Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2022 21:00 Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir að hafa nauðgað sér sem táningi árið 1987. Hún segir að fyrsta nauðgunin hafi átt sér stað þegar hún var 14 ára í sveit til að undirbúa sig undir nám í Bændaskólanum., Hún segir hér hrikalega sögu af grófum nauðgunum, þöggun og gerendameðvirkni. vísir Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu. „Ég er búin að bera þetta leyndarmál í 35 ár. Þeir hafa alltaf sloppið og þau. Ég hef aldrei mátt segja frá, því þeir voru ekki dæmdir. En ástæðan fyrir því var ekki sú að þeir væru saklausir, heldur af því lögreglan vann ekki vinnuna sína. Þannig að Skúli í Skarði og Haukur á Snorrastöðum voru nauðgarar, barnanauðgarar,“ segir Dagrún Jónsdóttir. Mennirnir eru látnir en Dagrún vill með frásögn sinni skila skömminni sem hún segist hafa borið í 35 ár. Dagrún ólst upp í sveit hluta af æsku sinni og hennar æðsti draumur var gerast hestabóndi og fara í Bændaskólann á Hvanneyri. Til að komast í hann þurfti hún að öðlast einhverja reynslu af bústörfum. „Ég var ægilega mikill sveitakrakki. Svo fór ég með pabba á hestamannamót þar sem pabbi var að dæma árið 1983. Þar hitti ég Skúla Kristjánsson hestabónda. Skúli bara heillaði mig algjörlega upp úr skónum þannig að ég varð að fá að fara í sveit til þessa manns og læra allt um hestamennsku,“ segir Dagrún. Dagrún á táningsaldri.Vísir Pabbi Dagrúnar, Jón Leví Tryggvason, sem kannaðist við Skúla hafði svo samband við hann og bað um að hún fengi að koma í sveit til hans og eiginkonu hans. Vorið 1985 fór Dagrún svo í sveitina að Svignaskarði í Borgarfirði. Þá var hún fjórtán ára og Skúli fimmtugur. Fyrsta nauðgunin Dagrún segir að fyrstu dagarnir hafi verið stórkostlegir að Svignaskarði enda hafði hún haft gríðarlega gaman af bústörfunum. „Ég var bara komin til himna. Þetta var æðislegt. Ég fór beint inn í sauðburð og var að læra allt um það. Gekk rosalega vel,“ segir hún. Hún segir þessa himnasælu ekki hafa staðið lengi. „Í lok júní í einhvern tíma þá leitar Skúli á mig í fyrsta skipti kynferðislega. Viku seinna er ég flutt í annað herbergi en ég hafði verið í herbergi með öðrum. Skúli kemur fyrstu nóttina sem ég gisti þar og nauðgar mér. Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær. Ég var sofnuð og hann kemur bara beint inn í herbergi og gengur hreint til verks. Leggst ofan á mig færir nærbuxurnar frá og nauðgar mér. Svo þegar hann er búinn að ljúka sér af þá segir hann góða nótt og segir þú skalt gjöra svo vel að halda kjafti yfir þessu, segir Dagrún. Dagrún segist hafa lamast af hræðslu. „Heimurinn hrundi. Fyrsta hugsunin var að strjúka en ég var nýbúin að tala við mömmu og pabba og segja þeim hvað væri æðislegt í þessari sveit. Hvernig átti ég að útskýra svo fyrir þeim hvað hefði gerst ef ég kæmi heim. Ég þorði því ekki. Ég held að það sé fyrst og fremst að maður er svo skelfingu lostinn. Maður ræður ekkert við aðstæðurnar. Maður kann ekki að bregðast við. Þessir kallar sem eru í þessu eru búnir að brjóta mann algjörlega niður áður en þeir reiða til ofbeldisins sem slíks,“ segir hún. Lýsir margítrekuðum nauðgunum Dagrún segir að nauðganirnar hafi byrjað í júlí og staðið allt þar til hún fór heim til sín í september. „Eftir þetta fer hann að nauðga mér á hverjum einasta degi. Oft á dag. Hann kom inn í herbergi til mín á hverri einustu nóttu. Hann nauðgaði mér alls staðar þar sem hann hefur frið til þess,“ segir hún. Dagrún segir manninn hafa undirbúið ofbeldið. „Alveg frá því ég hitti hann á hestamannamótinu var hann byrjaður í sinni vinnu,“ segir hún. Dagrún með föður sínum Jóni Leví Tryggvasyni sem var líka mikill hestamaður.Vísir Dagrún segir að hún hafi nánast hvergi fengið frið fyrir Skúla. Hann hafi þó reynt að passa að þetta kæmist ekki upp. Hún segir eiginkonu hans hafa komið að honum beita sig kynferðislegu ofbeldi í eitt skipti þegar hún var í heimsókn hjá þeim hjónum í jólafríi árið 1985. „Hana er greinilega farið að gruna eitthvað eða farin að heyra um þetta í sveitinni. Þannig að hún er greinilega eitthvað að vakta. Þau fara inn og leggja sig. Ég leggst í stofusófann. Svo kemur hann skömmu síðar og gerir það sem hann er vanur að gera við mig. Hún kemur skömmu seinna að honum. Það varð allt vitlaust. Hún öskraði, hann öskraði, ég grenjaði. Það varð alveg sprenging,“ segir Dagrún. Varð að leika leikritið Hún segir að Skúli hafi lofað sér og konunni sinn bót og betrun en hafi svo ekki staðið við neitt. Þrátt fyrir ofbeldið hafi hún verið áfram á bænum þar til hún þurfti að fara til Reykjavíkur í skóla. Hún hafi svo komið að Svignaskarði í fríum þar sem hana dreymdi enn um að gerast hestabóndi. En af hverju sneri hún aftur? „Það sem gerist er að af því maður er að passa að þetta komist ekki upp þá getur maður ekki á sama tíma stoppað þetta. Af því að um leið og maður myndi stoppa þetta og fólkið manns sæi það, þá kæmu upp spurningar og þeim vildi é galls ekki svara á þessum tíma. Þannig að maður varð að leika leikritið,“ segir Dagrún. Vorið 1986 fer Dagrún aftur að Svignaskarði en þá hafði Skúli sem var prófdómari við Bændaskólann á Hvanneyri sent meðmælabréf á skólann svo hún kæmist þar fyrr inn. Hún er í sveitinni þar til í júlí það sumar og segir að allan þann tíma hafi nauðganirnar haldið áfram. Hann hafi líka verið vondur við truntur Dagrún segir að Skúli hafi ekki bara verið hræðilegur í sinn garð heldur segist hún hafa orðið vitni af því að hann beitti svokallaðar truntur ofbeldi. „Skúli átti gæðahross sem hann var afar natinn við en hann var líka í miklu hrossabraski með hesta sem kallast truntur. Ég sá hann lemja truntur með berum hnefanum þegar hann vildi fá einhverjar gangtegundir út úr þeim. Svo kom hann með hrossið dauðhrætt til væntanlegs kaupanda. Það var alveg hræðilegt að horfa upp á þetta,“ segir Dagrún. Lýsir nauðgunum á Snorrastöðum Bændaskólinn á Hvanneyri fór fram á að Dagrún næði sér í víðtækari reynslu af bústörfum en hún hafði fengið að Svignaskarði og úr varð með milligöngu Skúla að Dagrún var ráðin að Snorrastöðum á Snæfellsnesi þar sem var kúabú. „Í fyrsta skiptið sem mér var nauðgað þarna á Snorrastöðum var þegar eiginkona Hauks, sem var bóndinn á bænum spyr mig hvort hann megi koma og skríða upp í til mín því honum þyki svo gott að halda utan um vinnukonurnar þegar honum líði illa. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað voru mörg fórnalömb þar. Haukur nauðgar mér þá um nóttina í fyrsta skipti. Ég fæ við það algjört taugaáfall, ligg í rúminu skelf og græt og þoli ekki birtu og er mjög illa stödd. Þá skiptast þau hjónin á að vakta mig. Haukur tekur að sér næturvaktina og nauðgar mér aftur þá um nóttina. Ég forðaði mér fljótt eftir það ég gat ekki meir,“ segir Dagrún. Dagrún flúði heim frá Snorrastöðum. „Þá fór ég til Reykjavíkur og var mjög illa stödd andlega og var farin að drekka þannig að ég hellti í mig vodka á kvöldin til að deyja áfengisdauða svo ég fengi martraðalausar nætur. Þetta voru endalausar martraðir á nóttinni. Ég gerði tvær alvaralega tilraunir til að fyrirfara mér á þessum tíma borðaði hjartasprengitöflur pabba og hoppaði í Ölfusá sem er ekki vön að skila fólki en hún vildi mig ekki,“ segir hún. Dagrún skrifaði á þessum tíma dagbók og í einu dagbókarbroti lýsir hún einni nauðguninni svona: „Hann lét mig leggjast á kalt gólfið og hóf síðan að skemmta sér. Þá horfði ég á lítinn fugl sem í mínum huga var frjáls og ég grét því ég var ekki frjáls.“ Dagbókarbrot frá þeim tíma sem Dagrún var á SnorrastöðumVísir Foreldrar Dagrúnar komast að hinu sanna Foreldrar hennar sáu að eitthvað mikið var að fljótlega eftir að hún kom til borgarinnar. „Hún fer að fara bara inn í herbergi og loka á eftir sér þegar hún kemur heim. Tekur ekki þátt í neinu fer bara inn í herbergi. Svo kem ég að henni þar sem hún er hágrátandi. Þá segir hún mér þetta. Ég segi svo pabba hennar þetta og við förum strax og kærum þetta,“ segir Elín Óskarsdóttir móðir Dagrúnar. Dagrún hafði þá ákveðið að hætta að drekka og fór í Al-Anon og AA samtökin. Þá tók hún þátt í hópastarfi ásamt öðrum fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Dagrún og foreldrar hennar kæra Skúla Ögmund Kristjónsson og Hauk Sveinbjörnsson í október 1987. Fram kemur í kærunni gagnvart Skúla að kært sé fyrir kynferðisbrot gagnvart stúlku 14-15 ára. Ætluð brot hafi átt sér stað frá miðjum 1985 og í næstum ár í viðbót. Elín segir að henni og pabba Dagrúnar hafi verið hrikalega brugðið. „Mér fannst þetta bara alveg svakalegt. Manni leið svo illa út af þessu. Ég er enn þá mjög oft andvaka og þá hugsar maður bara af hverju kom hún ekki bara heim. Ég vil bara styðja hana í þessu öllu. Alveg til enda,“ segir Elín ákveðin. Dagrún Jónsdóttir ásamt móður sinni Elínu Óskarsdóttur sem hefur frá upphafi staðið með dóttur sinni í málinu.Vísir/Vilhelm Dagrún fékk kærurnar og yfirheyrslur yfir mönnunum í hendurnar fyrir tveimur árum og segir að sér hafi brugðið verulega yfir vinnubrögðum lögreglu „ Það eru ómerkilegustu yfirheyrslur sem ég hef nokkurn tíma vitað um. Í raun og veru eru yfirheyrslurnar yfir mér líka mjög slæmar. Þetta er 1987 það var örugglega ekki búið að kæra mörg svona mál þannig að ekki mikil vitneskja fyrir hendi en mér finnst það ekki afsökun fyrir því að vera svona illa yfirheyrð. Maður verður samt líka að taka tillit til þess. Ég er ekki spurð um neitt málið er ekkert rannsakað,“ segir hún. Furðulegar yfirheyrslur Þegar gluggað er í sjálfar yfirheyrslurnar kemur einmitt eitt og annað skringilegt í ljós. Í yfirheyrslu yfir Skúla Kristjónssyni spyr lögregla hvort hann hafi haft einhver kynferðisleg afskipti af Dagrúnu sem Skúli neitar en segir þau hafa verið nána vini og milli þeirra hafi ríkt trúnaður. Þegar Skúli er spurður af lögreglu hvort Dagrún hafi leitað á hann – svarar hann neitandi en að hún hafi leitað oft til sín. Í yfirheyrslu yfir Hauki Sveinbjörnssyni segist hann hafa spurt Dagrúnu hvort eitthvað hefði verið á milli þeirra Skúla en á þeim tíma var Dagrún 15 ára gömul. Þá segist Haukur aldrei hafa farið inn í vistaverur Dagrúnar að næturlagi en segir svo í næstu setningu að hann og eiginkona sín hafi einu sinni vakað yfir henni heila nótt. En líkt og Skúli neitaði Haukur öllum sakargiftum. Eiginkonur þeirra sem voru einnig yfirheyrðar neituðu einnig að vita nokkuð um málið. En segjast þó báðar hafa þurft ásamt eiginmönnum sínum að hugga Dagrúnu í herbergi hennar vegna þunglyndiskasta. Þá greina þrjú vitni í yfirheyrslum frá því að orðrómur hafi verið um sveitirnar um kynferðislegt samband þeirra Dagrúnar og Skúla og að Dagrún hafi átt að hafa eignast barn með honum. Þá segist eitt vitna hafa séð Skúla káfa á brjóstum Dagrúnar og reynt að káfa á sér. Dagrún gagnrýnir einnig að lögreglan í heimasveit bændanna hafi séð um yfirheyrslurnar. „ Skúli var náttúrulega frægur hestakarl og þekktur í sveitinni og örugglega góðkunningi lögreglunnar á jákvæðan hátt þó hann hafi örugglega verið tekinn oft fullur á bílnum og Haukur var oddviti og meðhjálpari í kirkjunni, þetta eru stórir karlar. Það er ekkert rannsakað þeirra megin heldur það eru bara yfirheyrslur sem þeir neita í og þá bara allt í lagi karlinn minn leiðinlegt fyrir þig að fá svona kæru á þig,“ segir hún. Rannsókn málsins ekki nægjanleg til sakfellis Tæpum tveimur árum eftir að kærurnar komu fram í lok árs 1989 kemur niðurstaða Ríkissaksóknara: ...að sem fram er komið við rannsókn málsins þykir eigi nægjanlegt til sakfellis og er eigi gerð frekari krafa um aðgerðir að ákæruvaldsins hálfu. Jón Leví Tryggvason pabbi Dagrúnar sem lést í apríl á síðasta ári segir í viðtali sem var tekið við hann á síðasta ári að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið slæleg í málinu. „Ég hefði talið eðlilegt að lögreglan, bæði í Borgarfirði og Stykkishólmi gengi miklu harðar fram. já mér hefði þótt eðlilegt við rannsókn málsins hefði verið beitt varðhaldi og þar með harðari aðgerðum,“ segir Jón Leví. Dagrún segir rannsóknina hafa verið klúður. „Það að þeir voru ekki dæmdir er ekki af því þeir voru saklausir heldur af því lögregla klúðraði algjörlega yfirheyrslunum og rannsókninni,“ segir Dagrún. Varð aldrei hestabóndi Dagrún segir að málið hafi markað allt líf sitt og hún gaf upp draum sinn um nám í Bændaskólanum. „Ég hef ekki treyst mér til að eiga börn af því ég taldi mér trú að ég gæti ekki passað þau svo þau lentu ekki í svona mönnum. Ég menntaði mig ekki, þeir drápu drauminn um að gerast hestabóndi og hef verið mjög líkamlega og andlega veil. Fyrst var ég reiði út í þessa karla svo þegar ég byrjaði passa börn og fann hvað ég bar mikla ábyrgð á velferð þeirra þá varð ég svo reið út í eiginkonur þeirra og svo út í umtalið. Allt fólkið sem var smjattandi yfir þessari krassandi kjaftasögu, en hjálpaði mér ekki. Hvað var fólk að hugsa að halda þetta og tala um þetta eins og þetta væri einhver krassandi kjaftasaga. Það kom mér engin til hjálpar. Það kom engin og sagði, heyrðu hvað er í gangi hérna eða tók mig út úr þessum aðstæðum,“ segir Dagrún. Eftirlitsnefnd með lögreglu úrskurðar meint brot lögeglu fyrnd Dagrún fór fram á það við eftirlitsnefnd um störf lögreglu í fyrra að málið hennar yrði rannsakað á ný. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að meint brot fyrnd séu fyrnd að lögum og taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar. Þannig séu meint brot lögreglu við rannsókn málsins fyrnd. Jón Leví pabbi Dagrúnar missti aldrei trúna á að réttlætið næði fram að ganga. „ Ætli ég skori ekki á dómsmálaráðherra að taka svolítið myndarlega á þessu máli og setja rækilega ofan í við lögregluna,“ sagði Jón rétt áður en hann lést í apríl á síðasta ári. Dagrún hefur ekki misst vonina. „Nú er ég orðin nógu sterk eftir allar þessar sálfræðimeðferðir og allt sem ég er búin að gera núna hætti ég ekki. Ég skal frá uppreisn æru í þessu,“ segir Dagrún ákveðin að lokum. Kynferðisofbeldi Lögreglan Borgarbyggð Snæfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
„Ég er búin að bera þetta leyndarmál í 35 ár. Þeir hafa alltaf sloppið og þau. Ég hef aldrei mátt segja frá, því þeir voru ekki dæmdir. En ástæðan fyrir því var ekki sú að þeir væru saklausir, heldur af því lögreglan vann ekki vinnuna sína. Þannig að Skúli í Skarði og Haukur á Snorrastöðum voru nauðgarar, barnanauðgarar,“ segir Dagrún Jónsdóttir. Mennirnir eru látnir en Dagrún vill með frásögn sinni skila skömminni sem hún segist hafa borið í 35 ár. Dagrún ólst upp í sveit hluta af æsku sinni og hennar æðsti draumur var gerast hestabóndi og fara í Bændaskólann á Hvanneyri. Til að komast í hann þurfti hún að öðlast einhverja reynslu af bústörfum. „Ég var ægilega mikill sveitakrakki. Svo fór ég með pabba á hestamannamót þar sem pabbi var að dæma árið 1983. Þar hitti ég Skúla Kristjánsson hestabónda. Skúli bara heillaði mig algjörlega upp úr skónum þannig að ég varð að fá að fara í sveit til þessa manns og læra allt um hestamennsku,“ segir Dagrún. Dagrún á táningsaldri.Vísir Pabbi Dagrúnar, Jón Leví Tryggvason, sem kannaðist við Skúla hafði svo samband við hann og bað um að hún fengi að koma í sveit til hans og eiginkonu hans. Vorið 1985 fór Dagrún svo í sveitina að Svignaskarði í Borgarfirði. Þá var hún fjórtán ára og Skúli fimmtugur. Fyrsta nauðgunin Dagrún segir að fyrstu dagarnir hafi verið stórkostlegir að Svignaskarði enda hafði hún haft gríðarlega gaman af bústörfunum. „Ég var bara komin til himna. Þetta var æðislegt. Ég fór beint inn í sauðburð og var að læra allt um það. Gekk rosalega vel,“ segir hún. Hún segir þessa himnasælu ekki hafa staðið lengi. „Í lok júní í einhvern tíma þá leitar Skúli á mig í fyrsta skipti kynferðislega. Viku seinna er ég flutt í annað herbergi en ég hafði verið í herbergi með öðrum. Skúli kemur fyrstu nóttina sem ég gisti þar og nauðgar mér. Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær. Ég var sofnuð og hann kemur bara beint inn í herbergi og gengur hreint til verks. Leggst ofan á mig færir nærbuxurnar frá og nauðgar mér. Svo þegar hann er búinn að ljúka sér af þá segir hann góða nótt og segir þú skalt gjöra svo vel að halda kjafti yfir þessu, segir Dagrún. Dagrún segist hafa lamast af hræðslu. „Heimurinn hrundi. Fyrsta hugsunin var að strjúka en ég var nýbúin að tala við mömmu og pabba og segja þeim hvað væri æðislegt í þessari sveit. Hvernig átti ég að útskýra svo fyrir þeim hvað hefði gerst ef ég kæmi heim. Ég þorði því ekki. Ég held að það sé fyrst og fremst að maður er svo skelfingu lostinn. Maður ræður ekkert við aðstæðurnar. Maður kann ekki að bregðast við. Þessir kallar sem eru í þessu eru búnir að brjóta mann algjörlega niður áður en þeir reiða til ofbeldisins sem slíks,“ segir hún. Lýsir margítrekuðum nauðgunum Dagrún segir að nauðganirnar hafi byrjað í júlí og staðið allt þar til hún fór heim til sín í september. „Eftir þetta fer hann að nauðga mér á hverjum einasta degi. Oft á dag. Hann kom inn í herbergi til mín á hverri einustu nóttu. Hann nauðgaði mér alls staðar þar sem hann hefur frið til þess,“ segir hún. Dagrún segir manninn hafa undirbúið ofbeldið. „Alveg frá því ég hitti hann á hestamannamótinu var hann byrjaður í sinni vinnu,“ segir hún. Dagrún með föður sínum Jóni Leví Tryggvasyni sem var líka mikill hestamaður.Vísir Dagrún segir að hún hafi nánast hvergi fengið frið fyrir Skúla. Hann hafi þó reynt að passa að þetta kæmist ekki upp. Hún segir eiginkonu hans hafa komið að honum beita sig kynferðislegu ofbeldi í eitt skipti þegar hún var í heimsókn hjá þeim hjónum í jólafríi árið 1985. „Hana er greinilega farið að gruna eitthvað eða farin að heyra um þetta í sveitinni. Þannig að hún er greinilega eitthvað að vakta. Þau fara inn og leggja sig. Ég leggst í stofusófann. Svo kemur hann skömmu síðar og gerir það sem hann er vanur að gera við mig. Hún kemur skömmu seinna að honum. Það varð allt vitlaust. Hún öskraði, hann öskraði, ég grenjaði. Það varð alveg sprenging,“ segir Dagrún. Varð að leika leikritið Hún segir að Skúli hafi lofað sér og konunni sinn bót og betrun en hafi svo ekki staðið við neitt. Þrátt fyrir ofbeldið hafi hún verið áfram á bænum þar til hún þurfti að fara til Reykjavíkur í skóla. Hún hafi svo komið að Svignaskarði í fríum þar sem hana dreymdi enn um að gerast hestabóndi. En af hverju sneri hún aftur? „Það sem gerist er að af því maður er að passa að þetta komist ekki upp þá getur maður ekki á sama tíma stoppað þetta. Af því að um leið og maður myndi stoppa þetta og fólkið manns sæi það, þá kæmu upp spurningar og þeim vildi é galls ekki svara á þessum tíma. Þannig að maður varð að leika leikritið,“ segir Dagrún. Vorið 1986 fer Dagrún aftur að Svignaskarði en þá hafði Skúli sem var prófdómari við Bændaskólann á Hvanneyri sent meðmælabréf á skólann svo hún kæmist þar fyrr inn. Hún er í sveitinni þar til í júlí það sumar og segir að allan þann tíma hafi nauðganirnar haldið áfram. Hann hafi líka verið vondur við truntur Dagrún segir að Skúli hafi ekki bara verið hræðilegur í sinn garð heldur segist hún hafa orðið vitni af því að hann beitti svokallaðar truntur ofbeldi. „Skúli átti gæðahross sem hann var afar natinn við en hann var líka í miklu hrossabraski með hesta sem kallast truntur. Ég sá hann lemja truntur með berum hnefanum þegar hann vildi fá einhverjar gangtegundir út úr þeim. Svo kom hann með hrossið dauðhrætt til væntanlegs kaupanda. Það var alveg hræðilegt að horfa upp á þetta,“ segir Dagrún. Lýsir nauðgunum á Snorrastöðum Bændaskólinn á Hvanneyri fór fram á að Dagrún næði sér í víðtækari reynslu af bústörfum en hún hafði fengið að Svignaskarði og úr varð með milligöngu Skúla að Dagrún var ráðin að Snorrastöðum á Snæfellsnesi þar sem var kúabú. „Í fyrsta skiptið sem mér var nauðgað þarna á Snorrastöðum var þegar eiginkona Hauks, sem var bóndinn á bænum spyr mig hvort hann megi koma og skríða upp í til mín því honum þyki svo gott að halda utan um vinnukonurnar þegar honum líði illa. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað voru mörg fórnalömb þar. Haukur nauðgar mér þá um nóttina í fyrsta skipti. Ég fæ við það algjört taugaáfall, ligg í rúminu skelf og græt og þoli ekki birtu og er mjög illa stödd. Þá skiptast þau hjónin á að vakta mig. Haukur tekur að sér næturvaktina og nauðgar mér aftur þá um nóttina. Ég forðaði mér fljótt eftir það ég gat ekki meir,“ segir Dagrún. Dagrún flúði heim frá Snorrastöðum. „Þá fór ég til Reykjavíkur og var mjög illa stödd andlega og var farin að drekka þannig að ég hellti í mig vodka á kvöldin til að deyja áfengisdauða svo ég fengi martraðalausar nætur. Þetta voru endalausar martraðir á nóttinni. Ég gerði tvær alvaralega tilraunir til að fyrirfara mér á þessum tíma borðaði hjartasprengitöflur pabba og hoppaði í Ölfusá sem er ekki vön að skila fólki en hún vildi mig ekki,“ segir hún. Dagrún skrifaði á þessum tíma dagbók og í einu dagbókarbroti lýsir hún einni nauðguninni svona: „Hann lét mig leggjast á kalt gólfið og hóf síðan að skemmta sér. Þá horfði ég á lítinn fugl sem í mínum huga var frjáls og ég grét því ég var ekki frjáls.“ Dagbókarbrot frá þeim tíma sem Dagrún var á SnorrastöðumVísir Foreldrar Dagrúnar komast að hinu sanna Foreldrar hennar sáu að eitthvað mikið var að fljótlega eftir að hún kom til borgarinnar. „Hún fer að fara bara inn í herbergi og loka á eftir sér þegar hún kemur heim. Tekur ekki þátt í neinu fer bara inn í herbergi. Svo kem ég að henni þar sem hún er hágrátandi. Þá segir hún mér þetta. Ég segi svo pabba hennar þetta og við förum strax og kærum þetta,“ segir Elín Óskarsdóttir móðir Dagrúnar. Dagrún hafði þá ákveðið að hætta að drekka og fór í Al-Anon og AA samtökin. Þá tók hún þátt í hópastarfi ásamt öðrum fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Dagrún og foreldrar hennar kæra Skúla Ögmund Kristjónsson og Hauk Sveinbjörnsson í október 1987. Fram kemur í kærunni gagnvart Skúla að kært sé fyrir kynferðisbrot gagnvart stúlku 14-15 ára. Ætluð brot hafi átt sér stað frá miðjum 1985 og í næstum ár í viðbót. Elín segir að henni og pabba Dagrúnar hafi verið hrikalega brugðið. „Mér fannst þetta bara alveg svakalegt. Manni leið svo illa út af þessu. Ég er enn þá mjög oft andvaka og þá hugsar maður bara af hverju kom hún ekki bara heim. Ég vil bara styðja hana í þessu öllu. Alveg til enda,“ segir Elín ákveðin. Dagrún Jónsdóttir ásamt móður sinni Elínu Óskarsdóttur sem hefur frá upphafi staðið með dóttur sinni í málinu.Vísir/Vilhelm Dagrún fékk kærurnar og yfirheyrslur yfir mönnunum í hendurnar fyrir tveimur árum og segir að sér hafi brugðið verulega yfir vinnubrögðum lögreglu „ Það eru ómerkilegustu yfirheyrslur sem ég hef nokkurn tíma vitað um. Í raun og veru eru yfirheyrslurnar yfir mér líka mjög slæmar. Þetta er 1987 það var örugglega ekki búið að kæra mörg svona mál þannig að ekki mikil vitneskja fyrir hendi en mér finnst það ekki afsökun fyrir því að vera svona illa yfirheyrð. Maður verður samt líka að taka tillit til þess. Ég er ekki spurð um neitt málið er ekkert rannsakað,“ segir hún. Furðulegar yfirheyrslur Þegar gluggað er í sjálfar yfirheyrslurnar kemur einmitt eitt og annað skringilegt í ljós. Í yfirheyrslu yfir Skúla Kristjónssyni spyr lögregla hvort hann hafi haft einhver kynferðisleg afskipti af Dagrúnu sem Skúli neitar en segir þau hafa verið nána vini og milli þeirra hafi ríkt trúnaður. Þegar Skúli er spurður af lögreglu hvort Dagrún hafi leitað á hann – svarar hann neitandi en að hún hafi leitað oft til sín. Í yfirheyrslu yfir Hauki Sveinbjörnssyni segist hann hafa spurt Dagrúnu hvort eitthvað hefði verið á milli þeirra Skúla en á þeim tíma var Dagrún 15 ára gömul. Þá segist Haukur aldrei hafa farið inn í vistaverur Dagrúnar að næturlagi en segir svo í næstu setningu að hann og eiginkona sín hafi einu sinni vakað yfir henni heila nótt. En líkt og Skúli neitaði Haukur öllum sakargiftum. Eiginkonur þeirra sem voru einnig yfirheyrðar neituðu einnig að vita nokkuð um málið. En segjast þó báðar hafa þurft ásamt eiginmönnum sínum að hugga Dagrúnu í herbergi hennar vegna þunglyndiskasta. Þá greina þrjú vitni í yfirheyrslum frá því að orðrómur hafi verið um sveitirnar um kynferðislegt samband þeirra Dagrúnar og Skúla og að Dagrún hafi átt að hafa eignast barn með honum. Þá segist eitt vitna hafa séð Skúla káfa á brjóstum Dagrúnar og reynt að káfa á sér. Dagrún gagnrýnir einnig að lögreglan í heimasveit bændanna hafi séð um yfirheyrslurnar. „ Skúli var náttúrulega frægur hestakarl og þekktur í sveitinni og örugglega góðkunningi lögreglunnar á jákvæðan hátt þó hann hafi örugglega verið tekinn oft fullur á bílnum og Haukur var oddviti og meðhjálpari í kirkjunni, þetta eru stórir karlar. Það er ekkert rannsakað þeirra megin heldur það eru bara yfirheyrslur sem þeir neita í og þá bara allt í lagi karlinn minn leiðinlegt fyrir þig að fá svona kæru á þig,“ segir hún. Rannsókn málsins ekki nægjanleg til sakfellis Tæpum tveimur árum eftir að kærurnar komu fram í lok árs 1989 kemur niðurstaða Ríkissaksóknara: ...að sem fram er komið við rannsókn málsins þykir eigi nægjanlegt til sakfellis og er eigi gerð frekari krafa um aðgerðir að ákæruvaldsins hálfu. Jón Leví Tryggvason pabbi Dagrúnar sem lést í apríl á síðasta ári segir í viðtali sem var tekið við hann á síðasta ári að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið slæleg í málinu. „Ég hefði talið eðlilegt að lögreglan, bæði í Borgarfirði og Stykkishólmi gengi miklu harðar fram. já mér hefði þótt eðlilegt við rannsókn málsins hefði verið beitt varðhaldi og þar með harðari aðgerðum,“ segir Jón Leví. Dagrún segir rannsóknina hafa verið klúður. „Það að þeir voru ekki dæmdir er ekki af því þeir voru saklausir heldur af því lögregla klúðraði algjörlega yfirheyrslunum og rannsókninni,“ segir Dagrún. Varð aldrei hestabóndi Dagrún segir að málið hafi markað allt líf sitt og hún gaf upp draum sinn um nám í Bændaskólanum. „Ég hef ekki treyst mér til að eiga börn af því ég taldi mér trú að ég gæti ekki passað þau svo þau lentu ekki í svona mönnum. Ég menntaði mig ekki, þeir drápu drauminn um að gerast hestabóndi og hef verið mjög líkamlega og andlega veil. Fyrst var ég reiði út í þessa karla svo þegar ég byrjaði passa börn og fann hvað ég bar mikla ábyrgð á velferð þeirra þá varð ég svo reið út í eiginkonur þeirra og svo út í umtalið. Allt fólkið sem var smjattandi yfir þessari krassandi kjaftasögu, en hjálpaði mér ekki. Hvað var fólk að hugsa að halda þetta og tala um þetta eins og þetta væri einhver krassandi kjaftasaga. Það kom mér engin til hjálpar. Það kom engin og sagði, heyrðu hvað er í gangi hérna eða tók mig út úr þessum aðstæðum,“ segir Dagrún. Eftirlitsnefnd með lögreglu úrskurðar meint brot lögeglu fyrnd Dagrún fór fram á það við eftirlitsnefnd um störf lögreglu í fyrra að málið hennar yrði rannsakað á ný. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að meint brot fyrnd séu fyrnd að lögum og taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar. Þannig séu meint brot lögreglu við rannsókn málsins fyrnd. Jón Leví pabbi Dagrúnar missti aldrei trúna á að réttlætið næði fram að ganga. „ Ætli ég skori ekki á dómsmálaráðherra að taka svolítið myndarlega á þessu máli og setja rækilega ofan í við lögregluna,“ sagði Jón rétt áður en hann lést í apríl á síðasta ári. Dagrún hefur ekki misst vonina. „Nú er ég orðin nógu sterk eftir allar þessar sálfræðimeðferðir og allt sem ég er búin að gera núna hætti ég ekki. Ég skal frá uppreisn æru í þessu,“ segir Dagrún ákveðin að lokum.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Borgarbyggð Snæfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira