Er ekki bara best að sleppa þumlinum? Þórdís Valsdóttir skrifar 7. janúar 2022 14:30 Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli. Stóra spurningin er; er like tjáning? Ertu að tjá skoðun þína á málunum með því að setja þumal við færslu? Sumir telja svo vera og aðrir ekki. Tjáningarfrelsi er á meðal mikilvægustu réttinda okkar í samfélaginu. Tjáningarfrelsi nær einnig til þeirra sem teljast þjóðþekktir einstaklingar en þessir einstaklingar lúta þó öðrum leikreglum en almenningur, um það verður ekki deilt. Það liggur í augum uppi að það er gjörningur að bregðast við færslum á samfélagsmiðlum, hvort sem það er tjáning eða ekki. Þú velur að setja like við mynd af barni vinar þíns eða hjarta við fyndið myndband af ketti. Þú tekur ákvörðun um að bregðast við færslu, hver svo sem meiningin á bak við þumalinn er. Sumir vilja meina að það teljist til ofsókna að setja út á þumlagleði þeirra sem gegna valda- og ábyrgðarstöðum í samfélaginu. En ég spyr, er til of mikils ætlað af þeim einstaklingum að láta hjá liggja að bregðast við færslum sem teljast verulega umdeildar? Samskiptamynstur okkar hefur breyst gríðarlega, einu sinni var ekki til Messenger og við töluðum saman í síma eða áttum jafnvel pennavini. Nú heyra símtöl nánast til undantekninga og yfir 90% landsmanna nota Facebook. Mögulega er hægt að tala um ákveðið kynslóðabil þar sem yngri kynslóðin túlkar samskipti eða viðbrögð við færslum á samfélagsmiðlum öðruvísi en eldri kynslóðin en ekki má þó gleymast að einstaklingar velja það að setja like, hjarta eða önnur tjákn. Það er val hvers og eins hvort og þá hvernig like-um er útdeilt. Við erum í miðri byltingu sem er að miklu leyti knúin áfram af yngri kynslóðinni. Byltingin hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og því má segja að samskiptareglur miðlanna ráði þar miklu. Nú láta konur ekki lengur bjóða sér að á þeim sé káfað, þær séu lítillækkaðar og segja má að tími hins margrómaða „kvennabósa“ sé útrunninn. Þau mál tengd kynbundnu ofbeldi og áreitni sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið eru einungis toppurinn á ísjakanum og fleiri mál munu koma upp á yfirborðið. Kannski er tímabært að allar kynslóðir aðlagi sig að breyttu umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla og hugsi sig tvisvar um áður en þumallinn er mundaður. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli. Stóra spurningin er; er like tjáning? Ertu að tjá skoðun þína á málunum með því að setja þumal við færslu? Sumir telja svo vera og aðrir ekki. Tjáningarfrelsi er á meðal mikilvægustu réttinda okkar í samfélaginu. Tjáningarfrelsi nær einnig til þeirra sem teljast þjóðþekktir einstaklingar en þessir einstaklingar lúta þó öðrum leikreglum en almenningur, um það verður ekki deilt. Það liggur í augum uppi að það er gjörningur að bregðast við færslum á samfélagsmiðlum, hvort sem það er tjáning eða ekki. Þú velur að setja like við mynd af barni vinar þíns eða hjarta við fyndið myndband af ketti. Þú tekur ákvörðun um að bregðast við færslu, hver svo sem meiningin á bak við þumalinn er. Sumir vilja meina að það teljist til ofsókna að setja út á þumlagleði þeirra sem gegna valda- og ábyrgðarstöðum í samfélaginu. En ég spyr, er til of mikils ætlað af þeim einstaklingum að láta hjá liggja að bregðast við færslum sem teljast verulega umdeildar? Samskiptamynstur okkar hefur breyst gríðarlega, einu sinni var ekki til Messenger og við töluðum saman í síma eða áttum jafnvel pennavini. Nú heyra símtöl nánast til undantekninga og yfir 90% landsmanna nota Facebook. Mögulega er hægt að tala um ákveðið kynslóðabil þar sem yngri kynslóðin túlkar samskipti eða viðbrögð við færslum á samfélagsmiðlum öðruvísi en eldri kynslóðin en ekki má þó gleymast að einstaklingar velja það að setja like, hjarta eða önnur tjákn. Það er val hvers og eins hvort og þá hvernig like-um er útdeilt. Við erum í miðri byltingu sem er að miklu leyti knúin áfram af yngri kynslóðinni. Byltingin hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og því má segja að samskiptareglur miðlanna ráði þar miklu. Nú láta konur ekki lengur bjóða sér að á þeim sé káfað, þær séu lítillækkaðar og segja má að tími hins margrómaða „kvennabósa“ sé útrunninn. Þau mál tengd kynbundnu ofbeldi og áreitni sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið eru einungis toppurinn á ísjakanum og fleiri mál munu koma upp á yfirborðið. Kannski er tímabært að allar kynslóðir aðlagi sig að breyttu umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla og hugsi sig tvisvar um áður en þumallinn er mundaður. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun