Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2022 12:12 Alma Möller landlæknir vissi ekkert af málinu að sögn aðstoðarmanns hennar. Vísir/Vilhelm Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. Einar Hermannsson sagði í gær af sér sem formaður SÁÁ eftir að Stundin greindi frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Í dag birti Stundin skjáskot af samskiptum Einars við konuna þar sem sést að hann keypti vændi af henni en konan er sjálf meðal skjólstæðinga samtakanna. Vissu ekki af málinu Í umfjöllun Stundarinnar segir að Embætti landlæknis hafi verið upplýst um málið árið 2020. Er haft eftir ónefndum heilbrigðisstarfsmanni að hann hafi haft samband við embættið. Hann segist í samtali við Stundina hafa fengið þar góð svör um í hvaða farveg málið færi, hvaða ferli færi í gang hjá embættinu. „Stuttu seinna hætti skjólstæðingur minn við að kæra viðkomandi mann þannig að ég fór ekki lengra með málið hjá landlækni,“ segir heilbrigðisstarfsmaðurinn í samtali við Stundina. Málið hafi því aldrei verið tilkynnt með formlegum hætti þótt leitað hafi verið til embættisins. Embætti landlæknis kannast ekki við málið. „Nei, landlæknir og embætti landlæknis kannast ekki við að hafa fengið neinar upplýsingar um málið, hvorki með formlegum né óformlegum hætti. Embættið frétti af málinu í gær. Embætti landlæknis lýsir furðu sinni á að vera dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. Embættið hefur gert athugasemd við Stundina og krafið hana um frekari upplýsingar,“ segir í skriflegu svari Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis, við fyrirspurn fréttastofu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður Landlæknis.Vísir/Vilhelm Fréttastofa spurðist einnig fyrir um það hvaða valdheimildir embættið hefði til þess að bregðast við svona tilkynningum. „Hér er mikilvægt að hafa í huga lögbundið hlutverk embættis landlæknis, það er, að hafa eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisstofnunum. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandanna (SÁÁ) er ekki heilbrigðisstofnun. Hins vegar er Vogur, sjúkrahús SÁÁ, heilbrigðisstofnun. Embættið hefur hvorki umboð né hlutverk til að skoða starfsemi eða stjórnendur samtaka eða stofnana sem ekki falla undir eftirlitsskyldu þess,“ segir í skriflegu svari Kjartans Hreins. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Fjölmiðlar Mál Einars Hermannssonar Vændi Félagasamtök Tengdar fréttir Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður á meðferðarheimili SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Einar Hermannsson sagði í gær af sér sem formaður SÁÁ eftir að Stundin greindi frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Í dag birti Stundin skjáskot af samskiptum Einars við konuna þar sem sést að hann keypti vændi af henni en konan er sjálf meðal skjólstæðinga samtakanna. Vissu ekki af málinu Í umfjöllun Stundarinnar segir að Embætti landlæknis hafi verið upplýst um málið árið 2020. Er haft eftir ónefndum heilbrigðisstarfsmanni að hann hafi haft samband við embættið. Hann segist í samtali við Stundina hafa fengið þar góð svör um í hvaða farveg málið færi, hvaða ferli færi í gang hjá embættinu. „Stuttu seinna hætti skjólstæðingur minn við að kæra viðkomandi mann þannig að ég fór ekki lengra með málið hjá landlækni,“ segir heilbrigðisstarfsmaðurinn í samtali við Stundina. Málið hafi því aldrei verið tilkynnt með formlegum hætti þótt leitað hafi verið til embættisins. Embætti landlæknis kannast ekki við málið. „Nei, landlæknir og embætti landlæknis kannast ekki við að hafa fengið neinar upplýsingar um málið, hvorki með formlegum né óformlegum hætti. Embættið frétti af málinu í gær. Embætti landlæknis lýsir furðu sinni á að vera dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. Embættið hefur gert athugasemd við Stundina og krafið hana um frekari upplýsingar,“ segir í skriflegu svari Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis, við fyrirspurn fréttastofu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður Landlæknis.Vísir/Vilhelm Fréttastofa spurðist einnig fyrir um það hvaða valdheimildir embættið hefði til þess að bregðast við svona tilkynningum. „Hér er mikilvægt að hafa í huga lögbundið hlutverk embættis landlæknis, það er, að hafa eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisstofnunum. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandanna (SÁÁ) er ekki heilbrigðisstofnun. Hins vegar er Vogur, sjúkrahús SÁÁ, heilbrigðisstofnun. Embættið hefur hvorki umboð né hlutverk til að skoða starfsemi eða stjórnendur samtaka eða stofnana sem ekki falla undir eftirlitsskyldu þess,“ segir í skriflegu svari Kjartans Hreins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Fjölmiðlar Mál Einars Hermannssonar Vændi Félagasamtök Tengdar fréttir Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður á meðferðarheimili SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02
Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður á meðferðarheimili SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51
Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57