Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 10:24 Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. Í byrjun vikunnar greindist fyrsti íbúi Sunnuhlíðar með kórónuveiruna. Þetta er í fyrsta sinn á þeim nærri tveimur árum frá því veiran greindist fyrst hér á landi sem íbúi greinist með veiruna. Á heimilinu búa sextíu og sex íbúar og breiddi veiran hratt úr sér og nú hafa rúmlega þrjátíu íbúar greinst með veiruna. „Staðan er nokkuð þung en allt viðráðanlegt þar sem það er lítið um veikindi, og nánast eiginlega bara ekkert um veikindi, meðal heimilismanna,“ segir Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Hann segir mönnun nú meira vandamál en veikindi íbúa. Nokkur fjöldi starfsmanna sé nú í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. „Það eru nokkur afföll út af veirunni og við höfum þurft að loka stoðdeildum og flutt starfsfólk á milli deilda og það er eiginlega því að þakka hvað við erum með frábært starfsfólk að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.“ Hann segir þá íbúa sem veikst hafa vera með flensueinkenni. „Eins og er er þetta alveg viðráðanlegt en svo náttúrulega getur þetta aukist og þá náttúrulega versnar ástandið.“ Í byrjun árs greindist veiran á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, sem einnig er rekið af Vígdísarholti, en þar smituðust níu af tíu íbúum af veirunni. Kristján segir alla hafa orðið lítið veika þar. Sunnuhlíð hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Þá hafa íbúar verið færðir á milli staða innan heimilisins til að einangra íbúa með veiruna en nokkur tvíbýli eru í Sunnuhlíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Kópavogur Tengdar fréttir 27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Í byrjun vikunnar greindist fyrsti íbúi Sunnuhlíðar með kórónuveiruna. Þetta er í fyrsta sinn á þeim nærri tveimur árum frá því veiran greindist fyrst hér á landi sem íbúi greinist með veiruna. Á heimilinu búa sextíu og sex íbúar og breiddi veiran hratt úr sér og nú hafa rúmlega þrjátíu íbúar greinst með veiruna. „Staðan er nokkuð þung en allt viðráðanlegt þar sem það er lítið um veikindi, og nánast eiginlega bara ekkert um veikindi, meðal heimilismanna,“ segir Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur Sunnuhlíð. Hann segir mönnun nú meira vandamál en veikindi íbúa. Nokkur fjöldi starfsmanna sé nú í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. „Það eru nokkur afföll út af veirunni og við höfum þurft að loka stoðdeildum og flutt starfsfólk á milli deilda og það er eiginlega því að þakka hvað við erum með frábært starfsfólk að þetta er allt að ganga upp hjá okkur.“ Hann segir þá íbúa sem veikst hafa vera með flensueinkenni. „Eins og er er þetta alveg viðráðanlegt en svo náttúrulega getur þetta aukist og þá náttúrulega versnar ástandið.“ Í byrjun árs greindist veiran á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, sem einnig er rekið af Vígdísarholti, en þar smituðust níu af tíu íbúum af veirunni. Kristján segir alla hafa orðið lítið veika þar. Sunnuhlíð hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Þá hafa íbúar verið færðir á milli staða innan heimilisins til að einangra íbúa með veiruna en nokkur tvíbýli eru í Sunnuhlíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Kópavogur Tengdar fréttir 27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. 26. janúar 2022 10:05