Kokteilboð á kostnað almennings Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:00 Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Alþingi Utanríkismál Háskólar Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun