Fannst líklegra að hann yrði lukkudýr á EM en leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 09:02 Þráinn Orri Jónsson tekur utan um Nemanja Grbovic í leik Íslands og Svartfjallalands á EM í handbolta. getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon mættu í Seinni bylgjuna og fóru yfir atburðarrásina þegar þeir voru kallaðir út á Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í síðasta mánuði. Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30
Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30