Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 07:00 Gera má ráð fyrir að svefnstjórnun sé fyrirbæri sem við munum heyra meira af næstu árin. En taki tíma að þróast. Svefnstjórnun vinnustaða er þó orðin að veruleika og ljóst að fyrirtæki eru farin að þreifa fyrir sér mismunandi aðferðum. Jafnvel að fólk hafi aðstöðu til að leggja sig á daginn í vinnunni. Vísir/Getty Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. Atvinnulífið hefur áður sagt frá því að vísindamenn hvetji stjórnendur til að skoða innleiðingu vinnustaða á svefnstjórnun. Enda margsannað að góður svefn getur skipt sköpum. Það er því ekki ólíklegt að svefnstjórnun sé fyrirbæri sem við munum heyra meira um á næstu árum. En taki nokkurn tíma að þróast. Í nýlegri umfjöllun BBC Worklife koma fram nokkur dæmi um mismunandi leiðir í svefnstjórnun og þá helst eftirfarandi þrjár: 8 – 8 – 8 Þessi aðferð gengur út á að fólk þrískipti sólahringnum: Vinni í átta klukkustundir, sofi í átta klukkustundir en nýti átta klukkustundir í annað. Til þess að þessi stefna gangi upp, þarf að tryggja að vinnudagarnir séu ekki lengri en átta klukkustundir. Sem fyrir sum fyrirtæki telst nokkuð stór breyting. Í viðtali við BBC Worklife segir stofnandi og forstjóri bandarísks tæknifyrirtækis til dæmis, að í tæknigeiranum hafi það lengi tíðkast að fólk vinnur langa vinnudaga. Og státi sig jafnvel af því að sofa lítið. Á vinnustöðum þar sem langir vinnudagar eru hluti af fyrirtækjamenningunni, getur 8-8-8 svefnstjórnunin því talist nokkuð viðamikil breyting. Að leggja sig í vinnunni Að geta tekið stuttan lúr í vinnunni er dæmi um svefnstjórnun. Google og Cisco eru dæmi um fyrirtæki sem lengi hafa boðið upp á aðstöðu fyrir starfsmenn sem vilja leggja sig stutta stund. Í umfjöllun BBC Worklife er líka sérstaklega sagt frá fyrirtækinu Zappos sem er með hægindarstóla sem aðstöðu fyrir starfsfólk sem vill leggja sig í 20 mínútur. Þá eru ýmiss evrópsk fyrirtæki farin að horfa aftur til síesta-hefðarinnar. Þar sem fólk leggur sig eftir hádegi á daginn. Síestan er enn þekkt víða á Ítalíu og á Spáni. En þar taka opnunartímar fyrirtækja þá mið af því að fólk geti lagt sig eftir hádegi, en mæti aftur til vinnu síðdegis og vinnu fram á kvöld. Fer svefninn í fyrsta sæti? Í kjölfar Covid er orðið ljóst að æ fleiri vinnustaðir leggja meiri áherslu en áður á góða líðan starfsfólks. Bæði líkamlega og andlega. Þá hafa mörg fyrirtæki lengi lagt áherslu á hreyfingu og góða næringu, boðið upp á styrki til að stunda hreyfingu, aðstöðu eða hvatt til hennar með öðrum hætti. Matur í mötuneytum er líka allt annar en áður var. Fræðsla um mat og hreyfingu, hópefli og fleira, er oft hluti af aðgerðum vinnustaða til að efla heilsu starfsfólks. Nú hefur svefninn bæst við og meðal þeirra sjónarmiða sem fram koma í fyrrgreindri umfjöllun er að þegar kemur að heilsu starfsfólks, ætti svefninn að vera sú áhersla sem vinnustaðir ættu að horfa mest á. Umfjöllun BBC Worklife má lesa hér. Góðu ráðin Stjórnun Heilsa Svefn Tengdar fréttir Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Atvinnulífið hefur áður sagt frá því að vísindamenn hvetji stjórnendur til að skoða innleiðingu vinnustaða á svefnstjórnun. Enda margsannað að góður svefn getur skipt sköpum. Það er því ekki ólíklegt að svefnstjórnun sé fyrirbæri sem við munum heyra meira um á næstu árum. En taki nokkurn tíma að þróast. Í nýlegri umfjöllun BBC Worklife koma fram nokkur dæmi um mismunandi leiðir í svefnstjórnun og þá helst eftirfarandi þrjár: 8 – 8 – 8 Þessi aðferð gengur út á að fólk þrískipti sólahringnum: Vinni í átta klukkustundir, sofi í átta klukkustundir en nýti átta klukkustundir í annað. Til þess að þessi stefna gangi upp, þarf að tryggja að vinnudagarnir séu ekki lengri en átta klukkustundir. Sem fyrir sum fyrirtæki telst nokkuð stór breyting. Í viðtali við BBC Worklife segir stofnandi og forstjóri bandarísks tæknifyrirtækis til dæmis, að í tæknigeiranum hafi það lengi tíðkast að fólk vinnur langa vinnudaga. Og státi sig jafnvel af því að sofa lítið. Á vinnustöðum þar sem langir vinnudagar eru hluti af fyrirtækjamenningunni, getur 8-8-8 svefnstjórnunin því talist nokkuð viðamikil breyting. Að leggja sig í vinnunni Að geta tekið stuttan lúr í vinnunni er dæmi um svefnstjórnun. Google og Cisco eru dæmi um fyrirtæki sem lengi hafa boðið upp á aðstöðu fyrir starfsmenn sem vilja leggja sig stutta stund. Í umfjöllun BBC Worklife er líka sérstaklega sagt frá fyrirtækinu Zappos sem er með hægindarstóla sem aðstöðu fyrir starfsfólk sem vill leggja sig í 20 mínútur. Þá eru ýmiss evrópsk fyrirtæki farin að horfa aftur til síesta-hefðarinnar. Þar sem fólk leggur sig eftir hádegi á daginn. Síestan er enn þekkt víða á Ítalíu og á Spáni. En þar taka opnunartímar fyrirtækja þá mið af því að fólk geti lagt sig eftir hádegi, en mæti aftur til vinnu síðdegis og vinnu fram á kvöld. Fer svefninn í fyrsta sæti? Í kjölfar Covid er orðið ljóst að æ fleiri vinnustaðir leggja meiri áherslu en áður á góða líðan starfsfólks. Bæði líkamlega og andlega. Þá hafa mörg fyrirtæki lengi lagt áherslu á hreyfingu og góða næringu, boðið upp á styrki til að stunda hreyfingu, aðstöðu eða hvatt til hennar með öðrum hætti. Matur í mötuneytum er líka allt annar en áður var. Fræðsla um mat og hreyfingu, hópefli og fleira, er oft hluti af aðgerðum vinnustaða til að efla heilsu starfsfólks. Nú hefur svefninn bæst við og meðal þeirra sjónarmiða sem fram koma í fyrrgreindri umfjöllun er að þegar kemur að heilsu starfsfólks, ætti svefninn að vera sú áhersla sem vinnustaðir ættu að horfa mest á. Umfjöllun BBC Worklife má lesa hér.
Góðu ráðin Stjórnun Heilsa Svefn Tengdar fréttir Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00
Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01