„Viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 16:30 Enginn veit hverjir eru á bak við tónlistar refinn Nappa. Þó tilkynntu þeir blaðamanni að um sé að ræða hóp íslenskra tónlistarmanna sem koma annars fram undir venjulegu nafni. Aðsend Tónlistaratriðið Nappi var kynnt inn í liðnum „íslenskt og áhugavert“ á íslenska listanum á FM957 síðasta laugardag en mikil leynd hvílir yfir þessu verkefni. Blaðamaður hafði samband við Nappa í gegnum Instagram og fékk að heyra nánar frá þessu dularfulla verkefni en þar kom meðal annars fram að reyndir tónlistarmenn séu á bak við Nappa. Tónlistin alltaf aðal málið „Nappi er tónlistarverkefni sem hófst fyrir nokkru síðan og samanstendur af einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið viðloðnir tónlist meira og minna allt sitt líf. Ákveðið var í upphafi að nota listamannsnafn fyrir verkefnið til að fjarlægja einstaklingana sjálfa frá því og til þess leyfa tónlistinni að vera aðal málið, alltaf. Við viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er.“ Undir áhrifum TikTok Fyrsta lag sem Nappi sendir frá sér heitir Ég svíf og er að finna inn á streymisveitunni Spotify. „Hugmyndin að laginu kviknaði eitt kvöldið í stúdíóinu og morguninn eftir var lagið tilbúið. Við höfum verið að fylgjast mikið með hvað er að gerast í tónlist á TikTok og reyna að greina hvaða stefnur og straumar ná þar í gegn en landslagið þar er virkilega áhugavert. Út frá því kom hljóðheimurinn í laginu og viðlagið er algjört TikTok viðlag ef svo mætti segja. Aðalpersónunni í textanum þykir betra að „svífa í burtu“ en að takast á við öll vandamálin sín, tilfinning sem mörg okkar þekkja örugglega óþarflega vel.“ „Nappi ekki nappa“ Meðlimir Nappa segjast vera að vinna að nýju efni eins og stendur. „En tíminn getur verið af skornum skammti þar sem meðlimir hafa í mörg horn að líta og eru meðfram verkefninu að búa til og flytja sína eigin tónlist undir sínum eigin nöfnum. Þetta lag er aðeins byrjunin þannig fylgist vel með Nappa í framtíðinni,“ segja þeir að lokum ásamt því að gefa til kynna að nafnið sæki innblástur í Dóru landkönnuð sem segir reglulega „Nappi ekki nappa!“ Íslenski listinn Tónlist Tengdar fréttir Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Nappa í gegnum Instagram og fékk að heyra nánar frá þessu dularfulla verkefni en þar kom meðal annars fram að reyndir tónlistarmenn séu á bak við Nappa. Tónlistin alltaf aðal málið „Nappi er tónlistarverkefni sem hófst fyrir nokkru síðan og samanstendur af einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið viðloðnir tónlist meira og minna allt sitt líf. Ákveðið var í upphafi að nota listamannsnafn fyrir verkefnið til að fjarlægja einstaklingana sjálfa frá því og til þess leyfa tónlistinni að vera aðal málið, alltaf. Við viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er.“ Undir áhrifum TikTok Fyrsta lag sem Nappi sendir frá sér heitir Ég svíf og er að finna inn á streymisveitunni Spotify. „Hugmyndin að laginu kviknaði eitt kvöldið í stúdíóinu og morguninn eftir var lagið tilbúið. Við höfum verið að fylgjast mikið með hvað er að gerast í tónlist á TikTok og reyna að greina hvaða stefnur og straumar ná þar í gegn en landslagið þar er virkilega áhugavert. Út frá því kom hljóðheimurinn í laginu og viðlagið er algjört TikTok viðlag ef svo mætti segja. Aðalpersónunni í textanum þykir betra að „svífa í burtu“ en að takast á við öll vandamálin sín, tilfinning sem mörg okkar þekkja örugglega óþarflega vel.“ „Nappi ekki nappa“ Meðlimir Nappa segjast vera að vinna að nýju efni eins og stendur. „En tíminn getur verið af skornum skammti þar sem meðlimir hafa í mörg horn að líta og eru meðfram verkefninu að búa til og flytja sína eigin tónlist undir sínum eigin nöfnum. Þetta lag er aðeins byrjunin þannig fylgist vel með Nappa í framtíðinni,“ segja þeir að lokum ásamt því að gefa til kynna að nafnið sæki innblástur í Dóru landkönnuð sem segir reglulega „Nappi ekki nappa!“
Íslenski listinn Tónlist Tengdar fréttir Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01