„Erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Sif Atladóttir var létt í bragði í viðtalinu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún ætlar sér stóra hluti á komandi leiktíð, meðal annars sæti í EM-hópnum sem fer til Englands í júlí. Stöð 2 Sif Atladóttir segir að það muni ekki hafa slæm áhrif á hjónabandið þó að eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, láti sér detta í hug að skipta henni af velli í leikjum Selfoss í sumar. Þau hafi lengi unnið náið og vel saman í fótboltanum. Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30