Viðskipti innlent

Ráðin mann­auðs­stjóri Hafnar­fjarðar­bæjar

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Sigrún Guðmundsdóttir.
Kristín Sigrún Guðmundsdóttir. Hafnarfjarðarbær

Kristín Sigrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að Kristín hafi fjölbreytta starfsreynslu á sviði mannauðsmála hjá hinu opinbera, í einkageiranum og sem ráðgjafi á alþjóðlegum vettvangi.

„Kristín Sigrún er með B.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði og MA gráðu í mannfræði frá Danmörku auk diplóma í stefnumiðaðri mannauðsstjórnun. Síðasta ár hefur hún starfað sem mannauðssérfræðingur hjá EFLU og var áður hjá Reykjavíkurborg þar sem hún sinnti fyrst starfi sérfræðings og síðar starfi mannauðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 

Í sex ár þar áður var Kristín sjálfstætt starfandi stjórnendaráðgjafi þar sem hún tók m.a. að sér verkefni sem mannauðsstjóri til leigu í Bretlandi, á Möltu og víðar. 

Starf mannauðsstjóra Hafnarfjarðarbæjar var auglýst laust til umsóknar í byrjun nóvember og bárust alls 20 umsóknir um starfið. Kristín mun hefja störf við fyrsta tækifæri eða í síðasta lagi um mánaðamót mars og apríl.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×