Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 14:20 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent