Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 25. febrúar 2025 12:46 Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda er ekki að þeir nenni ekki að læra málið, þjóðargersemina, stolt vort og arfleifð. NEI! Aðalvandamálið er samfélag sem EKKI býður fólk velkomið í (mál)samfélagið með þeim kröfum og hvata sem þar þurfa, verða og eiga að fylgja. Það allt nefnilega í lagi að gera kröfu um íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags og fólk á ekki að vera feimið við það. Það er engin, alls enginn, dónaskapur fólginn í því að vilja tala íslensku á Íslandi. En það er samt engin þörf á að sýna dónaskap þegar maður fer fram á það og ber og að hafa í huga að máske þurfi að einfalda mál sitt til að allt komist til skila. En alltént! Séu fáir sem kunna skil á íslensku er það vegna leti samfélagsins, yfirvaldsins, málhafa íslensku, móðurmálshafa og þeirra sem kunna góð skil á málinu við að miðla málinu, við að gera kröfur um íslensku, við að segja: „Hey, ég nenni ekki að tala við þig ensku, en ég skal mjög gjarnan tala við þig íslensku og gera allt sem ég get til að þú skiljir og ég skilji þig. Finnum leið saman.“ Eins og staðan er núna er viðhorfið: Farðu í skóla, lærðu þar en tölum svo bara ensku (meira að segja þeir sem eiga erlendan maka nenna ekki að leggja á sig að miðla málinu) þangað til þú masterar málið, því ég nenni ekki að leggja neitt á mig, ég vil bara geta kvartað undan fólki sem nennir ekki að læra málið og búa til aðgreiningu. Það er svo gaman að geta sagt: Þessir xxxxxxx útlendingar nenna ekki að læra þá víkingadásemd sem íslenskan er. Eitthvað sem er algjört bull. Við höfum málið í okkar höndum og það er okkar að miðla því, það er okkar að fara fram á að málið sé notað og hjálpa til við máltileinkun. En hey, kannski vilja Íslendingar bara hreinlega ekki að innflytjendur verði hluti samfélagsins. Það skyldi þó aldrei vera raunin að allur fagurgalinn um fjölmenningu nái bara til þess að borða fokking kebab og framandi mat borin fram af enskumælandi, oft varla það, láglaunafólki! Já, og svo má tala um það hjá Gísla Marteini löðrandi í skinhelgi og þvælu þess sem veit ekkert um málið en er góður að búa til grípandi frasa. Við búum í andlega lötu samfélagi með uppgerðargóðmennsku og hananú! Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda er ekki að þeir nenni ekki að læra málið, þjóðargersemina, stolt vort og arfleifð. NEI! Aðalvandamálið er samfélag sem EKKI býður fólk velkomið í (mál)samfélagið með þeim kröfum og hvata sem þar þurfa, verða og eiga að fylgja. Það allt nefnilega í lagi að gera kröfu um íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags og fólk á ekki að vera feimið við það. Það er engin, alls enginn, dónaskapur fólginn í því að vilja tala íslensku á Íslandi. En það er samt engin þörf á að sýna dónaskap þegar maður fer fram á það og ber og að hafa í huga að máske þurfi að einfalda mál sitt til að allt komist til skila. En alltént! Séu fáir sem kunna skil á íslensku er það vegna leti samfélagsins, yfirvaldsins, málhafa íslensku, móðurmálshafa og þeirra sem kunna góð skil á málinu við að miðla málinu, við að gera kröfur um íslensku, við að segja: „Hey, ég nenni ekki að tala við þig ensku, en ég skal mjög gjarnan tala við þig íslensku og gera allt sem ég get til að þú skiljir og ég skilji þig. Finnum leið saman.“ Eins og staðan er núna er viðhorfið: Farðu í skóla, lærðu þar en tölum svo bara ensku (meira að segja þeir sem eiga erlendan maka nenna ekki að leggja á sig að miðla málinu) þangað til þú masterar málið, því ég nenni ekki að leggja neitt á mig, ég vil bara geta kvartað undan fólki sem nennir ekki að læra málið og búa til aðgreiningu. Það er svo gaman að geta sagt: Þessir xxxxxxx útlendingar nenna ekki að læra þá víkingadásemd sem íslenskan er. Eitthvað sem er algjört bull. Við höfum málið í okkar höndum og það er okkar að miðla því, það er okkar að fara fram á að málið sé notað og hjálpa til við máltileinkun. En hey, kannski vilja Íslendingar bara hreinlega ekki að innflytjendur verði hluti samfélagsins. Það skyldi þó aldrei vera raunin að allur fagurgalinn um fjölmenningu nái bara til þess að borða fokking kebab og framandi mat borin fram af enskumælandi, oft varla það, láglaunafólki! Já, og svo má tala um það hjá Gísla Marteini löðrandi í skinhelgi og þvælu þess sem veit ekkert um málið en er góður að búa til grípandi frasa. Við búum í andlega lötu samfélagi með uppgerðargóðmennsku og hananú! Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun