Segja Sólveigu Önnu ljúga um umfang kvartana Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. febrúar 2022 13:34 Sólveig og Viðar hafa staðið í deilum við mikinn meirihluti starfsfólks skrifstofu Eflingar. vísir Hópur kvenna sem kvartaði undan framkomu Viðars Þorsteinssonar, þáverandi framkvæmdarstjóra Eflingar, sakar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um að hafa ekki brugðist við þeim kvörtunum. Þær segja Sólveigu Önnu ljúga þegar hún segist aðeins hafa „eftir krókaleiðum“ fengið umkvartanir í eitt skipti. Konurnar segjast oft hafa leitað til yfirmanna sinna sem hafi komið ábendingum áfram til Sólveigar Önnu. Ein þeirra segist hafa rætt beint við hana. Sólveig Anna segir þetta af og frá og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar. Kvartanir eftir „krókaleiðum“ bárust frá mannauðsstjóra Mannauðsstjóri Eflingar leitaði til Sólveigar, þáverandi formanns félagsins, í mars á síðasta ári með nafnlausar kvartanir sex kvenna af vinnustaðnum um framkomu og hegðun Viðars. Konurnar sex segjast hafa komið munnlegum kvörtunum til Sólveigar fyrr, ein með einkasamtali við hana en aðrar í gegn um yfirmenn sína. Sólveig hefur lýst því yfir að aðeins einu sinni hafi verið kvartað við hana vegna Viðars, þá eftir „krókaleiðum“ með nafnlausum kvörtunum. Vísar Sólveig þar til kvartana kvennanna sex, sem mannauðsstjórinn kom til hennar. Vísir hefur þessar kvartanir undir höndum og hefur rætt við konurnar sex. Aðeins tvær þeirra starfa enn á skrifstofu Eflingar en hinar fjórar voru ýmist reknar af Sólveigu og Viðari eftir kvartanir sínar eða hættu sjálfar á vinnustaðnum. Þær voru allar ráðnar inn á skrifstofuna eftir að Viðar og Sólveig tóku við forystu í félaginu árið 2018. Þvertekur fyrir að leitað hafi verið til sín fyrr Efni kvartananna rímar við niðurstöður vinnustaðagreiningar, sem gerð var á vinnustaðnum af sálfræði- og ráðgjafastofunni Líf og sál, sem var kynnt starfsmönnum Eflingar síðasta fimmtudag. Þar voru meðal annars stjórnarhættir Viðars og Sólveigar gagnrýndir og niðurstaðan sú að stór meirihluti starfsfólks Eflingar hafi upplifað framkomu Viðars sem einelti og fundist hann koma sérstaklega illa fram við konur á vinnustaðnum. Konurnar sex sem höfðu kvartað formlega yfir honum í gegn um mannauðsstjórann í byrjun síðasta árs tóku þó fæstar þátt í umræddri vinnustaðagreiningu, því sem fyrr segir starfa þær þar fæstar lengur. Í kjölfar þess að greint var frá vinnustaðagreiningunni sendi Sólveig frá sér pistil á Facebook þar sem hún segir það algerlega rangt sem þar kemur fram um að starfsfólk hafi margoft leitað til sín vegna illrar meðferðar Viðars: „Staðreyndin er sú að þetta er einfaldlega ósatt. Í eitt skipti var komið til mín eftir krókaleiðum. Mér var sýnt samansafn að ódagsettum og nafnlausum upplifunum einhverra sem störfuðu á skrifstofunni,“ skrifaði hún og vísar þar til þess þegar mannauðsstjórinn leitaði til hennar með kvartanir kvennanna sex. Konurnar segja Sólveigu hins vegar ljúga þarna; ein þeirra hafi átt persónulegt samtal við Sólveigu um vandamál sín í samskiptum við Viðar og að í nokkur skipti hafi starfsfólk á skrifstofunni fengið yfirmenn sína til að ræða framgöngu Viðars við Sólveigu. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu í dag segist hún standa við orð sín í pistlinum á Facebook og harðneitar fullyrðingum kvennanna. Aldrei hafi verið leitað til hennar áður en nafnlausu kvartanirnar bárust í gegn um mannauðsstjórann. Hún vildi ekki svara neinum frekari spurningum um málið og sagðist einfaldlega „blöskra þessar gegndarlausu árásir sem á mér dynja“. Sólveig Anna verður gestur Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag þar sem frambjóðendur til formanns takast á. Bein útsending verður hér. Undanfari uppþotsins í haust Eftir að mannauðsstjórinn sýndi Sólveigu kvartanirnar segja konurnar að ekkert hafi verið gert til að reyna að leysa málin. Sólveig hafi ekki brugðist við þeim með neinum hætti og þær hafi aldrei heyrt meira af málinu. Í kjölfarið hafi verið leitað til trúnaðarmanna starfsmanna skrifstofunnar og þeim gert grein fyrir vanlíðan starfsfólksins. Trúnaðarmennirnir tóku síðan stöðuna á ýmsum starfsmönnum og skrifuðu eftir það ályktun, sem send var á yfirmenn Eflingar í byrjun sumars 2021. Það var sú ályktun sem Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður Eflingar, fékk veður af og vildi að stjórnin fengi afhenta. Í kjölfarið hófust miklar deilur innan félagsins þar sem Viðar og Sólveig gagnrýndu til að mynda trúnaðarmennina harðlega fyrir að hafa komið skilaboðum starfsmannanna á framfæri og að lokum sagði Sólveig af sér sem formaður félagsins og Viðar sagði upp sem framkvæmdastjóri. Í pistlinum sem Sólveig birti á Facebook á fimmtudag gagnrýndi hún það að kvartanirnar sem mannauðsstjórinn kom með til hennar hafi verið nafnlausar og að hún hafi ekki fengið að halda þeim eftir að hún las þær yfir. Konurnar segja í samtali við fréttastofu að það hafi verið þeirra ósk að Sólveig fengi ekki að halda kvörtununum eftir af ótta við að hún myndi sýna Viðari þær og hann geta greint þannig hverjar hefðu skrifað þær. Þær töldu að um leið og Viðar vissi að þær hefðu kvartað undan sér myndi hann reyna að bola þeim úr starfi. Þremur þeirra var sagt upp síðar um árið. „Ég skrifa þetta nafnlaust vegna þess að ég óttast um starf mitt, raunar óttast allar konurnar á mínu sviði um störf sín og upplifa að það megi ekki koma með ábendingar eða kvarta yfir neinu sem við kemur verkferlum eða samskiptum á vinnustaðnum, sérstaklega ef það við kemur framkvæmdastjóra. Hann tekur gagnrýni ekki vel og það kemur í bakið á manni að opna munninn,“ skrifar ein til dæmis í upphafi kvörtunar sinnar. Saka Viðar um kvenfyrirlitningu Kvartanirnar ríma í öllum meginatriðum við það sem fram hefur komið eftir vinnustaðagreininguna um starfshætti Viðars. Konurnar kvarta þar undan framkomu yfirmanns síns gegn sér. Hann tali við þær af lítilsvirðingu, geri lítið úr sérfræðiþekkingu þeirra, sé einstaklega lélegur í að leysa vandamál sem upp koma á vinnustaðnum, baktali starfsfólk við annað starfsfólk. Þar kvarta tvær kvennanna einnig yfir því að Viðar komi mun verr fram við konur en karla á skrifstofunni: „Ég upplifi að Viðar vantreysti konum á vinnustaðnum, jafnvel þeim sem hafa mikla reynslu af stjórnunarstörfum og að hann efist almennt um heilindi þeirra. Ég sé mikinn mun á framkomu hans við karlana og framkomu hans við konurnar, hann efast ekki um getu karlanna til að ráða fram úr verkefnum sínum en hann reynir að stjórna konunum niður í minnstu smáatriði og sér til þess að þær séu alltaf á nálum og finni fyrir pressu og vantrausti.“ Baktali samstarfsmenn sína Í tveimur kvörtunum er Viðar sagður baktala starfsmenn sína við aðra á skrifstofunni: „Ég hef heyrt Viðar tala illa um annað starfsfólk sem lét mér líða illa og gróf undan trausti mínu til hans sem framkvæmdastjóra og fagmanns,“ segir í einni kvörtuninni og í annarri: „T.a.m. notar hann orðið „vitleysingur“ um fólk í áheyrn annarra. Hann tjáði mér að auki varðandi kollega hjá Eflingu, þegar ég gerði athugasemd um að viðkomandi hefði ekki verið boðuð á fund þar sem hennar viðfangsefni var til umfjöllunar, að „hún væri bara alls ekki að sinna starfi sínu“ eða „væri ekki að valda starfi sínu“ og hann væri í raun að fara að leggja niður starfið hennar.“ Konurnar segja að Sólveig hafi almennt ekki verið í miklum samskiptum við starfsfólk skrifstofunnar en þegar þær hafi verið ráðnar inn á vinnustaðinn hafi þær haft mikla trú á hennar sýn á verkalýðsbaráttuna. Þeim hafi þó sárnað mjög þegar hún brást ekki við kvörtunum þeirra um Viðar og almennt hefur öllu starfsliði skrifstofunnar sárnað orðræða bæði Viðars og Sólveigar um sig á samfélagsmiðlum, bæði í haust rétt eftir að þau hættu hjá félaginu og nú nýlega. Eins og ein skrifar í kvörtun sinni um Viðar: „Ef ekkert er að gert þá mun þetta enda illa, og það væri mikil synd. Ég hef trú á Sólveigu Önnu og baráttunni fyrir bættum kjörum félagsmanna Eflingar, ég vil ekki sjá þá mikilvægu vinnu fara forgörðum.“ Og veltir einnig upp spurningunni um hvort eðlilegt hvernig stéttarfélag taki svo illa á eigin starfsmannamálum: „Við erum stéttarfélag og ættum að vera fyrirmynd þegar kemur að starfsmannahaldi. Hvernig eigum við að hjálpa félagsmönnum eins og best verður á kosið ef samskipti og verkferlar á okkar eigin vinnustað eru í ólestri?“ Agnieszka gagnrýnir Sólveigu Núverandi formaður Eflingar, Agnieszka Ewa Ziółkowska, birti pistil hér á Vísi í dag þar sem hún gagnrýnir starfshætti Sólveigar en sjálf var Agnieszka varaformaður hennar. Agnieszka hefur lýst yfir stuðningi við framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur og situr í öðru sæti á lista hennar í formannskosningum félagsins sem hefjast á morgun og standa til 15. febrúar. „Á þremur árum hafa stjórnarhættir Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar kostað Eflingu gífurlegar fjárhæðir og mikinn mannauð. Baráttuhugurinn er til staðar í hreyfingunni, en Sólveig er sjálf orðin málsvari sundrungar,“ skrifar Agnieszka meðal annars. Hún segist hafa stutt Sólveigu Önnu heilshugar í baráttu hennar í upphafi. „Sólveig Anna er hins vegar ekki rétta manneskjan til að leiða baráttuna áfram og hefur sýnt það með óbilgirni og vangetu til að hlusta á raddir annarra en sína eigin. Þrátt fyrir að baráttuorð hennar tali um mikilvægi samstöðu þá sýna gjörðir hennar að sú samstaða sem hún kallar eftir er í raun aðeins blind hollusta og jafnvel það dugar varla til því hún hefur einangrað sig frá flestum þáttum starfseminnar og blandar nær aldrei geði við fólkið á gólfinu sem er helst í sambandi við félagsfólk og þekkir helst þann vanda sem verkalýðsfélögin glíma við. Ef stjórnandi á öðrum vinnustað en Eflingu myndi hegða sér með þessum hætti yrði það litið alvarlegum augum,“ skrifar Agnieszka. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mátti segja hvað sem er um mig“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. 7. nóvember 2021 14:37 „Þessi staða er algjörlega hennar“ „Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns. 7. nóvember 2021 20:00 Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Konurnar segjast oft hafa leitað til yfirmanna sinna sem hafi komið ábendingum áfram til Sólveigar Önnu. Ein þeirra segist hafa rætt beint við hana. Sólveig Anna segir þetta af og frá og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar. Kvartanir eftir „krókaleiðum“ bárust frá mannauðsstjóra Mannauðsstjóri Eflingar leitaði til Sólveigar, þáverandi formanns félagsins, í mars á síðasta ári með nafnlausar kvartanir sex kvenna af vinnustaðnum um framkomu og hegðun Viðars. Konurnar sex segjast hafa komið munnlegum kvörtunum til Sólveigar fyrr, ein með einkasamtali við hana en aðrar í gegn um yfirmenn sína. Sólveig hefur lýst því yfir að aðeins einu sinni hafi verið kvartað við hana vegna Viðars, þá eftir „krókaleiðum“ með nafnlausum kvörtunum. Vísar Sólveig þar til kvartana kvennanna sex, sem mannauðsstjórinn kom til hennar. Vísir hefur þessar kvartanir undir höndum og hefur rætt við konurnar sex. Aðeins tvær þeirra starfa enn á skrifstofu Eflingar en hinar fjórar voru ýmist reknar af Sólveigu og Viðari eftir kvartanir sínar eða hættu sjálfar á vinnustaðnum. Þær voru allar ráðnar inn á skrifstofuna eftir að Viðar og Sólveig tóku við forystu í félaginu árið 2018. Þvertekur fyrir að leitað hafi verið til sín fyrr Efni kvartananna rímar við niðurstöður vinnustaðagreiningar, sem gerð var á vinnustaðnum af sálfræði- og ráðgjafastofunni Líf og sál, sem var kynnt starfsmönnum Eflingar síðasta fimmtudag. Þar voru meðal annars stjórnarhættir Viðars og Sólveigar gagnrýndir og niðurstaðan sú að stór meirihluti starfsfólks Eflingar hafi upplifað framkomu Viðars sem einelti og fundist hann koma sérstaklega illa fram við konur á vinnustaðnum. Konurnar sex sem höfðu kvartað formlega yfir honum í gegn um mannauðsstjórann í byrjun síðasta árs tóku þó fæstar þátt í umræddri vinnustaðagreiningu, því sem fyrr segir starfa þær þar fæstar lengur. Í kjölfar þess að greint var frá vinnustaðagreiningunni sendi Sólveig frá sér pistil á Facebook þar sem hún segir það algerlega rangt sem þar kemur fram um að starfsfólk hafi margoft leitað til sín vegna illrar meðferðar Viðars: „Staðreyndin er sú að þetta er einfaldlega ósatt. Í eitt skipti var komið til mín eftir krókaleiðum. Mér var sýnt samansafn að ódagsettum og nafnlausum upplifunum einhverra sem störfuðu á skrifstofunni,“ skrifaði hún og vísar þar til þess þegar mannauðsstjórinn leitaði til hennar með kvartanir kvennanna sex. Konurnar segja Sólveigu hins vegar ljúga þarna; ein þeirra hafi átt persónulegt samtal við Sólveigu um vandamál sín í samskiptum við Viðar og að í nokkur skipti hafi starfsfólk á skrifstofunni fengið yfirmenn sína til að ræða framgöngu Viðars við Sólveigu. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu í dag segist hún standa við orð sín í pistlinum á Facebook og harðneitar fullyrðingum kvennanna. Aldrei hafi verið leitað til hennar áður en nafnlausu kvartanirnar bárust í gegn um mannauðsstjórann. Hún vildi ekki svara neinum frekari spurningum um málið og sagðist einfaldlega „blöskra þessar gegndarlausu árásir sem á mér dynja“. Sólveig Anna verður gestur Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag þar sem frambjóðendur til formanns takast á. Bein útsending verður hér. Undanfari uppþotsins í haust Eftir að mannauðsstjórinn sýndi Sólveigu kvartanirnar segja konurnar að ekkert hafi verið gert til að reyna að leysa málin. Sólveig hafi ekki brugðist við þeim með neinum hætti og þær hafi aldrei heyrt meira af málinu. Í kjölfarið hafi verið leitað til trúnaðarmanna starfsmanna skrifstofunnar og þeim gert grein fyrir vanlíðan starfsfólksins. Trúnaðarmennirnir tóku síðan stöðuna á ýmsum starfsmönnum og skrifuðu eftir það ályktun, sem send var á yfirmenn Eflingar í byrjun sumars 2021. Það var sú ályktun sem Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður Eflingar, fékk veður af og vildi að stjórnin fengi afhenta. Í kjölfarið hófust miklar deilur innan félagsins þar sem Viðar og Sólveig gagnrýndu til að mynda trúnaðarmennina harðlega fyrir að hafa komið skilaboðum starfsmannanna á framfæri og að lokum sagði Sólveig af sér sem formaður félagsins og Viðar sagði upp sem framkvæmdastjóri. Í pistlinum sem Sólveig birti á Facebook á fimmtudag gagnrýndi hún það að kvartanirnar sem mannauðsstjórinn kom með til hennar hafi verið nafnlausar og að hún hafi ekki fengið að halda þeim eftir að hún las þær yfir. Konurnar segja í samtali við fréttastofu að það hafi verið þeirra ósk að Sólveig fengi ekki að halda kvörtununum eftir af ótta við að hún myndi sýna Viðari þær og hann geta greint þannig hverjar hefðu skrifað þær. Þær töldu að um leið og Viðar vissi að þær hefðu kvartað undan sér myndi hann reyna að bola þeim úr starfi. Þremur þeirra var sagt upp síðar um árið. „Ég skrifa þetta nafnlaust vegna þess að ég óttast um starf mitt, raunar óttast allar konurnar á mínu sviði um störf sín og upplifa að það megi ekki koma með ábendingar eða kvarta yfir neinu sem við kemur verkferlum eða samskiptum á vinnustaðnum, sérstaklega ef það við kemur framkvæmdastjóra. Hann tekur gagnrýni ekki vel og það kemur í bakið á manni að opna munninn,“ skrifar ein til dæmis í upphafi kvörtunar sinnar. Saka Viðar um kvenfyrirlitningu Kvartanirnar ríma í öllum meginatriðum við það sem fram hefur komið eftir vinnustaðagreininguna um starfshætti Viðars. Konurnar kvarta þar undan framkomu yfirmanns síns gegn sér. Hann tali við þær af lítilsvirðingu, geri lítið úr sérfræðiþekkingu þeirra, sé einstaklega lélegur í að leysa vandamál sem upp koma á vinnustaðnum, baktali starfsfólk við annað starfsfólk. Þar kvarta tvær kvennanna einnig yfir því að Viðar komi mun verr fram við konur en karla á skrifstofunni: „Ég upplifi að Viðar vantreysti konum á vinnustaðnum, jafnvel þeim sem hafa mikla reynslu af stjórnunarstörfum og að hann efist almennt um heilindi þeirra. Ég sé mikinn mun á framkomu hans við karlana og framkomu hans við konurnar, hann efast ekki um getu karlanna til að ráða fram úr verkefnum sínum en hann reynir að stjórna konunum niður í minnstu smáatriði og sér til þess að þær séu alltaf á nálum og finni fyrir pressu og vantrausti.“ Baktali samstarfsmenn sína Í tveimur kvörtunum er Viðar sagður baktala starfsmenn sína við aðra á skrifstofunni: „Ég hef heyrt Viðar tala illa um annað starfsfólk sem lét mér líða illa og gróf undan trausti mínu til hans sem framkvæmdastjóra og fagmanns,“ segir í einni kvörtuninni og í annarri: „T.a.m. notar hann orðið „vitleysingur“ um fólk í áheyrn annarra. Hann tjáði mér að auki varðandi kollega hjá Eflingu, þegar ég gerði athugasemd um að viðkomandi hefði ekki verið boðuð á fund þar sem hennar viðfangsefni var til umfjöllunar, að „hún væri bara alls ekki að sinna starfi sínu“ eða „væri ekki að valda starfi sínu“ og hann væri í raun að fara að leggja niður starfið hennar.