Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. janúar 2022 21:45 Elín Björk er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. vísir/egill Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. Landfyllingin yrði annar áfangi í áformum meirihlutans í borginni um hinn svokallaða Nýja-Skerjafjörð, þar sem á að koma fyrir 1.300 nýjum íbúðum. Hluti þeirra á að rísa á landfyllingunni en sú framkvæmd er nú í skipulags- og umsagnaferli. Göngustígurinn með fram fjörunni er flestum íbúum Skerjafjarðar vel kunnur.vísir/egill Náttúruverndarsinnar eru ekki hrifnir af þessu enda segir í frummatsskýrslu um framkvæmdina að hún muni hafa neikvæð áhrif á allt lífkerfi svæðisins. „Mér finnst alveg galið að ætla að fylla upp í náttúrulega fjöru sem nýtur mikillar verndar fyrir í raun og veru lítinn hluta íbúða í þessu nýja hverfi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. Á þessari mynd sést grálitað hvar landfyllingin á að koma við hlið Reykjavíkurflugvallar: Hér sést fyrirhugað framkvæmdasvæðið afmarkað innan gulrar punktalínu. Gráa svæðið er landfyllingin en við hana á að reyna að endurskapa strönd með svipuðu lífkerfi og finnst nú í fjörunni. Ströndin er ein af fáum á höfuðborgarsvæðinu sem eru ósnert og er lífríki hennar í raun einstakt. Þar finnst svokallað klóþangsklungur, sem gerir svæðið að ríkulli matarkistu fyrir fugla. VG stendur alltaf með náttúrunni En hvað finnst Elínu um að hennar flokkur sem stendur fyrir náttúruvernd sé í meirihluta sem talar fyrir framkvæmdinni? „Ja, ég er auðvitað ekki í borginni sjálf en VG auðvitað stendur alltaf með náttúrunni. Það er bara einn borgarfulltrúi frá VG núna, við þurfum að bæta við okkur til að hafa meira að segja um þessi mál,“ segir Elín Björk. Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, og íbúi í Skerjafirði.vísir/egill „Ég held það sé bara mjög erfitt að halda þessu á lofti miðað við alla hina því það er auðvitað kannski bara ekki meirihluti fyrir náttúruvernd í núverandi meirihluta. Eða ég veit það ekki...“ heldur hún áfram. Standa víða vörð um náttúruleg kerfi Eini borgarfulltrúi Vinstri grænna segist hafa fullan skilning á þessum sjónarmiðum. „Þetta eru stóru viðfangsefnin okkar, það eru loftslagsbreytingar af mannavöldum og þá þurfum við að standa vörð um náttúrukerfi svo sannarlega. Og það erum við að gera á mörgum öðrum stöðum í borginni,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.vísir/egill Ef landfyllingin verður að raunveruleika verður þar reynt að koma á svipaðri strandlengju til að lífkerfið nái sér aftur með tíð og tíma. „Og ég er sannfærð um að við getum látið þetta spila allt saman; náttúruvernd, umhverfismál, borg sem stækkar og sjálfbær hverfi,“ segir Líf, sem telur flokkinn sannarlega ekki hafa tapað gildum sínum í borginni. Hann hafi meðal annars staðið fyrir gríðarmiklum friðlýsingum á ýmsum ósnertum svæðum á síðustu misserum. Umhverfismál Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Landfyllingin yrði annar áfangi í áformum meirihlutans í borginni um hinn svokallaða Nýja-Skerjafjörð, þar sem á að koma fyrir 1.300 nýjum íbúðum. Hluti þeirra á að rísa á landfyllingunni en sú framkvæmd er nú í skipulags- og umsagnaferli. Göngustígurinn með fram fjörunni er flestum íbúum Skerjafjarðar vel kunnur.vísir/egill Náttúruverndarsinnar eru ekki hrifnir af þessu enda segir í frummatsskýrslu um framkvæmdina að hún muni hafa neikvæð áhrif á allt lífkerfi svæðisins. „Mér finnst alveg galið að ætla að fylla upp í náttúrulega fjöru sem nýtur mikillar verndar fyrir í raun og veru lítinn hluta íbúða í þessu nýja hverfi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. Á þessari mynd sést grálitað hvar landfyllingin á að koma við hlið Reykjavíkurflugvallar: Hér sést fyrirhugað framkvæmdasvæðið afmarkað innan gulrar punktalínu. Gráa svæðið er landfyllingin en við hana á að reyna að endurskapa strönd með svipuðu lífkerfi og finnst nú í fjörunni. Ströndin er ein af fáum á höfuðborgarsvæðinu sem eru ósnert og er lífríki hennar í raun einstakt. Þar finnst svokallað klóþangsklungur, sem gerir svæðið að ríkulli matarkistu fyrir fugla. VG stendur alltaf með náttúrunni En hvað finnst Elínu um að hennar flokkur sem stendur fyrir náttúruvernd sé í meirihluta sem talar fyrir framkvæmdinni? „Ja, ég er auðvitað ekki í borginni sjálf en VG auðvitað stendur alltaf með náttúrunni. Það er bara einn borgarfulltrúi frá VG núna, við þurfum að bæta við okkur til að hafa meira að segja um þessi mál,“ segir Elín Björk. Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, og íbúi í Skerjafirði.vísir/egill „Ég held það sé bara mjög erfitt að halda þessu á lofti miðað við alla hina því það er auðvitað kannski bara ekki meirihluti fyrir náttúruvernd í núverandi meirihluta. Eða ég veit það ekki...“ heldur hún áfram. Standa víða vörð um náttúruleg kerfi Eini borgarfulltrúi Vinstri grænna segist hafa fullan skilning á þessum sjónarmiðum. „Þetta eru stóru viðfangsefnin okkar, það eru loftslagsbreytingar af mannavöldum og þá þurfum við að standa vörð um náttúrukerfi svo sannarlega. Og það erum við að gera á mörgum öðrum stöðum í borginni,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.vísir/egill Ef landfyllingin verður að raunveruleika verður þar reynt að koma á svipaðri strandlengju til að lífkerfið nái sér aftur með tíð og tíma. „Og ég er sannfærð um að við getum látið þetta spila allt saman; náttúruvernd, umhverfismál, borg sem stækkar og sjálfbær hverfi,“ segir Líf, sem telur flokkinn sannarlega ekki hafa tapað gildum sínum í borginni. Hann hafi meðal annars staðið fyrir gríðarmiklum friðlýsingum á ýmsum ósnertum svæðum á síðustu misserum.
Umhverfismál Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01
Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent