Viðskipti innlent

Hjalti Ragnar til Svars eftir tuttugu ár hjá Deloitte

Atli Ísleifsson skrifar
Hjalti Ragnar Eiríksson.
Hjalti Ragnar Eiríksson. Aðsend

Hjalti Ragnar Eiríksson, löggiltur endurskoðandi, hefur verið ráðinn til tæknifyrirtækisins Svars. Hann hefur um árabil starfað hjá Deloitte.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Segir að Hjalti hafi mikla reynslu á sínu sviði en á árunum 2000 til 2020 hafi hann starfað hjá endurskoðendaskrifstofunni Deloitte. „Árin 2014 – 2020 var hann meðal annars liðsstjóri yfir 30 manna sviði sem sérhæfði sig í gerð ársreikninga, skattframtala, bókhalds og launa.

Auk þess sinnti starfsfólk sviðsins rekstrarráðgjöf og sérfræðiþjónustu við meðalstór og vaxandi fyrirtæki. Hjalti var einnig um tíma útibússtjóri yfir skrifstofum Deloitte á Höfn og í Vestmannaeyjum.“

Haft er eftir Rúnari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Svars, að Hjalti komi til félagsins á hárréttum tíma enda í mörg horn að líta þegar kemur að tækni og þróun bókhalds og breytingarnar í geiranum hraðar og miklar.

Hjalti útskrifaðist með Cand Oceon próf frá Háskóla Íslands árið 2001 og hefur verið löggiltur endurskoðandi frá árinu 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×