Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:45 Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður NATO Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun