Agla María skoraði en hinn nýliðinn fótbrotnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Agla María Albertsdóttir í búningi BK Häcken en hún byrjaði vel í sínum fyrsta leik í honum. Instagram/@aglamariaalberts Það var draumur og martröð hjá nýliðum sænska úrvalsdeildarliðsins BK Häcken en liðin í sænska kvennaboltanum eru farin að undirbúa sig fyrir komandi tímabili. Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu. Sænski boltinn Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu.
Sænski boltinn Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira