Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 16:06 Þórður Már Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Festi vegna ásakana um kynferðisbrot. Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18