Handbolti

Finnst vanta allt malt í HK-inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Illa hefur gengið hjá HK að undanförnu.
Illa hefur gengið hjá HK að undanförnu. vísir/hulda margrét

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að HK þurfi að leita aftur í grunninn til að komast á sigurbraut í Olís-deild kvenna á ný.

HK steinlá fyrir Val á laugardaginn, 23-14, og hefur tapað þremur leikjum í röð. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með níu stig, fimm stigum á eftir ÍBV og Stjörnunni sem eru í næstu sætum fyrir ofan.

En hvað vantar hjá Kópavogsliðinu? Svava Kristín Grétarsdóttir spurði þær Sólveigu Láru Kjærnested og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur þessarar spurningar í Seinni bylgjunni.

„Fleiri leikmenn. Ég veit það ekki. Kannski það sem við höfum talað um, að finna gildin sín, fyrir hvað þær ætla að standa. HK hefur alltaf verið lið sem gefst aldrei upp, berst og getur spilað hörkuvörn. Þær þurfa að byrja þar, finna varnarleikinn sinn og láta sóknarleikinn fylgja með,“ sagði Sólveig Lára.

„Þær laga ekki allt í einu og verða að byrja einhvers staðar. Þær geta spilað hörkuvörn og verið mjög erfiðar viðureignar.“

Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði HK

Anna Úrsúla er ekki hrifin af yfirbragðinu á liði HK í síðustu leikjum. „Holningin, þær voru með kassann úti og með svona fokkjú viðhorf, en ég það alls ekki núna. Ég veit að þið getið þetta en hvar er þetta?“ sagði Anna Úrsúla.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Að hafa hana og Karen saman í liði er smá svindl“

Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir áttu ríkan þátt í naumum sigri Fram á Haukum í toppslagnum í Olís-deildinni í handbolta um helgina og þær voru lofaðar í hástert í Seinni bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×