Innlent

Vél frá Búda­pest lent í Skotlandi vegna veiks far­þega

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sjúkrabíll beið veiks farþega á flugvellinum.
Sjúkrabíll beið veiks farþega á flugvellinum. Aðsend

Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air.

Flugfarþegi um borð segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi virkað alvarlegt. Einstaklingurinn sem veiktist sé flogaveikur og honum hafi verið gefin sprauta. Það hafi þó ekki dugað til.

Læknir var um borð í vélinni sem hlúði að farþeganum og gaf honum súrefni í lendingu. Einstaklingurinn er sagður hafa verið meðvitundarlítill þar til lent var í Skotlandi og flugfarþegar voru nokkuð slegnir. Ekki er vitað hver líðan sjúklingsins er að svo stöddu.

Sjúkraliðar tóku á móti farþeganum við lendingu.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×