Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 11:40 Frá sendiráði Rússlands í Berlín. EPA/FELIPE TRUEBA Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir njósnir í Þýskalandi. Maðurinn starfaði hjá háskóla í Bæjaralandi en er sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til leyniþjónustu Rússlands og þá sérstaklega upplýsingum um þróun Ariane-eldflauga. Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa. Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa.
Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira