Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2022 19:20 Sólveig Anna Jónsdóttir, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Guðmundur J. Baldursson tókust á um formannsembættið í Eflingu. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. Vikulangri kosningu til formanns og helmings stjórnar Eflingar lauk í gærkvöldi. A-listi uppstillingarnefdar hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 52 prósent og C-listi Guðmundar Baldurssonar 8 prósent. Sólveig Anna þakkar sigurinn þann mikla stuðning sem hún hafi fundið hjá félögum Eflingar. „Og svo þakka ég því líka að við höfum auðvitað sýnt á síðustu árum að við meinum það sem við segjum. Við erum tilbúin til að leggja allt í sölurnar til þess að berjast fyrir félagsfólk Eflingar. Það hlýtur auðvitað líka að hafa skilað þessari niðurstöðu,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga Adolfsdóttir formannsefni A-listans segir úrslitin vissulega vonbrigði. Listinn hafi ætlað sér að vinna. „Við virðumst hafa náð ákveðnu fylgi. Ég tel það góðan vísi á að það séu kannski ekki allir í Eflingu hlynntir orðræðu Sólveigar. Telja kannski ekki að það eigi að aðskilja starfsfólk skrifstofunnar og þeirra hagsmuni frá eflingarfélögum, að það sé sé rétta leiðin,“ segir Ólöf Helga. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningunum.Stöð 2/Egill Óróleikinn innan Eflingar undanfarin misseri hefur ekki farið framhjá neinum. Nú þegar Sólveig Anna hefur verið endurkjörin má telja víst að einhverjir starfsmanna Eflingar muni hugsa ráð sitt. Hún segir það í höndum starfsmanna hvernig samstarfið muni ganga. Sólveig Anna segist koma á ný inn á skrifstofuna sem lýðræðislega kjörinn formaður. Hún voni að allir skilji hvað í því felist. „Ég skil það. Félagar mínir skilja það. Það þýðir að ég kem þarna inn og ætlast auðvitað til þess að ég fái vinnufrið til að byrja að undirbúa kjarasamninga og til að leiða þessa mikilvægu baráttu. Við skulum bara sjá hvernig þetta fer,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga er starfandi varaformaður fram að aðalfundi Eflingar sem fyrirhugaður er í apríl og hefur starfað á skrifstofunni undanfarna mánuði. Finnur þú fyrir kvíða á meðal starfsmanna vegna þessarra úrslita? „Fólk er auðvitað bara að taka þetta inn. Melta þetta. Næstu dagar fara örugglega svolítið í það. Fólk þarf að skoða framtíðina og hvað það treystir sér til að gera í ljósi þess sem sannarlega hefur komið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Vikulangri kosningu til formanns og helmings stjórnar Eflingar lauk í gærkvöldi. A-listi uppstillingarnefdar hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 52 prósent og C-listi Guðmundar Baldurssonar 8 prósent. Sólveig Anna þakkar sigurinn þann mikla stuðning sem hún hafi fundið hjá félögum Eflingar. „Og svo þakka ég því líka að við höfum auðvitað sýnt á síðustu árum að við meinum það sem við segjum. Við erum tilbúin til að leggja allt í sölurnar til þess að berjast fyrir félagsfólk Eflingar. Það hlýtur auðvitað líka að hafa skilað þessari niðurstöðu,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga Adolfsdóttir formannsefni A-listans segir úrslitin vissulega vonbrigði. Listinn hafi ætlað sér að vinna. „Við virðumst hafa náð ákveðnu fylgi. Ég tel það góðan vísi á að það séu kannski ekki allir í Eflingu hlynntir orðræðu Sólveigar. Telja kannski ekki að það eigi að aðskilja starfsfólk skrifstofunnar og þeirra hagsmuni frá eflingarfélögum, að það sé sé rétta leiðin,“ segir Ólöf Helga. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningunum.Stöð 2/Egill Óróleikinn innan Eflingar undanfarin misseri hefur ekki farið framhjá neinum. Nú þegar Sólveig Anna hefur verið endurkjörin má telja víst að einhverjir starfsmanna Eflingar muni hugsa ráð sitt. Hún segir það í höndum starfsmanna hvernig samstarfið muni ganga. Sólveig Anna segist koma á ný inn á skrifstofuna sem lýðræðislega kjörinn formaður. Hún voni að allir skilji hvað í því felist. „Ég skil það. Félagar mínir skilja það. Það þýðir að ég kem þarna inn og ætlast auðvitað til þess að ég fái vinnufrið til að byrja að undirbúa kjarasamninga og til að leiða þessa mikilvægu baráttu. Við skulum bara sjá hvernig þetta fer,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga er starfandi varaformaður fram að aðalfundi Eflingar sem fyrirhugaður er í apríl og hefur starfað á skrifstofunni undanfarna mánuði. Finnur þú fyrir kvíða á meðal starfsmanna vegna þessarra úrslita? „Fólk er auðvitað bara að taka þetta inn. Melta þetta. Næstu dagar fara örugglega svolítið í það. Fólk þarf að skoða framtíðina og hvað það treystir sér til að gera í ljósi þess sem sannarlega hefur komið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51
Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55