“ Konurnar segja að Sólveig hafi almennt ekki verið í miklum samskiptum við starfsfólk skrifstofunnar en þegar þær hafi verið ráðnar inn á vinnustaðinn hafi þær haft mikla trú á hennar sýn á verkalýðsbaráttuna. Þeim hafi þó sárnað mjög þegar hún brást ekki við kvörtunum þeirra um Viðar og almennt hefur öllu starfsliði skrifstofunnar sárnað orðræða bæði Viðars og Sólveigar um sig á samfélagsmiðlum, bæði í haust rétt eftir að þau hættu hjá félaginu og nú nýlega. Eins og ein skrifar í kvörtun sinni um Viðar: „Ef ekkert er að gert þá mun þetta enda illa, og það væri mikil synd. Ég hef trú á Sólveigu Önnu og baráttunni fyrir bættum kjörum félagsmanna Eflingar, ég vil ekki sjá þá mikilvægu vinnu fara forgörðum.“ Og veltir einnig upp spurningunni um hvort eðlilegt hvernig stéttarfélag taki svo illa á eigin starfsmannamálum: „Við erum stéttarfélag og ættum að vera fyrirmynd þegar kemur að starfsmannahaldi. Hvernig eigum við að hjálpa félagsmönnum eins og best verður á kosið ef samskipti og verkferlar á okkar eigin vinnustað eru í ólestri?“ Agnieszka gagnrýnir Sólveigu Núverandi formaður Eflingar, Agnieszka Ewa Ziółkowska, birti pistil hér á Vísi í dag þar sem hún gagnrýnir starfshætti Sólveigar en sjálf var Agnieszka varaformaður hennar. Agnieszka hefur lýst yfir stuðningi við framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur og situr í öðru sæti á lista hennar í formannskosningum félagsins sem hefjast á morgun og standa til 15. febrúar. „Á þremur árum hafa stjórnarhættir Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar kostað Eflingu gífurlegar fjárhæðir og mikinn mannauð. Baráttuhugurinn er til staðar í hreyfingunni, en Sólveig er sjálf orðin málsvari sundrungar,“ skrifar Agnieszka meðal annars. Hún segist hafa stutt Sólveigu Önnu heilshugar í baráttu hennar í upphafi. „Sólveig Anna er hins vegar ekki rétta manneskjan til að leiða baráttuna áfram og hefur sýnt það með óbilgirni og vangetu til að hlusta á raddir annarra en sína eigin. Þrátt fyrir að baráttuorð hennar tali um mikilvægi samstöðu þá sýna gjörðir hennar að sú samstaða sem hún kallar eftir er í raun aðeins blind hollusta og jafnvel það dugar varla til því hún hefur einangrað sig frá flestum þáttum starfseminnar og blandar nær aldrei geði við fólkið á gólfinu sem er helst í sambandi við félagsfólk og þekkir helst þann vanda sem verkalýðsfélögin glíma við. Ef stjórnandi á öðrum vinnustað en Eflingu myndi hegða sér með þessum hætti yrði það litið alvarlegum augum,“ skrifar Agnieszka.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mátti segja hvað sem er um mig“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. 7. nóvember 2021 14:37 „Þessi staða er algjörlega hennar“ „Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns. 7. nóvember 2021 20:00 Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
„Mátti segja hvað sem er um mig“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. 7. nóvember 2021 14:37
„Þessi staða er algjörlega hennar“ „Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns. 7. nóvember 2021 20:00
Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00
Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20