, hafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku. „Ehmm…. Ég verð að byrja á því að segja þér að ég er 14 ára :P haha truflar það þig nokkuð?“ Ákærði svaraði í kjölfarið: „Nei það gerir það ekki ertu með email sem eg m afa til að tina þer ekki þegar em kemst að þvi hvað þu ert gömul?“ Vildi bjóða henni upp á ís Síðar hafi ákærði viljað spjalla meira og hafi í kjölfarið spurt út í kynlíf. Hvort „stúlkan“ hafi séð getnaðarlim og sendi í kjölfarið mynd af getnaðarlim sínum. Síðar hafi hann stungið upp á því að þau hittist frekar; hann gæti boðið henni upp á ís. Þau mæltu sér mót í kjölfarið en „stúlkan“ svaraði: „samt pabbahelgi núna þannig að ég fer í […] í kvöld.. en pabbi vinnu alltaf frá 6 á kvöldin til 8 á morgnana þannig að ég er ein heima í kvöld :D“ Ákærði kvaðst fyrir dómi hafa haldið að viðmælandinn hafi verið að atast í sér með ummælunum. Fundur þeirra fer fram í kjölfarið á ónefndum stað þar sem umrædd myndbandsupptaka, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, var tekin upp. Ákærði hefur ávallt neitað sök í málinu og bar því við að hann hugðist hitta viðmælandann til að staðreyna aldur. Hann hefði ekki áhuga á því að hitta einstakling undir lögaldri. Sekur um tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum Í dómi héraðsdóms segir að þrátt fyrir að átján ára aldurstakmark sé inn á stefnumótasíðuna hafi öll samskipti borið með sér að ákærði hafi talið sig vera fjórtán ára stúlku. Það hafi átt stoð í framburði ákærða, enda hafi hann viljað staðreyna aldur viðmælandans. Því taldi dómari að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Þá breytti engu hvort blygðunarsemi raunverulegs móttakanda skilaboðanna, mannsins á þrítugsaldri, hafi verið særð enda ákærði látið sér í léttu rúmi liggja hvort um væri að ræða fjórtán ára stúlku. Við ákvörðun refsingar þótti því rétt að líta til þess að dráttur hafi verið á rannsókn málsins og ákærða ekki um það kennt. Þá hafi hann ekki hlotið refsingu áður og var refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, en ákærði þarf ekki að sitja inni haldi hann almennt skilorð. Honum ber enn fremur að greiða rúma 1,2 milljón í sakarkostnað auk annars eins í lögmannskostnað.
Reykjavík Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Tálbeituaðgerð óbreytts borgara á borði lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna daga. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 6. september 2018 13:30 Verkefnið ekki bara samfélagslegt heldur persónulegt: „Nokkrum árum seinna kærði ég“ Jóhannes Gísli Eggertsson er 24 ára gamall. Hann kallar sig „Jóa lífið“ á Facebook og Snapchat, en heitir ýmsum nöfnum á einkamál.is og Skype, þar sem hann leiðir menn með annarlegar hvatir í gildru – undir því yfirskini að hann sé stúlka fædd árið 2004. 7. september 2018 10:30 Skrautlegur ferill umdeildrar tálbeitu Jóhannes Gísli hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna umdeildra tælingaraðferða sinna á samfélagsmiðlum. 7. september 2018 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Tálbeituaðgerð óbreytts borgara á borði lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna daga. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 6. september 2018 13:30
Verkefnið ekki bara samfélagslegt heldur persónulegt: „Nokkrum árum seinna kærði ég“ Jóhannes Gísli Eggertsson er 24 ára gamall. Hann kallar sig „Jóa lífið“ á Facebook og Snapchat, en heitir ýmsum nöfnum á einkamál.is og Skype, þar sem hann leiðir menn með annarlegar hvatir í gildru – undir því yfirskini að hann sé stúlka fædd árið 2004. 7. september 2018 10:30
Skrautlegur ferill umdeildrar tálbeitu Jóhannes Gísli hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna umdeildra tælingaraðferða sinna á samfélagsmiðlum. 7. september 2018 11:15