Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 10:39 Viðbragðsaðilar á slöngubát á Þingvallavatni í morgun. Vísir/Vilhelm Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. Þingvallavegur er opinn og ekki efni til að loka vegna þeirra aðgerða sem eru framundan við Ölfusvatnsvík í dag. Aðgerðir við Þingvallavatn stóðu yfir í allan gærdag á meðan bjart var og lauk um kvöldmatarleytið. Framan af degi leit út fyrir að erfitt gæti reynst að ná karlmönnunum fjórum af botni vatnsins vegna sentímetraþykks íslags á vatninu. Eftir hádegið var unnt að hefja aðgerðir. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi að aðgerðirnar í gær hafi gengið afar vel. Líkin voru flutt til Reykjavíkur og komið þar fyrir í kapellu þar sem aðstandur komu og báru kensl á sitt fólk og áttu stund með þeim. Í framhaldi af því voru líkin flutt til krufningar. Tekin var ákvörðun um að nota fjarstýrðan kafbát til að færa líkin upp til móts við kafara í gær. Ætlunin hafði verið að tryggja að allir þeir munir sem á þeim væru væru tryggðir með því að kafarar byggju um þau á botninum og lyfta þeim svo upp. Smákafbátur sem notaður var í gær til að ná þeim látnu upp úr vatninu. Hann virkar á 400 metra dýpi.Vísir/Vilhelm Lögregla segir að við þær aðstæður sem voru á vettvangi í gær og þá stöðu að þurfa að vera með báta á vatninu til að halda því opnu hafi ekki þótt rétt að eyða dýrmætum tíma í það. Því hafi verið gripið til þessa ráðs. Eftir skoðun í gærkvöldi virðist það ekki hafa haft áhrif á mikilvæga þætti við öflun gagna. Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang snemma í morgun og eru aðstæður veðurfarslega góðar. Þar er nú sex stiga frost og hægviðri. Hins vegar hefur vatnið lagt á ný og er nú verið að kanna hvort þykktin á ísnum sé slík að bátar ráði ekki við að brjóta sér leið um vatnið. Stund milli stríða hjá björgunarsveitarfólki á svæðinu.Vísir/Vilhelm Vera kann að nauðsynlegt verði að fresta aðgerðum um lengri tíma ef ekki er unnt að vinna á ísnum nú. „Ákveðið hefur verið að hleypa fjölmiðlum inn á vinnusvæðið nú. Þeir gefa sig fram við lokun við Þingvallaveg og ganga þaðan niður í búðirnar. Þá hefur verið ákveðið að heimila takmarkað drónaflug fjölmiðla þannig að drónar taki á loft frá þessu sama bílastæði en stjórnendur þeirra hafi áður upplýst lögreglumönn við lokun um þá fyrirætlan. Þannig geta lögreglumenn náð á stjórnendur strax ef kalla þarf loftför niður vegna annarra vinnu,“ segir í tilkynningunni. Stjórnstöðvarbíllinn frá Landsbjörg, betur þekktur sem Björninn, sem er á svæðinu við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Afþrýstiklefi á svæðinu sem kafarar geta nýtt séu þeir með afþrýstiáverka eða finni fyrir köfunarveiki.Vísir/Vilhelm Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Þingvallavegur er opinn og ekki efni til að loka vegna þeirra aðgerða sem eru framundan við Ölfusvatnsvík í dag. Aðgerðir við Þingvallavatn stóðu yfir í allan gærdag á meðan bjart var og lauk um kvöldmatarleytið. Framan af degi leit út fyrir að erfitt gæti reynst að ná karlmönnunum fjórum af botni vatnsins vegna sentímetraþykks íslags á vatninu. Eftir hádegið var unnt að hefja aðgerðir. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi að aðgerðirnar í gær hafi gengið afar vel. Líkin voru flutt til Reykjavíkur og komið þar fyrir í kapellu þar sem aðstandur komu og báru kensl á sitt fólk og áttu stund með þeim. Í framhaldi af því voru líkin flutt til krufningar. Tekin var ákvörðun um að nota fjarstýrðan kafbát til að færa líkin upp til móts við kafara í gær. Ætlunin hafði verið að tryggja að allir þeir munir sem á þeim væru væru tryggðir með því að kafarar byggju um þau á botninum og lyfta þeim svo upp. Smákafbátur sem notaður var í gær til að ná þeim látnu upp úr vatninu. Hann virkar á 400 metra dýpi.Vísir/Vilhelm Lögregla segir að við þær aðstæður sem voru á vettvangi í gær og þá stöðu að þurfa að vera með báta á vatninu til að halda því opnu hafi ekki þótt rétt að eyða dýrmætum tíma í það. Því hafi verið gripið til þessa ráðs. Eftir skoðun í gærkvöldi virðist það ekki hafa haft áhrif á mikilvæga þætti við öflun gagna. Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang snemma í morgun og eru aðstæður veðurfarslega góðar. Þar er nú sex stiga frost og hægviðri. Hins vegar hefur vatnið lagt á ný og er nú verið að kanna hvort þykktin á ísnum sé slík að bátar ráði ekki við að brjóta sér leið um vatnið. Stund milli stríða hjá björgunarsveitarfólki á svæðinu.Vísir/Vilhelm Vera kann að nauðsynlegt verði að fresta aðgerðum um lengri tíma ef ekki er unnt að vinna á ísnum nú. „Ákveðið hefur verið að hleypa fjölmiðlum inn á vinnusvæðið nú. Þeir gefa sig fram við lokun við Þingvallaveg og ganga þaðan niður í búðirnar. Þá hefur verið ákveðið að heimila takmarkað drónaflug fjölmiðla þannig að drónar taki á loft frá þessu sama bílastæði en stjórnendur þeirra hafi áður upplýst lögreglumönn við lokun um þá fyrirætlan. Þannig geta lögreglumenn náð á stjórnendur strax ef kalla þarf loftför niður vegna annarra vinnu,“ segir í tilkynningunni. Stjórnstöðvarbíllinn frá Landsbjörg, betur þekktur sem Björninn, sem er á svæðinu við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Afþrýstiklefi á svæðinu sem kafarar geta nýtt séu þeir með afþrýstiáverka eða finni fyrir köfunarveiki.Vísir/Vilhelm
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira