Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 10:21 Foreldrar hafa úrslitavald um það hvort börn þeirra eru bólusett, þar til þau verða 16 ára. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira