Sjö mörk og eitt rautt í ótrúlegum endurkomusigri Juventus 9. janúar 2022 19:29 Dejan Kulusevski jafnaði metin fyrir Juventus. Paolo Bruno/Getty Images Roma og Juventus áttust við í bráðfjörugum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í dag þar sem skoruð voru sjö mörk og eitt rautt spjald fór á loft. Eftir að hafa lent 3-1 undir voru það að lokum gestirnir í Juventus sem höfðu betur 3-4. Tammy Abraham kom Roma yfir eftir um tíu mínútna leik, en aðeins átta mínútum síðar var Paulo Dybala búinn að jafna metin fyrir gestina eftir stoðsendingu frá Federico Chiesa. Staðan var því jöfn 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en Henrikh Mkhitaryan kom heimamönnum yfir á ný þegar síðari hálfleikur var aðeins þriggja mínútna gamall. Lorenzo Pellegrini bætti þriðja marki Roma við á 53. mínútu og brekkan því orðin ansi brött fyrir Juventus. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Manuel Locatelli minnkaði muninn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og varamaðurinn Dejan Kulusevski jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Mattia De Sciglio fullkomnaði svo endurkomu Juventus með marki á 77. mínútu og kom gestunum þar með yfir. Matthijs de Ligt var þó ansi nálægt því að skemma endurkomu gestanna þegar hann handlék knöttinn innan vítateigs. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og de Ligt fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Lorenzo Pellegrini fór á vítapunktinn, en markvörður Juventus, Wojciech Szczesny, varði frá honum. Heimamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á seinustu mínútum leiksins og niðurstaðan varð því 3-4 sigur gestanna. Juventus situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig eftir 21 leik, þremur stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu, en hafa leikið einum leik meira. Roma situr hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 32 stig og vonir þeirra um að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári fara minnkandi. Ítalski boltinn
Roma og Juventus áttust við í bráðfjörugum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í dag þar sem skoruð voru sjö mörk og eitt rautt spjald fór á loft. Eftir að hafa lent 3-1 undir voru það að lokum gestirnir í Juventus sem höfðu betur 3-4. Tammy Abraham kom Roma yfir eftir um tíu mínútna leik, en aðeins átta mínútum síðar var Paulo Dybala búinn að jafna metin fyrir gestina eftir stoðsendingu frá Federico Chiesa. Staðan var því jöfn 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en Henrikh Mkhitaryan kom heimamönnum yfir á ný þegar síðari hálfleikur var aðeins þriggja mínútna gamall. Lorenzo Pellegrini bætti þriðja marki Roma við á 53. mínútu og brekkan því orðin ansi brött fyrir Juventus. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Manuel Locatelli minnkaði muninn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og varamaðurinn Dejan Kulusevski jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Mattia De Sciglio fullkomnaði svo endurkomu Juventus með marki á 77. mínútu og kom gestunum þar með yfir. Matthijs de Ligt var þó ansi nálægt því að skemma endurkomu gestanna þegar hann handlék knöttinn innan vítateigs. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og de Ligt fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Lorenzo Pellegrini fór á vítapunktinn, en markvörður Juventus, Wojciech Szczesny, varði frá honum. Heimamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á seinustu mínútum leiksins og niðurstaðan varð því 3-4 sigur gestanna. Juventus situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig eftir 21 leik, þremur stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu, en hafa leikið einum leik meira. Roma situr hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 32 stig og vonir þeirra um að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári fara minnkandi.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti