Ágreiningur meðal dýravina:Stjórn DÍS telur sig mega sitja undir dæmalausum dylgjum Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2022 17:02 Linda Karen og Rósa Líf vilja meina að DÍS hafi algerlega brugðist því hlutverki sínu að gæta velferðar dýra. Hallgerður er formaður stjórnar sem hefur sent frá sér svargrein þar sem sagt er að um dylgjur sé að ræða og tilhæfulausar ávirðingar. vísir Stjórn Dýraverndunarsambands Íslands (DÍS) vill árétt að félagið starfi nú sem endranær að velferð dýra en DÍS telur sig nú mega sitja undir dylgjum. Í morgun birtist grein á Vísi eftir þær Lindu Karen Gunnarsdóttur og Rósu Líf Darradóttur en þær eru hestafræðingur og læknir. Þar gagnrýna þær DÍS ákaft fyrir meðal annars það að leggjast ekki afdráttarlaust á sveif með Ingu Sæland og frumvarpi hennar þar sem lagt er bann við blóðmerahaldi. Skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra Þær vísa til umsagnar DÍS. „Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra,“ segir meðal annars í grein þeirra. En þar er þess krafist að haldinn verði aðalfundur hið fyrsta svo kjósa megi nýja stjórn: „Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta.“ Vísir setti sig í samband við formann DÍS, Hallgerði Hauksdóttur, en hún taldi vert að svar lægi fyrir í greinarformi, og þá frá stjórninni allri. Sú grein birtist nú fyrir stundu. Þar segir meðal annars að sambandið geti ekki lýst yfir fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að óathuguðu máli. Harma hinar meintu dylgjur „Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður.“ Í grein þeirra Karenar Lindu og Rósar Líf er því einnig haldið fram að fjármál DÍS séu í ólestri. Því er hafnað í greininni sem Hallgerður skrifar undir fyrir hönd stjórnar. „Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra,“ segir í lok greinarinnar. Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Félagasamtök Alþingi Tengdar fréttir „Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09 MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Í morgun birtist grein á Vísi eftir þær Lindu Karen Gunnarsdóttur og Rósu Líf Darradóttur en þær eru hestafræðingur og læknir. Þar gagnrýna þær DÍS ákaft fyrir meðal annars það að leggjast ekki afdráttarlaust á sveif með Ingu Sæland og frumvarpi hennar þar sem lagt er bann við blóðmerahaldi. Skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra Þær vísa til umsagnar DÍS. „Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra,“ segir meðal annars í grein þeirra. En þar er þess krafist að haldinn verði aðalfundur hið fyrsta svo kjósa megi nýja stjórn: „Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta.“ Vísir setti sig í samband við formann DÍS, Hallgerði Hauksdóttur, en hún taldi vert að svar lægi fyrir í greinarformi, og þá frá stjórninni allri. Sú grein birtist nú fyrir stundu. Þar segir meðal annars að sambandið geti ekki lýst yfir fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að óathuguðu máli. Harma hinar meintu dylgjur „Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður.“ Í grein þeirra Karenar Lindu og Rósar Líf er því einnig haldið fram að fjármál DÍS séu í ólestri. Því er hafnað í greininni sem Hallgerður skrifar undir fyrir hönd stjórnar. „Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra,“ segir í lok greinarinnar.
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Félagasamtök Alþingi Tengdar fréttir „Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09 MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
„Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57
Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02