Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 23:58 Vladimír Pútín og Emmanuel Macron, forsetar Rússlands og Frakklands. AP/Sputnik Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að NATO væri máttugra en Rússland þegar kæmi að hefðbundnum hernaði en Rússlandi væri eitt stærsta kjarnorkuveldið. Þá sagði Pútín, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, að ef Úkraína myndi reyna að ná Krímskaga aftur myndi öll Evrópa dragast inn í stríðið á augabragði. Þetta sagði Pútín eftir fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Báðir lýstu þeir fundinum sem jákvæðum og Pútín sagði tillögur Macrons raunsæjar og hægt væri að nota þær til frekari viðræðna, samkvæmt frétt DW. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði. Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Pútín sagðist þó ekki þeirrar skoðunar að viðræðum væri lokið. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Alex Brandon Á meðan Pútín og Macron funduðu í Moskvu, funduðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í Hvíta húsinu í Washington D.C. og var sama málefni til umræðu þar. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir sífellt meiri áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. Samhliða því hefur Biden unnið að því að fylkja bandamönnum Bandaríkjanna í Evrópu um harðar refsiaðgerðir gegn Rússlandi komi til innrásar. NATO mun ekki styðja Úkraínu með beinum hætti en hafa verið að senda vopn til ríkisins. Eftir fund Bidens og Scholz sagði forsetinn að ef til innrásar kæmi myndu Þjóðverjar ekki taka Nord Stream 2 gasleiðsluna í notkun. Það er ný gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands en ríki Evrópu reiða sig að miklu leyti á gassendingar frá Rússlandi til orkuframleiðslu og húshitunar. „Það er nauðsynlegt fyrir Rússa að skilja að mun meira gæti gerst en þeir hafa gert sér grein fyrir,“ sagði Scholz um mögulegar refsiaðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ummæli sem vöktu athygli Ummæli Pútíns um Minsk-sáttmálann sem gerður var milli ríkisstjórnar Úkraínu og aðskilnaðarsinnanna að ekkert annað væri í boði en að virða hann, hafa vakið mikla umræðu. Pútín sagði að hvort sem Úkraínumönnum líkaði við hann eða ekki, þyrftu þeir að sætta sig við hann. Margir hafa vakið athygli á því að Pútín virtist hafa vitnað í gamalt rússneskt pönk-lag sem fjallar um náriðlun. Eins og blaðamaður Guardian bendir á í tístinu hér að neðan er það þó ekki ljóst og er tiltækið sagt hafa verið lengi í notkun. Putin to Ukraine on the Minsk agreement: "Whether you like it or not, bear with it my beauty." Apparently used with schoolkids, also can have worse connotations... and a tie-in to a 90s punk song about necrophilia. For more, see the replies https://t.co/4ZhJfdFBrh— Andrew Roth (@Andrew__Roth) February 7, 2022 Rússland Frakkland Úkraína Hernaður Bandaríkin Þýskaland Kjarnorka Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hann sagðist gera sér grein fyrir því að NATO væri máttugra en Rússland þegar kæmi að hefðbundnum hernaði en Rússlandi væri eitt stærsta kjarnorkuveldið. Þá sagði Pútín, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, að ef Úkraína myndi reyna að ná Krímskaga aftur myndi öll Evrópa dragast inn í stríðið á augabragði. Þetta sagði Pútín eftir fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Báðir lýstu þeir fundinum sem jákvæðum og Pútín sagði tillögur Macrons raunsæjar og hægt væri að nota þær til frekari viðræðna, samkvæmt frétt DW. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði. Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Pútín sagðist þó ekki þeirrar skoðunar að viðræðum væri lokið. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Alex Brandon Á meðan Pútín og Macron funduðu í Moskvu, funduðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í Hvíta húsinu í Washington D.C. og var sama málefni til umræðu þar. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir sífellt meiri áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. Samhliða því hefur Biden unnið að því að fylkja bandamönnum Bandaríkjanna í Evrópu um harðar refsiaðgerðir gegn Rússlandi komi til innrásar. NATO mun ekki styðja Úkraínu með beinum hætti en hafa verið að senda vopn til ríkisins. Eftir fund Bidens og Scholz sagði forsetinn að ef til innrásar kæmi myndu Þjóðverjar ekki taka Nord Stream 2 gasleiðsluna í notkun. Það er ný gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands en ríki Evrópu reiða sig að miklu leyti á gassendingar frá Rússlandi til orkuframleiðslu og húshitunar. „Það er nauðsynlegt fyrir Rússa að skilja að mun meira gæti gerst en þeir hafa gert sér grein fyrir,“ sagði Scholz um mögulegar refsiaðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ummæli sem vöktu athygli Ummæli Pútíns um Minsk-sáttmálann sem gerður var milli ríkisstjórnar Úkraínu og aðskilnaðarsinnanna að ekkert annað væri í boði en að virða hann, hafa vakið mikla umræðu. Pútín sagði að hvort sem Úkraínumönnum líkaði við hann eða ekki, þyrftu þeir að sætta sig við hann. Margir hafa vakið athygli á því að Pútín virtist hafa vitnað í gamalt rússneskt pönk-lag sem fjallar um náriðlun. Eins og blaðamaður Guardian bendir á í tístinu hér að neðan er það þó ekki ljóst og er tiltækið sagt hafa verið lengi í notkun. Putin to Ukraine on the Minsk agreement: "Whether you like it or not, bear with it my beauty." Apparently used with schoolkids, also can have worse connotations... and a tie-in to a 90s punk song about necrophilia. For more, see the replies https://t.co/4ZhJfdFBrh— Andrew Roth (@Andrew__Roth) February 7, 2022
Rússland Frakkland Úkraína Hernaður Bandaríkin Þýskaland Kjarnorka Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02