Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2022 18:27 Einar Hermannsson formaður SÁÁ. Máli vegna þess sem Sjúkratryggingar Íslands telja tilhæfulausa reikninga hefur verið vísað til héraðssaksóknara. vísir/vilhelm Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. Þetta kemur fram í ítarlegu bréfi, „Ákvörðun í máli SÁÁ í ljósi andmæla,“ sem Ari Matthíasson deildarstjóri eftirlitsdeildar skrifar undir. Það er stílað á Einar Hermannsson og er dagsett 29. desember. Vísir hafði óskað eftir því gagni í málinu og má sjá það í heild sinni í „tengdum skjölum“ neðst í fréttinni. Eins og fram hefur komið hefur SÍ krafið SÁÁ um endurgreiðslu sem nemur 175 milljónum króna vegna tilhæfulausra reikninga. Þá greinir Stundin frá því að forstjóri SÍ hafi vísað málinu til héraðssaksóknara sem þýðir að svo er meti að um fjársvikamál sé að ræða. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að erindi vegna þetta máls hafi einnig verið sent Landlækni Íslands og Persónuvernd. Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari en hann hefur nú fengið málið til meðferðar sem merkir að það er metið sem fjársvikamál.vísir/vilhelm Einn angi þessa máls snýr að því að viðtölum sem SÁÁ veitti með símtölum. Samkvæmt samningi skulu þau vera ein klukkustund en athugun eftirlitsdeildar leiddi meðal annars í ljós að einn ráðgjafi hafði einn daginn bókað 40 klukkustunda viðtöl, sem bókuð voru á fimmtán mínútna fresti. SÍ kallaði eftir gögnum en svör reyndust af skornum skammti. „Þann 23. mars var tímabók send til SÍ eftir frekari ítrekun um gögn. Ekki var hægt að sjá hvenær tímabókin var gerð og var hún annars vegar í excel og hins vegar á pdf. Eftir að gögn sem getið er hér að framan höfðu verið móttekin hófst ítarleg yfirferð þeirra og greining. Vegna þess hversu gögnin voru ófullkomin og vegna þess að sjúkraskrá hafði verið breytt án þess að hægt væri að sjá hver breytti hverju og hvenær var ákveðið að fara í vettvangsheimsókn á starfsstöð göngudeildar þann 7. apríl og aftur 14. apríl,“ segir meðal annars í ákvörðuninni. En þar er skýrt tekið fram að lögum samkvæmt sé Sjúkratryggingum Íslands ekki heimilt samkvæmt lögum að greiða reikninga sem séu skýrt skilgreindir innan ramma. Afkastabundinn samningur Fram kemur í bréfi SÁÁ að vegna Covid hefði mátt vera ljóst að frábrigði gætu orðið við framkvæmd samninga, sem ekki yrði við ráðið, og mætti almennt skýra athugasemdir SÍ með vísan til þeirra. „Þrátt fyrir þetta voru forsvarsmenn samtakanna upplýstir um að samningur við SÍ vegna göngudeildar var afkastabundinn og ef ætlunin væri að breyta út frá honum væri nauðsynlegt að gera það í samráði við og með samþykki SÍ. María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands en hún hefur nú vísað málinu til héraðssaksóknara.vísir/vilhelm Þannig má lesa í bréfi sem Einar Hermannsson formaður SÁÁ sendi á u.þ.b. 50 einstaklinga, þann 2. júní sl. (fskj. 1), að þann 11. mars 2020 hafi eftirfarandi verið bókað í framkvæmdastjórn SÁÁ: „COVID-19. Formaður greindi frá því að okkar þjónustusamningar væru bundnir við afköst, sérstaklega göngudeildarsamningurinn. Þurfum að skrifa SÍ varðandi stöðuna. Framkv.stj.lækninga fór yfir stöðuna varðandi aðgerðir sem gæti þurft að fara í ef um smit verður að ræða eða starfsmenn þurfi að fara í sóttkví.“ Covid afsaki ekki fjarþjónustu Í bréfi ákvörðun segir að ekkert samband var haft við SÍ vegna göngudeildarsamningsins og fyrsti reikningur vegna fjarþjónustu hafi verið sendur SÍ viku síðar (þ.e. 18. mars 2020) án þess að stofnunin væri upplýst um eðli og tilurð hans. „Athugasemdir vegna upplýsinga SÁÁ um ráðstafanir vegna Covid Í bréfi SÁÁ er vísað til ástands sem skapaðist vegna heimsfaraldursins og torveldaði hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Þá er vísað til þess að SÁÁ hefði fengið staðfestingu Embættis landlæknis (EL) um að samtökin uppfylltu lágmarkskröfur til að reka fjarheilbrigðisþjónustu í gegnum viðurkennt kerfi (Kara Connect). Ari Matthíasson er deildarstjóri eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands. Svarbréf hans til SÁÁ er afar harðort. En Ari er fyrrverandi framkvæmdastjóri SÁÁ.Vísir/Egill Vegna þessa er rétt að benda á að öll heilbrigðisþjónusta fyrir áfengis- og vímuefnasjúka á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítalans fór fram með óbreyttu sniði í staðþjónustu frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl,“ segir í bréfinu til formanns SÁÁ. Skilyrði Landlæknis sniðgengin Þá er ítrekað að þó Embætti Landlæknis hafi samþykkt að SÁÁ uppfyllti skilyrði fyrir veitingu fjarþjónustuviðtala var ekki gerður neinn samningur við SÍ um þau og er það 3 grundvallaratriði. Vísað er til þeirra ströngu skilyrða sem uppfylla skal vegna slíkra viðtala svo sem um að báðir aðilar skrái sig inn með rafrænum skilríkjum og að viðtölin fari fram með ákveðnum hætti o.s.frv. og að haldin sé skrá um samskipti (rauntímaskrá) vegna viðtalanna sem verður til inni í kerfinu. „Engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli,“ segir í svarbréfi við mótbárum SÁÁ. Jafnframt er tilgreint að fortakslaust skilyrði, sem fram kemur í fyrirmælum EL um upplýsingaöryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu, að einungis heilbrigðisstarfsmenn með löggilt starfsleyfi frá landlækni samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og starfa innan heilbrigðisstofnunar/starfsstöðvar sem hefur staðfestingu frá landlækni um leyfi til reksturs geta veitt fjarheilbrigðisþjónustu. „Þetta virðist hafa verið virt að vettugi. Upplýsingar liggja fyrir um að ráðgjafanemar hjá SÁÁ hafi veitt mikinn fjölda ráðgjafaviðtala í fjarþjónustu og SÍ var gerður reikningur vegna þess.“ Ámælisvert verklag Seinna í bréfinu segir að heilbrigðisstarfsmaður sem veitir meðferð og færir upplýsingar um hana í sjúkraskrá ber ávallt ábyrgð á sjúkraskrárfærslum sínum. „Það verklag sem lýst er í svari SÁÁ til SÍ ber með sér augljós brot á þessum lögum. Þannig er upplýst að ráðgjafar hafa fært verk annarra í sjúkraskrá sem sín eigin. Þá er viðurkennt í svörum SÁÁ að um stutt og óumbeðin símtöl var að ræða sem hringd voru alfarið að frumkvæði starfsmanna SÁÁ. Þá kann SÁÁ að hafa brotið gegn lögum um persónuvernd með þessari háttsemi. Enn fremur er sérstaklega ámælisvert að með hringingum ráðgjafanema í sjúklinga er verið að brjóta gegn fyrirmælum EL vegna rafrænna samskipta þegar starfsmaður sem hefur ekki öðlast viðurkenningu sem heilbrigðisstarfsmaður var sagður vera að veita fjarheilbrigðisþjónustu.“ Um ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára Þá hefur verið greint frá ágreiningi milli SÁÁ og SÍ um hvort ungmenni skuli teljast þau sem er undir tvítugsaldri eða hvort ungmenni teljist þau sem eru undir 25 ára aldri. Er það vegna umbeðinna gagna um innlagnir þeirra sem yngri eru sem er afskastatengd. Um það er jafnframt fjallað í bréfinu sem er líkara skýrslu. Í bréfinu er rakið að SÁÁ hljóti að vera sér þess fullkomlega meðvituð um að samningur við Sjúkratryggingar Íslands snúi að fyrrnefnda aldursbilinu og eru rakin dæmi um það í gögnum, að unglingadeildin hafi alltaf verið sögð fyrir yngri. Það var gert í fyrri samningi um Vog sem undirritaður var 20. desember 2007. „Og það hafa SÁÁ gert allar götur og eru um það margar tilvísanir, t.d. í grein forstjóra á sjúkrahúsinu Vogi í Læknablaðinu 2016, í greinargerð SÁÁ um viðbúnað og þjónuustumagn meðferðarþjónustu SÁÁ árið 2019 sem birtist á vef samtakanna. Fjölmörg önnur dæmi eru rakin um að sá sé undirliggjandi skilingur beggja aðila. Samantekt á kröfum Sjúkratrygginga Íslands á hendur SÁÁ Sjúkratryggingar Íslands standa við áður kynnt áform sín um að krefja SÁÁ um: 1. Endurgreiðslu á 3.801 tilhæfulausum reikningum sem sendir voru SÍ vegna fjarþjónustu á tímabilinu 1. janúar 2020 til 28. febrúar 2021. Fjárhæðin er kr. 36.071.490.- 10 2. Endurgreiðslu á föstu mánaðargjaldi vegna samnings um göngudeildir SÁÁ vegna tilhæfulausrar lokunar fyrir staðþjónustu á tímabilinu október til desember 2020. Fjárhæðin er kr. 29.882.892.- 3. Endurkrafa vegna unglingadeildar SÁÁ. Skal hér annars vegar miðað við magntölur um fjölda innlagnardaga á Unglingadeild í gr. 4.2 í samningi SÍ við SÁÁ um áfengis- og vímuefnameðferð á Sjúkrahúsinu Vogi og hins vegar skerðingarákvæði í gr. 7.3 sem virkjast þegar verksali uppfyllir ekki kröfur um magn þjónustu skv. gr. 4.2. Fjárveiting vegna unglingadeildar var kr.145.960.365 árið 2020 sbr. svar SÁÁ til SÍ (undirritað af Einari Hermannssyni formanni SÁÁ og Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni Vogs. Ódagsett, mótt.af SÍ 9. mars 2021). Lágmarksfjöldi legudaga skv. samningi átti að vera 2050. Fjárveiting á legudag var því kr. 71.200. Skerðing á legudag skal vera 80% af fjárveitingu eða 56.960. Fjöldi legudaga átti að vera 2050 en var 144 og mismunur því 1.906 legudagar sem vantar upp á að legudagafjölda á unglingadeild árið 2020. Endurkrafa vegna þess er því kr. 108.565.760.- Samtals er endurkrafa SÍ á hendur SÁÁ vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni kr. 174.520.142. Tengd skjöl Ákvörðun_í_máli_SÁÁ_í_ljósi_andmæla291221PDF528KBSækja skjal Stjórnsýsla Heilbrigðismál Dómsmál Fíkn SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Þetta kemur fram í ítarlegu bréfi, „Ákvörðun í máli SÁÁ í ljósi andmæla,“ sem Ari Matthíasson deildarstjóri eftirlitsdeildar skrifar undir. Það er stílað á Einar Hermannsson og er dagsett 29. desember. Vísir hafði óskað eftir því gagni í málinu og má sjá það í heild sinni í „tengdum skjölum“ neðst í fréttinni. Eins og fram hefur komið hefur SÍ krafið SÁÁ um endurgreiðslu sem nemur 175 milljónum króna vegna tilhæfulausra reikninga. Þá greinir Stundin frá því að forstjóri SÍ hafi vísað málinu til héraðssaksóknara sem þýðir að svo er meti að um fjársvikamál sé að ræða. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að erindi vegna þetta máls hafi einnig verið sent Landlækni Íslands og Persónuvernd. Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari en hann hefur nú fengið málið til meðferðar sem merkir að það er metið sem fjársvikamál.vísir/vilhelm Einn angi þessa máls snýr að því að viðtölum sem SÁÁ veitti með símtölum. Samkvæmt samningi skulu þau vera ein klukkustund en athugun eftirlitsdeildar leiddi meðal annars í ljós að einn ráðgjafi hafði einn daginn bókað 40 klukkustunda viðtöl, sem bókuð voru á fimmtán mínútna fresti. SÍ kallaði eftir gögnum en svör reyndust af skornum skammti. „Þann 23. mars var tímabók send til SÍ eftir frekari ítrekun um gögn. Ekki var hægt að sjá hvenær tímabókin var gerð og var hún annars vegar í excel og hins vegar á pdf. Eftir að gögn sem getið er hér að framan höfðu verið móttekin hófst ítarleg yfirferð þeirra og greining. Vegna þess hversu gögnin voru ófullkomin og vegna þess að sjúkraskrá hafði verið breytt án þess að hægt væri að sjá hver breytti hverju og hvenær var ákveðið að fara í vettvangsheimsókn á starfsstöð göngudeildar þann 7. apríl og aftur 14. apríl,“ segir meðal annars í ákvörðuninni. En þar er skýrt tekið fram að lögum samkvæmt sé Sjúkratryggingum Íslands ekki heimilt samkvæmt lögum að greiða reikninga sem séu skýrt skilgreindir innan ramma. Afkastabundinn samningur Fram kemur í bréfi SÁÁ að vegna Covid hefði mátt vera ljóst að frábrigði gætu orðið við framkvæmd samninga, sem ekki yrði við ráðið, og mætti almennt skýra athugasemdir SÍ með vísan til þeirra. „Þrátt fyrir þetta voru forsvarsmenn samtakanna upplýstir um að samningur við SÍ vegna göngudeildar var afkastabundinn og ef ætlunin væri að breyta út frá honum væri nauðsynlegt að gera það í samráði við og með samþykki SÍ. María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands en hún hefur nú vísað málinu til héraðssaksóknara.vísir/vilhelm Þannig má lesa í bréfi sem Einar Hermannsson formaður SÁÁ sendi á u.þ.b. 50 einstaklinga, þann 2. júní sl. (fskj. 1), að þann 11. mars 2020 hafi eftirfarandi verið bókað í framkvæmdastjórn SÁÁ: „COVID-19. Formaður greindi frá því að okkar þjónustusamningar væru bundnir við afköst, sérstaklega göngudeildarsamningurinn. Þurfum að skrifa SÍ varðandi stöðuna. Framkv.stj.lækninga fór yfir stöðuna varðandi aðgerðir sem gæti þurft að fara í ef um smit verður að ræða eða starfsmenn þurfi að fara í sóttkví.“ Covid afsaki ekki fjarþjónustu Í bréfi ákvörðun segir að ekkert samband var haft við SÍ vegna göngudeildarsamningsins og fyrsti reikningur vegna fjarþjónustu hafi verið sendur SÍ viku síðar (þ.e. 18. mars 2020) án þess að stofnunin væri upplýst um eðli og tilurð hans. „Athugasemdir vegna upplýsinga SÁÁ um ráðstafanir vegna Covid Í bréfi SÁÁ er vísað til ástands sem skapaðist vegna heimsfaraldursins og torveldaði hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Þá er vísað til þess að SÁÁ hefði fengið staðfestingu Embættis landlæknis (EL) um að samtökin uppfylltu lágmarkskröfur til að reka fjarheilbrigðisþjónustu í gegnum viðurkennt kerfi (Kara Connect). Ari Matthíasson er deildarstjóri eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands. Svarbréf hans til SÁÁ er afar harðort. En Ari er fyrrverandi framkvæmdastjóri SÁÁ.Vísir/Egill Vegna þessa er rétt að benda á að öll heilbrigðisþjónusta fyrir áfengis- og vímuefnasjúka á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítalans fór fram með óbreyttu sniði í staðþjónustu frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl,“ segir í bréfinu til formanns SÁÁ. Skilyrði Landlæknis sniðgengin Þá er ítrekað að þó Embætti Landlæknis hafi samþykkt að SÁÁ uppfyllti skilyrði fyrir veitingu fjarþjónustuviðtala var ekki gerður neinn samningur við SÍ um þau og er það 3 grundvallaratriði. Vísað er til þeirra ströngu skilyrða sem uppfylla skal vegna slíkra viðtala svo sem um að báðir aðilar skrái sig inn með rafrænum skilríkjum og að viðtölin fari fram með ákveðnum hætti o.s.frv. og að haldin sé skrá um samskipti (rauntímaskrá) vegna viðtalanna sem verður til inni í kerfinu. „Engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli,“ segir í svarbréfi við mótbárum SÁÁ. Jafnframt er tilgreint að fortakslaust skilyrði, sem fram kemur í fyrirmælum EL um upplýsingaöryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu, að einungis heilbrigðisstarfsmenn með löggilt starfsleyfi frá landlækni samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og starfa innan heilbrigðisstofnunar/starfsstöðvar sem hefur staðfestingu frá landlækni um leyfi til reksturs geta veitt fjarheilbrigðisþjónustu. „Þetta virðist hafa verið virt að vettugi. Upplýsingar liggja fyrir um að ráðgjafanemar hjá SÁÁ hafi veitt mikinn fjölda ráðgjafaviðtala í fjarþjónustu og SÍ var gerður reikningur vegna þess.“ Ámælisvert verklag Seinna í bréfinu segir að heilbrigðisstarfsmaður sem veitir meðferð og færir upplýsingar um hana í sjúkraskrá ber ávallt ábyrgð á sjúkraskrárfærslum sínum. „Það verklag sem lýst er í svari SÁÁ til SÍ ber með sér augljós brot á þessum lögum. Þannig er upplýst að ráðgjafar hafa fært verk annarra í sjúkraskrá sem sín eigin. Þá er viðurkennt í svörum SÁÁ að um stutt og óumbeðin símtöl var að ræða sem hringd voru alfarið að frumkvæði starfsmanna SÁÁ. Þá kann SÁÁ að hafa brotið gegn lögum um persónuvernd með þessari háttsemi. Enn fremur er sérstaklega ámælisvert að með hringingum ráðgjafanema í sjúklinga er verið að brjóta gegn fyrirmælum EL vegna rafrænna samskipta þegar starfsmaður sem hefur ekki öðlast viðurkenningu sem heilbrigðisstarfsmaður var sagður vera að veita fjarheilbrigðisþjónustu.“ Um ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára Þá hefur verið greint frá ágreiningi milli SÁÁ og SÍ um hvort ungmenni skuli teljast þau sem er undir tvítugsaldri eða hvort ungmenni teljist þau sem eru undir 25 ára aldri. Er það vegna umbeðinna gagna um innlagnir þeirra sem yngri eru sem er afskastatengd. Um það er jafnframt fjallað í bréfinu sem er líkara skýrslu. Í bréfinu er rakið að SÁÁ hljóti að vera sér þess fullkomlega meðvituð um að samningur við Sjúkratryggingar Íslands snúi að fyrrnefnda aldursbilinu og eru rakin dæmi um það í gögnum, að unglingadeildin hafi alltaf verið sögð fyrir yngri. Það var gert í fyrri samningi um Vog sem undirritaður var 20. desember 2007. „Og það hafa SÁÁ gert allar götur og eru um það margar tilvísanir, t.d. í grein forstjóra á sjúkrahúsinu Vogi í Læknablaðinu 2016, í greinargerð SÁÁ um viðbúnað og þjónuustumagn meðferðarþjónustu SÁÁ árið 2019 sem birtist á vef samtakanna. Fjölmörg önnur dæmi eru rakin um að sá sé undirliggjandi skilingur beggja aðila. Samantekt á kröfum Sjúkratrygginga Íslands á hendur SÁÁ Sjúkratryggingar Íslands standa við áður kynnt áform sín um að krefja SÁÁ um: 1. Endurgreiðslu á 3.801 tilhæfulausum reikningum sem sendir voru SÍ vegna fjarþjónustu á tímabilinu 1. janúar 2020 til 28. febrúar 2021. Fjárhæðin er kr. 36.071.490.