Tónlist

„Viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Enginn veit hverjir eru á bak við tónlistar refinn Nappa. Þó tilkynntu þeir blaðamanni að um sé að ræða hóp íslenskra tónlistarmanna sem koma annars fram undir venjulegu nafni. 
Enginn veit hverjir eru á bak við tónlistar refinn Nappa. Þó tilkynntu þeir blaðamanni að um sé að ræða hóp íslenskra tónlistarmanna sem koma annars fram undir venjulegu nafni.  Aðsend

Tónlistaratriðið Nappi var kynnt inn í liðnum „íslenskt og áhugavert“ á íslenska listanum á FM957 síðasta laugardag en mikil leynd hvílir yfir þessu verkefni. 

Blaðamaður hafði samband við Nappa í gegnum Instagram og fékk að heyra nánar frá þessu dularfulla verkefni en þar kom meðal annars fram að reyndir tónlistarmenn séu á bak við Nappa.

Tónlistin alltaf aðal málið

„Nappi er tónlistarverkefni sem hófst fyrir nokkru síðan og samanstendur af einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið viðloðnir tónlist meira og minna allt sitt líf. Ákveðið var í upphafi að nota listamannsnafn fyrir verkefnið til að fjarlægja einstaklingana sjálfa frá því og til þess leyfa tónlistinni að vera aðal málið, alltaf.

Við viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er.“

Undir áhrifum TikTok

Fyrsta lag sem Nappi sendir frá sér heitir Ég svíf og er að finna inn á streymisveitunni Spotify.

„Hugmyndin að laginu kviknaði eitt kvöldið í stúdíóinu og morguninn eftir var lagið tilbúið. Við höfum verið að fylgjast mikið með hvað er að gerast í tónlist á TikTok og reyna að greina hvaða stefnur og straumar ná þar í gegn en landslagið þar er virkilega áhugavert. Út frá því kom hljóðheimurinn í laginu og viðlagið er algjört TikTok viðlag ef svo mætti segja.

Aðalpersónunni í textanum þykir betra að „svífa í burtu“ en að takast á við öll vandamálin sín, tilfinning sem mörg okkar þekkja örugglega óþarflega vel.“

„Nappi ekki nappa“

Meðlimir Nappa segjast vera að vinna að nýju efni eins og stendur.

„En tíminn getur verið af skornum skammti þar sem meðlimir hafa í mörg horn að líta og eru meðfram verkefninu að búa til og flytja sína eigin tónlist undir sínum eigin nöfnum. Þetta lag er aðeins byrjunin þannig fylgist vel með Nappa í framtíðinni,“ segja þeir að lokum ásamt því að gefa til kynna að nafnið sæki innblástur í Dóru landkönnuð sem segir reglulega „Nappi ekki nappa!“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.