„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 15:00 Hörður Orri er framkvæmdastjóri Herjólfs. vísir „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. Atvinnuréttindi skipstjórans runnu úr rétt fyrir jól en þrátt fyrir það hélt hann áfram að sigla Herjólfi. Samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Skipstjórinn skráði nöfn annarra skipstjóra í stað síns eigins án þeirra vitundar. Lítur þú svo á að skipstjórinn hafi teflt öryggi farþega í tvísýnu með því að sigla skipinu án þess að endurnýja réttindin? „Þetta er algjör dómgreindarbrestur að láta réttindin renna út. Það er hlutverk skipstjóra að passa að skírteinin séu í lagi. Það er alltaf á hans ábyrgð. Dómgreindarleysið gríðarlegt. En þó að réttindin renna út þá verður hann ekki vanhæfur til þess að sigla skipinu á einum degi. Hann hefur verið starfsmaður á Herjólfi í 20 ár og sinnt því vel.“ Starfsfólki brugðið Hörður segir að starfsfólki hafi orðið brugðið að heyra að hann skráði nöfn annarra starfsmanna í stað síns eigins. „Fólki er brugðið og þetta hefur tekið á áhöfn skipsins. Þetta er erfitt og flókið mál sem við erum að vinna í.“ Vísir greindi frá því fyrir helgi að lögreglurannsókn væri hafin á málinu en brot gegn lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Starfsmenn segja upp Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama vegna málsins og annarra ósátta. Aðspurður hvort þetta gefi til kynna að taka þurfi til í innri málum Herjólfs segir Hörður: „Þetta mál er til þess fallið að við þurfum klárlega að líta inn á við.“ Herjólfur Samgöngur Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Atvinnuréttindi skipstjórans runnu úr rétt fyrir jól en þrátt fyrir það hélt hann áfram að sigla Herjólfi. Samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Skipstjórinn skráði nöfn annarra skipstjóra í stað síns eigins án þeirra vitundar. Lítur þú svo á að skipstjórinn hafi teflt öryggi farþega í tvísýnu með því að sigla skipinu án þess að endurnýja réttindin? „Þetta er algjör dómgreindarbrestur að láta réttindin renna út. Það er hlutverk skipstjóra að passa að skírteinin séu í lagi. Það er alltaf á hans ábyrgð. Dómgreindarleysið gríðarlegt. En þó að réttindin renna út þá verður hann ekki vanhæfur til þess að sigla skipinu á einum degi. Hann hefur verið starfsmaður á Herjólfi í 20 ár og sinnt því vel.“ Starfsfólki brugðið Hörður segir að starfsfólki hafi orðið brugðið að heyra að hann skráði nöfn annarra starfsmanna í stað síns eigins. „Fólki er brugðið og þetta hefur tekið á áhöfn skipsins. Þetta er erfitt og flókið mál sem við erum að vinna í.“ Vísir greindi frá því fyrir helgi að lögreglurannsókn væri hafin á málinu en brot gegn lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Starfsmenn segja upp Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama vegna málsins og annarra ósátta. Aðspurður hvort þetta gefi til kynna að taka þurfi til í innri málum Herjólfs segir Hörður: „Þetta mál er til þess fallið að við þurfum klárlega að líta inn á við.“
Herjólfur Samgöngur Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17