- 10 2. Endurgreiðslu á föstu mánaðargjaldi vegna samnings um göngudeildir SÁÁ vegna tilhæfulausrar lokunar fyrir staðþjónustu á tímabilinu október til desember 2020. Fjárhæðin er kr. 29.882.892.- 3. Endurkrafa vegna unglingadeildar SÁÁ. Skal hér annars vegar miðað við magntölur um fjölda innlagnardaga á Unglingadeild í gr. 4.2 í samningi SÍ við SÁÁ um áfengis- og vímuefnameðferð á Sjúkrahúsinu Vogi og hins vegar skerðingarákvæði í gr. 7.3 sem virkjast þegar verksali uppfyllir ekki kröfur um magn þjónustu skv. gr. 4.2. Fjárveiting vegna unglingadeildar var kr.145.960.365 árið 2020 sbr. svar SÁÁ til SÍ (undirritað af Einari Hermannssyni formanni SÁÁ og Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni Vogs. Ódagsett, mótt.af SÍ 9. mars 2021). Lágmarksfjöldi legudaga skv. samningi átti að vera 2050. Fjárveiting á legudag var því kr. 71.200. Skerðing á legudag skal vera 80% af fjárveitingu eða 56.960. Fjöldi legudaga átti að vera 2050 en var 144 og mismunur því 1.906 legudagar sem vantar upp á að legudagafjölda á unglingadeild árið 2020. Endurkrafa vegna þess er því kr. 108.565.760.- Samtals er endurkrafa SÍ á hendur SÁÁ vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni kr. 174.520.142. Tengd skjöl Ákvörðun_í_máli_SÁÁ_í_ljósi_andmæla291221PDF528KBSækja skjal
Sjúkratryggingar Íslands standa við áður kynnt áform sín um að krefja SÁÁ um: 1. Endurgreiðslu á 3.801 tilhæfulausum reikningum sem sendir voru SÍ vegna fjarþjónustu á tímabilinu 1. janúar 2020 til 28. febrúar 2021. Fjárhæðin er kr. 36.071.490.- 10 2. Endurgreiðslu á föstu mánaðargjaldi vegna samnings um göngudeildir SÁÁ vegna tilhæfulausrar lokunar fyrir staðþjónustu á tímabilinu október til desember 2020. Fjárhæðin er kr. 29.882.892.- 3. Endurkrafa vegna unglingadeildar SÁÁ. Skal hér annars vegar miðað við magntölur um fjölda innlagnardaga á Unglingadeild í gr. 4.2 í samningi SÍ við SÁÁ um áfengis- og vímuefnameðferð á Sjúkrahúsinu Vogi og hins vegar skerðingarákvæði í gr. 7.3 sem virkjast þegar verksali uppfyllir ekki kröfur um magn þjónustu skv. gr. 4.2. Fjárveiting vegna unglingadeildar var kr.145.960.365 árið 2020 sbr. svar SÁÁ til SÍ (undirritað af Einari Hermannssyni formanni SÁÁ og Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni Vogs. Ódagsett, mótt.af SÍ 9. mars 2021). Lágmarksfjöldi legudaga skv. samningi átti að vera 2050. Fjárveiting á legudag var því kr. 71.200. Skerðing á legudag skal vera 80% af fjárveitingu eða 56.960. Fjöldi legudaga átti að vera 2050 en var 144 og mismunur því 1.906 legudagar sem vantar upp á að legudagafjölda á unglingadeild árið 2020. Endurkrafa vegna þess er því kr. 108.565.760.- Samtals er endurkrafa SÍ á hendur SÁÁ vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni kr. 174.520.142.
Stjórnsýsla Heilbrigðismál Dómsmál Fíkn SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent